Hvað felst í því að vera guðspekisinni?

... hvað felist í því að vera guðspekisinni. Hver eru einkenni hans? Minnt skal á, að þetta eru aðeins mínar persónulegu hugleiðingar. Hann kemur mér fyrst og fremst fyrir sjónir sem leitandi og fordómalaus maður. Hann er óháður kreddum, hvers konar einstefnuhugsunarháttur er honum ekki að skapi og hann reynir að temja sér umburðarlyndi. Hann leggur fremur áherslu á það það sem sameinar en það sem sundrar. Um leið og hann leiðir hugann að langtímaþróun, er hann sér einnig meðvitandi um  augnablikið sem er að líða. Þá skulum við vona að hann sé hleypi-dómalaus, íhugull og kyrrlátur. Og þó hann reyni að vera í jafnvægi og temji sér yfirvegun ræktar hann jafnframt með sé snerpu og viðbragðsflýti.

 

Allt sem hér er upp talið er andstætt bókstafstrú, hvaða nafni sem hún nefnist, að ekki sé minnst á  ofsatrú hvers konar, sem við höfum verðum óþægilega vör við í heiminum nú á dögum. Hann gerir sér far um að reyna að skilja grundvallaratriði í hegðun mannsins, þess sem liggur að baki hugsjónum hans og hugsunarhætti í stað þess að fylgja blint einhverjum sérstökum stjórnmálaskoðunum eða trúarbrögðum. Einnig því hvers vegna maðurinn þurfi að festa sig í einhverjum slíkum skoðunum, tilheyra einni fylkingu eða annarri. Hann reynir að sjá málin í heild, frá fleiri hliðum.

 

Auk langtímasjónarmiða gerir hann sér grein fyrir því, að þegar allt kemur til alls er eini raunveruleikinn sem við höfum stundin sem er að líða. Þetta hafa margir hér í félaginu hugleitt, reynt að lifa í núinu.  Nýlega heyrði ég skemmtilega hlið á hugleiðingum um núið:  “Núið er snúið því það er aldrei búið!”

 

Halldór Haraldsson

 

Lesa greinina í heild sinni hér.

 

 

Dagskrá Guðspekifélagsins um helgina

 

Föstudaginn 26. mars Jón L. Arnalds: Um sálarfræði.

 

Laugardaginn kl. 14:00 e hugleiðing, kl. 14:30 fræðsluefni Sigvalda Hjálmarssonar í umsjón Birgis Bjarnasonar



Laugardaginn 27. mars Anna S. Bjarnadóttir: “Söngur í hjartanu.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96738

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband