Mundilfari - Nýtt fréttablað Lífspekifélagsins

Hér sjáið þið nýtt fréttablað Lífspekifélagsins: 

http://lifspekifelagid.is/Mundillfari/MUNDILFARI_jan_18.pdf

 

 

 

Markmið

Markmið andlegrar viðleitni er að finna og sættast við sjálfan sig og aðstæður sínar, eignast frelsi, frið og jafnvægi, finna lífi sínu merkingu og losna úr fjötrum. Leiðakerfi andlegrar viðleitni er margbrotið, sumar leiðir enda í öngstrætum og veita ekki sanna lausn, reynast mýarljós, aðrar veita fúslega það sem að er stefnt, eru með einhverjum hætti í bandalagi við sannleikann, sem þó er oft svo erfitt að útskýra. Kærleikur, auðmýkt og miskunnsemi eru alltaf með í för á leiðum sannrar andlegrar iðkunnar.

 

Losna

Frá hverju viljum við losna? Við viljum losna frá lélegu sjálfsmati, sem við höfum bætt upp með dómhörku gagnvart öðrum, stjórnsemi, fullkomnunaráráttu, viðurkenningarþörf, þörf fyrir að öllum líki vel við mann, ofurmáta ábyrgð á öðrum eða ábyrgðarleysi. Við viljum losna undan einangrun en um leið hræðslu við annað fólk og ofurviðkvæmni. Við viljum hætta að laðast að fólki með ávanahegðun, hætta að vera fórnarlömb sem laðast að öðrum fórnarlömbum, hætta að rugla saman ást og vorkunnsemi, hætta að vera stöðugt í björgunaraðgerðum gagnvart öðru fólki til að þurfa ekki að takast á við okkur sjálf, hætta að hafa sektarkennd af samstöðu með sjálfum okkur, hætta að bæla tilfinningar, hætta að koma inn samviskubiti hjá öðrum, hætta að vera á bólakafi í vandamálum annarra og gera ekkert í eigin vanda.

 

Kennileyti

Getum við losnað? Lítum á nokkur kennileyti heilbrigðrar lausnar. Sönn andleg viðleitni breytir ótta í trú og traust, hatri í kærleika, hroka í auð- mýkt, áhyggjum og kvíða í æðruleysi, afneitun í viðurkenningu, afbrýðisemi í traust, ímyndun í raunveruleika, eigingirni í þjónustu, gremju í fyrirgefningu, fordæmingu í umburðarlyndi, örvæntingu í von, sjálfshatri í sjálfsvirðingu og einmannaleika í samfélag. Öll sönn andleg við- leitni þarfnast viðhalds, viðvarandi iðkunnar og helgunar. Ávextir hennar eru auðmýkt og miskunnsemi gagnvart öðru fólki.

 

Árangur

Þeir sem ganga í gegnum þetta breytingaferli eiga í meginatriðum sameiginlegt að líða að jafnaði vel innan um annað fólk og búa yfir sterkri sjálfsmynd og heilbrigðu sjálfsáliti, ásamt umhyggju, samstöðu og kærleika gagnvart sjálfum sér og öðrum, taka ábyrgð á sjálfum sér og eru við- staddir eigið líf. Þess vegna veitist þeim létt að taka á móti og nýta heiðarlega gagnrýni og tjá tilfinningar, sársauka og gleði. Þeir mæta styrkleika og sjálfsvirðingu annarra í friðsælum og háttvísum mætti og hafa innri orku og frumkvæði til að skapa og þróa góðar hugmyndir. Þeir lifa andlegu lífi í friði og sátt við sjálfa sig, aðra og mátt sem þeim er æðri og eru ekki í vegi fyrir sjálfum sér. Þeir eru ekki með sjálfa sig á heilanum. Það er hægt að losna úr viðjum þjáningarinnar og eignast sanna hamingju, frið, sátt, frelsi og mikla gleði, t.d. með því að lesa og vinna í bókinni Tólf sporin — Andlegt ferðalag.

 

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, forseti Lífspekifélagsins


Ókeypis Hatha yoga tímar í Lífspekifélaginu

 

 

Boðið verður upp á hatha yoga tíma í sal félagsins á miðvikudögum. Tímarnir byrja kl. 20 og verður þá húsinu læst. Þeir taka klukkutíma og fimmtán mínútur. Fólk kemur með eigin dýnur eða teppi. Fyrsti tími er 7. febrúar. Tímarnir eru ókeypis.

Leiðbeinandi er Sigurður Gunnars­son.

 

http://lifspekifelagid.is

 


Bloggfærslur 7. febrúar 2018

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 94058

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband