Óvissan

 

Þegar hugurinn hættir að lokum að flokka í gott eða slæmt, verður allt handan við skiptinguna, hvorki gott né slæmt, ekki hvorugt né bæði, alveg utan við hugsun okkar um þetta. Þannig öðlast maðurinn, með því að losna við, vera óháður. Ef hann þarfnast ekki hamingju, getur hann gefið hana frá sér og þannig sameinast henni. Ef maðurinn þarfnast ekki öryggis, leitar þess ekki, flýr það hann ekki. Með því að láta frá okkur og með því að viðurkenna, öðlumst við. Þannig er það í sálarlífinu. Hér er ekki sagt að svo sé einnig í hinum ytra heimi, það getur verið, en þarf ekki að vera.



Getum við hafnað öryggi og hamingju? Getum við upphafið allar andstæður? Á því er enginn vafi - en við þorum það ekki, við reynum frekar að fanga það sem er - þótt það sé ekki hægt. Þannig lifum við stöðugt í heimi blekkinga. Okkur finnst að við getum eða höfum höndlað það sem ekki er hægt að ráða yfir. Við höldum að við skiljum - en sjáum veruleikann ekki fyrir mynd okkar af honum. Það er ekki hægt að halda því sem er, aðeins blekkingunni. Hugurinn getur ekki fangað það sem er, þess vegna býr hann til blekkinguna til þess að hafa eitthvert öryggi. Það sem er, er líf, tilheyrir okkur og þó ekki, er við og þó ekki. Það er, en er þó eitthvað meira, sífelld umbreyting í eitthvað annað í óvissunni.



Við getum hrokkið inn í takt lífsins og lifað með honum - eins og stendur lifum við eiginlega þvers og kruss um lífsstrauminn. Að hnykkjast inn í taktinn er örlítið átak líkt og að vaða eld eða stökkva úr flugvél í fallhlíf, að öðru leyti en því að það er laust við sýningarþörf eða sýndartilþrif. Til þess að leggja út í lífsstrauminn þarf vilja ákvörðun sem er ekki hugans og beitingu athyglinnar, ákvörðun sem skilur milli vakandi vitundar og sljórrar, milli lífs í samræmi við heildina og lífs í vítahring andstæðna sem er sköpun hugans.



Leyfum huganum að hvílast öðru hvoru í sköpunarleik sínum. Hann þarf ekki stöðugt að búa til andstæður og baráttu. Hann getur hvílst í veruleika andartaksins, dvalið andspænis hverju sem er, eins og það er.

Þegar hugurinn er laus við baráttuna flokkar hann ekkert, ekki einu sinni sjálfan sig. Mín vitund, minn hugur, þín vitund, þinn hugur - er ekki fyrir hendi. Ekkert mitt óöryggi né óhamingja, ekkert mitt öryggi né hamingja. Eitthvað allt annað og óskilgreint getur tekið við, eins konar vissa í óvissunni, hamingja í óhamingjunni. Því eina raunverulega vissan felst í óvissunni og eina raunverulega hamingjan er að finna fyrir óhamingju mannlífsins. Sú hamingja fellst í samkennd með mannlífinu og mannlífið er á stigi óhamingju.

 

Lesa greinina í heild sinni hér.

 

Birgir Bjarnason

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96738

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband