Zen-meistarinn Jakusho Kwong-roshi kemur til Íslands í maí. UPPFÆRT

FIMMTUDAGUR 16. MAÍ SAMRÆÐUFUNDUR MEÐ KWONG-ROSHI Kl.17:30 – 19:00. 
Zen meistarinn Jakusho Kwong-roshi, kennari Nátthaga, frá Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu, í samræðu við Oddnýju Eir Ævarsdóttur rithöfund. Sérstakur gestur er Nyoze Kwong, Zen prestur og framkvæmdastjóri Sonoma Mountain Zen Center.

Í Iðnó fimmtudaginn 16.maí kl.17:30. Allir hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir er 2000kr, 1500kr fyrir nema.

FÖSTUDAGUR 17. MAÍ SESSHIN Í SKÁLHOLTI 17. – 22. maí.

Kennari Nátthaga, Jakusho Kwong-roshi verður á Íslandi í maí og iðkar með okkur á 5 daga sesshin í Skálholti. Með Roshi í för er sonur hans Nyoze Kwong sem mun einnig taka þátt.

Sesshin, sem þýðir að snerta hugann og hjartað, er nokkurra daga samfleytt Zen iðkun í þögn. Dagskrá hvers dags fyrir sig samanstendur af hugleiðlsu, fræðslu, viðtölum við kennarann, formlegum máltíðum og vinnuiðkun.

Sesshin hefst kl.20:00 föstudagskvöldið 17.maí og lýkur kl.13:00 miðvikudaginn 22.maí.

Verð fyrir sesshin er 35.000kr fyrir allan tímann, en 30.000kr fyrir þá sem greiða mánaðargjald.

Fyrir einn sólarhring: 10.000kr

Tveir sólarhringar: 17.000kr

Þrír sólarhringar: 24.000kr

Fjórir sólarhringar: 31.000kr

Allir sem hafa iðkað með Nátthaga eru velkomnir á sesshin. Upplýsingar og skráning á sesshin hjá Mikhael Zentetsu á zen@zen.is


LAUGARDAGUR 25. MAÍ OPIÐ HÚS kl. 13:00-16:00.

Bloggfærslur 13. apríl 2013

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 96800

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband