Neti og iti - Munurinn á virkri og óvirkri andlegri leit og hvernig þetta tvennt getur farið saman.

 

„Það hafði rignt alla nóttina og mestallan morguninn og nú var sólin að hverfa bak við dimm og þungbúin ský. Himinninn var sem litlaus, en ilmur af regnvættri jörðinni fyllti loftið. Froskarnir höfðu kvakað alla nóttina, en með morgninum urðu þeir hljóðir.“
Þannig hefst ein af mörgum náttúrulýsingum J. Krishnamurtis sem gefa okkur nokkra innsýn í þann hug sem býr yfir andlegum tærleika og það hvernig hann sér og upplifir umhverfið eða öllu heldur þegar það á sér stað skoðun, handan skoðanda og hins skoðaða.
Síðan heldur hann áfram: „Trjástofnarnir voru dökkir af regninu og laufblöðin, sem ryk sumarsins hafði skolast af, mundu aftur verða græn og full af lífi eftir fáeina daga. Grasvellirnir mundu líka verða grænni, trjárunnarnir mundu bráðum blómstra og gleðin ríkja. Hve regnið var velkomið eftir allan hitann og rykið! Fjöllin handan hæðarinnar virtust ekki vera of fjarri og golan frá þeim var bæði svöl og hrein. Það mundi verða meira um vinnu, gnægð matar og hungur mundi heyra fortíðinni til. Einn þessara stóru, brúnu arna hnitaði hringa í loftinu, svífandi í andvaranum án þess að blaka vængjunum. Hundruð fólks á reiðhjólum voru á heimleið eftir langan vinnudag á skrifstofunni.“


 
Gesturinn sem beðið hafði um viðtal var fyrrverandi embættismaður hjá stjórninni. Hann hafði hlotið fyrsta flokks menntun bæði heima og erlendis. Hann var kvæntur og átti uppkomin börn. Vel að sér í sanskrít og þekkti helgiritin. Skyndilega fékk hann óstjórnlega löngun til að verja því sem eftir var ævinnar í íhugun, helga lífið andlegri leit. Hann tjáði þetta konu sinni og tveim sonum sem voru við háskólanám. Hann hafði lagt til peninga handa konu sinni og fyrir námi sona sinna. Þetta hafði gerst fyrir 25 árum. Hann beitti sjálfan sig hörðum aga sem var honum erfitt eftir þægilegt líf. Það tók hann langan tíma að ná stjórn á ástríðum sínum. Að lokum tók hann að fá sýnir af Búddha, Kristi og Krishna, töfrandi af fegurð og dögum saman lifði hann í eins konar leiðslu.
„Ég hafði tekið að mér nokkra lærisveina og einn þeirra benti mér á að hlýða á einn af fyrirlestrum yðar. Þar var sagt að án sjálfsþekkingar væri öll íhugun sjálfsdáleiðsla, endurspeglun eigin hugsana og óska.“ Í lok viðtalsins við Krishnamurti segir gesturinn: „Ég hef verið upptekinn af íhugandanum, leitandanum, þeim sem reynsluna hlýtur, sem er ég sjálfur. Ég hef lifað í skemmtilegum garði, búnum til af sjálfum mér og hef verið fangi í honum. Ég sé núna, óljóst að vísu, að allt þetta er falskt - en ég sé það.“

 

 

Brot úr erindi eftir Halldór Haraldsson

 

Lesa erindið í heild hér:

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband