Yangsi Rinpoche á Íslandi: Leiðir til að efla lífshamingju og auka innsæi í daglegu lífi. Aðgangur ókeypis.


Yangsi Rinpoche á Íslandi:

Leiðir til að efla lífshamingju og auka innsæi í daglegu lífi

 

 

Yangsi Rinpoche var viðurkenndur sex ára að aldri sem Geshe Ngawang Gendun endurholgaður en hann var þekktur fræðimaður og iðkandi búddisma frá Tíbet. Hann var jafnframt meistari margra þekktra kennara meðal annars Lama Yeshe og Lama Zopa Rinpoche sem hafa báðir heimsótt Ísland.

Yangsi Rinpoche útskrifaðist með Geshe Lamrampa gráðuna frá Sera Je klaustrinu í Suður Indlandi eftir að hafa hlotið þjálfun í 25 ár í sama klaustri. Yangsi Rinpoche hefur sérstakan áhuga á að kenna Vesturlandabúum búddisma. Hann fluttist árið 1998 til Bandaríkjanna og hefur kennt þar víða sem og í Evrópu og Asíu.

Árið 2005 stofnaði Yangsi Rinpoche Maitripa-skólann, sem er búddískur háskóli í Portland Oregon. Þar starfar hann bæði sem rektor og prófessor í búddískum fræðum.

Yangsi Rinpoche er höfundur bókarinnar Practicing the Path (Wisdom Publications). Hann er þekktur fyrir sinn djúpa skilning á búddisma og hæfileikann til að tengja þessa fornu þekkingu við nútímann.

 

Leiðir til að efla lífshamingju og auka innsæi í daglegu lífi

Fyrirlestur Yangsi Rinpoche fjallar um leiðir til að efla lífshamingju og auka innsæi í daglegu lífi. Erindið fer fram í Lífspekifélaginu, fimmtudaginn 21. ágúst 2014, kl. 20.00-22.00.

 

Kærleikur gagnvart okkur sjálfum og öðrum

Kennsla og hugleiðsla (retreat) með Yangsi Rinpoche fer fram laugardaginn, 23. ágúst 2014, kl. 10.00 til 16.00 í Lífspekifélaginu. (Hádegishlé verður milli klukkan tólf og eitt).

 

Kennsla, hugleiðsla og fyrirlestur fer fram í Lífspekifélaginu að Ingólfsstræti 22 í Reykjavík. Erindi og kennsla fer fram á ensku.

 

Allir eru  hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Frekari upplýsingar: rinpocheisland@gmail.com


Bloggfærslur 7. ágúst 2014

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 96448

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband