25.5.2010 | 19:50
Miklihvellur
Ekki vísindaleg tilgáta heldur mælanleg staðreynd.
Hvað var fyrst? Hvað er það sem gerist í upphafi? Vitum við það eða vitum við það ekki?
Allar heimspekistefnur eru svar við þessari spurningu. En hér verður aðeins leitast við að bregða upp hinni vísindalegu heimsmynd sem verður til eftir 1965. Sú heimsmynd svarar ekki þessari spurningu. Hún svarar hins vegar spurningunni: Hvað var fyrst í okkar efnislega alheimi? Hún hefur þá sérstöðu meðal heimshugmynda að byggjast eingöngu á mælanlegum staðreyndum, túlkuðum með stærðfræði. Hún fjallar ekki um heimspeki eða trú, og hún svarar ekki spurningum um hvað var á undan okkar alheimi, og hvað verður eftir að hann líður undir lok.
Hvað er þá fyrst samkvæmt þessari heimsmynd vísindanna? Það er ekki mikið miðað við allan hinn gífurlega og endalausa margbreytileika tilverunnar sem við þekkjum. Í upphafi, nánar tiltekið einum hundraðasta úr sekúndu frá byrjun alheimsins, er aðeins til þrennt, sem síðar verður efnisheimurinn: Ljóseindir eða fótónur (frumeiningar ljóssins), fiseindir og andfiseindir og kvarkur og andkvarkur.
Fyrsta sekúndubrotið er ekki þekkt, en talið er af mörgum efnafræðingum að þá ríki eitt alheimslegt lögmál sem svo til strax greinist í kraftana fjóra sem síðar urðu orsök alls sem gerist í öllum alheimi gegnum tíðina. Þeir virðast hlýða hinu sama alheimslega lögmáli og hafa svipaðan styrkleika. Sé þetta rétt eru kraftarnir fjórir, þyngdarafl, rafsegulkraftur, sterku og veiku kraftarnir í eðli sínu einn kraftur. Kaos, hin gríska ringulreið, var aldrei til. Í upphafi er ekkert til af því sem við nú köllum efni. Atóm eru ekki til og þess vegna ekki nein frumefni. Atómkjarnar eru ekki heldur til og hvorki nifteindir né róteindir. Ástæðan fyrir þessu, að því er virðist fábreytilega upphafi, er einföld. Hitinn er allt of mikill. Allt efni brotnar niður við ákveðið hitastig. Við aðeins nokkur þúsund gráður brotnar atóm niður í rafeindir og kjarna. Við nokkur þúsund milljón gráður brotnar atómkjarninn niður í róteind og nifteind. Og við hitastig sem er nokkrar milljónir milljóna gráða brotna róteindir, nifteindir og allar hadrónur niður í frumhluta sína sem menn nefna kvark. Fyrstu sjö hundruð þúsund árin í sögu alheims okkar er hitinn að lækka niður í 109K,( 1 með 9 núllum á eftir - gráður á Kelvinskvarða) en það hitastig er, ef svo mætti segja, landamæri þess sem við nú köllum efni. Svona einfalt er þetta upphaf. Örsmáar agnir á frjálsri hreyfingu. Annað ekki.
Og frá þessu einfalda upphafi er öll þessi óendanlega margbreytilega tilvera komin og lífið sjálft. Það er engu líkara en efni komi frá því sem er ekki efni í okkar merkingu orðsins og líf frá algerum dauða. Enginn býst við að líf geti þrifist í þúsund milljóna stiga hita, eða hvað? Vantar hér óþekktar víddir í heimsmyndina? Enn er hinum stóru spurningum ósvarað, og þessi ritsmíð fjallar ekki um þær, aðeins mælanlegar staðreyndir, heimsmynd vísindanna. Samkvæmt henni er allur hinn þekkti heimur okkar upphaflega eldhnöttur, mjög heitur og geysilega þéttur. Sumir hafa kallað þennan eldhnött Alheimseggið og aðrir Hið eina upphaflega atóm. Þessi hnöttur springur fyrir 12 til 18 milljörðum ára og síðan hefur alheimurinn verið í stöðugri útþenslu.
Í byrjun var þetta kenning. En eftir 1965 breytist kenningin að dómi nær allra vísindamanna í mælanlegar staðreyndir. Rökin fyrir þessari heimsmynd eru svo sterk að flestir líta á þau sem sönnun. Þeir menn sem upphaflega settu fram kenninguna um stórusprengju gerðu það með stærðfræðilegum útreikningum. Samkvæmt þessum útreikningi töldu þeir að um allan alheim ættu að finnast leifar þessarar sprengju. Þeir reiknuðu út núverandi hitastig þessara leifa, öldulengd þeirra og geislun. Það er augljóst að mælikvarðinn á sannleiksgildi þessarar kenningar um stórusprengju var að þessar leifar fundust og mældust svipaðar því sem reiknað var með. Og þær fundust af allt öðrum mönnum en höfundum kenningarinnar. Þær hafa fundist um allan heim hvar sem menn mæla. Og mælingar sýndu að þær hafa nokkurn veginn sama hitastig og sömu öldulengd og reiknað hafði verið út fyrir fram. Og rökin eru fleiri. Það hafði líka verið reiknað út af höfundum kenningarinnar um stórusprengju, að helíum ætti, ef kenningin væri rétt, að vera um fjórðungur eða meira af efnismagni alheimsins. Mælingar hafa staðfest þetta. Helíum hefur alls staðar reynst vera fjórðungur eða meira af efnismagninu.
En hvað er það þá sem raunverulega gerðist í stórusprengju? Um það hefur fremsti efnafræðingur okkar tíma og eftirmaður Einsteins, Steven Weinberg, skrifað bókina THE FIRST THREE MINUTES, A modern View of the Origin of the Universe. Sú bók er helsta heimild þess sem hér fer á eftir.
Weinberg skiptir því sem gerist á fyrstu sekúndubrotum og fyrstu þremur mínútum niður í sex tímabil.
Gunnar Dal - Stórasprengja
Lesa áfram hér
Um bloggið
OM - ॐ
Færsluflokkar
Tenglar
Hugleiðslunámskeið á Íslandi
- Námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni
- Sahaja yoga-hugleiðsla
- Hugleiðslunámskeið hjá Brahma Kumaris
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Andartak.is - Kundalini jóga og hugleiðsla
- Zen-hugleiðslunámskeið
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Innhverf íhugun
Frí hugleiðslunámskeið á Netinu
- Free Meditations
- Námskeið í búddískri hugleiðslu
- Námskeið í Kundalini yoga
- Free online meditation course
- Free Sahaja meditation course online
Hugleiðsla
Hér er að finna tengla þar sem þú getur lært og kynnt þér hugleiðslu.
- Listin að hugleiða
- Zen á Íslandi - Zen-hugleiðsla
- Kristbjörg
- Kundalini-hugleiðsla
- Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
- SGI-búddismi á Íslandi
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Skandinavíski yoga- og hugleiðsluskólinn
- Leiðbeiningar fyrir Zen-hugleiðslu
- Sahaja Yoga
- Brahma Kumaris - Raja Yoga hugleiðsla
- Jack Kornfield - Insight Meditation (vipassana)
- Centerpointe
- Ljósmiðlun
- Traditional Yoga and Meditation of the Himalayan Masters
- Innhverf íhugun
- Vipassana meditation course
Helg forn rit
- Veda-ritin
- Bhagavad Gita
- Bhagavad Gita
- Upanishads
- Upanishads
- Shiva sutra
- Brahma Sutra
- Yogasútrur Patanjalis
- Rig Veda
- Sama Veda
- Hatha Yoga Pradipika
- Shiva Samhita
- Gheranda Samhita
- Sacred Texts (Helg indversk rit)
- Biblían
- Dhammapada
- Kóraninn
Tímarit um andleg málefni
- Tímaritið Knowledge of reality
- Bindu - Tímarit Skandinavíska yoga- og hugleiðsluskólans
- Tímaritið Gangleri
- Primary Point - Zen
- Efnisskrá Ganglera frá 1926
- The Sufism Journal online
- The Theosophist
Bækur á íslensku um andleg málefni
- Starfsrækt (Karma yoga) - Swami Vivekananda
- Allar bækur Gunnars Dal
- Bækur eftir Alice Baily
- Martínus - Bækur á íslensku
- Launviska Vedabóka
Bækur um andleg málefni
- The Unknown Life of Jesus Christ
- Bók um Kriya Yoga
- Sjálfsævisaga Jóga
- Whispers from Eternity - Paramahansa Yogananda
- The Path - Swami Kriyananda
- God is for Everyone - Inspired by Yogananda
- My time with the master - Paramahansa Prajnanananda
- The Universe Within - Paramahansa Prajnanananda
- The art and science of Raja Yoga - Swami Kriyananda
- Complete work of Swami Vivekananda
- Gopi Krishna - Bækur, greinar og viðtöl
- Bókin Zen and the brain
- Zen Mind, Beginner´s Mind - Shunryu Suzuki-roshi
- Manual of Zen Buddhisim - D. T. Suzuki
- Stripping the Gurus
- Rödd þagnarinnar á ensku
- Eckhart Tolle - Stillness Speaks - Hljóðbók
- Bækur eftir Ramana Maharshi
- Saundarya Lahiri
- The Meditative Mind - Krishnamurti
- Krishnamurti´s Notebook
- Meditations - Krishnamurti
- The Serpent Power
- C. W. Leadbeater - Chakras: A Monograph
- Kundalini Yoga - Swami Sivananda
- Fríar bækur með Krishnamurti
- The Tibetan Book of Dead
- Karma Yoga - Swami Vivekananda
- Leiðarljós (Light on the Path) á ensku
- The Power of Now - Hljóðbók
- Hljóðbókin Breath sweeps mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
- On Having No Head
Greinar um andleg málefni
- Greinasafn Lífspekifélagsins/Guðspekifélagsins
- Greinar eftir Sigvalda Hjálmarsson
- Greinar og rannskóknir tengdar kundalini
- Krishnamurti - Greinar, viðtöl og tilvitnanir
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - I. Hluti
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - II. hluti
- Greinar úr zen-tímaritinu Primary Point
- Greinar eftir dr. Erlend Haraldsson
- Greinasafn Jóns L. Arnalds
- Yður er í dag frelsari fæddur? - Njörður P. Njarðvík
- Yoga og geðrækt
- Leiðin til hugljómunar - Sigvaldi Hjálmarsson
- Geinar úr tímaritinu Quest
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Íslenskir
- Kærleikssetrið
- Jógakennarafélag Íslands
- Lífspekifélagið/Guðspekifélagið
- AA
- CoDa
- Viska og gleði
- Kærleikssamtökin
- Björg Einarsdóttir
- Trú.is
- LAUSNIN - Baráttusamtök gegn meðvirkni
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Dulheimar - Andleg þróunarheimspeki
- Vetrarbrautin.com
- Listi yfir skráð trú- og lífskoðunarfélög á Íslandi
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Erlendir
- DharmaTalk með Thich Nhat Hanh
- Agni Yoga
- Meditation of the Himalayan Masters
- Vedanta Society
- Vedanta.com
- tantra-kundalini.com
- Ayurveda-próf - Hvaða líkamsgerð ertu?
- Prajnanamission
- Big Mind
- Vedanta Spiritual Library
- Great Integral Awakening
- Sounds True
- Wildmind - Buddhist Meditation
- Institute for Consciousness Research
- Biology of Kundalini
- Kundalini Research Network
- Hindu Tantrik Tradition
- Inner Self
- Spirit Voyage
- Dalai Lama kyrjar möntru úr Rig Veda
- Ýmislegt um Ramakrishna
- The Five Tibetan Rite
- Message from masters
- Bæklingur um sanskrítarframburð
- The Theosophical Society - International Headquarters
- Sri Vidya
- Vedanet
- Eastern tradition - Eastern Tradition Research Archive
- Lífspekifélög/Guðspekifélög um allan heim
Ýmsir andans menn
- Sigvaldi Hjálmarsson
- J. Krishnamurti
- Ken Wilber
- Gopi Krishna
- Swami Sivananda
- Osho
- Deepak Chopra
- Swami Vivekananda
- Sri Ramakrishna
- Yogi Hari
- Eckhart Tolle
- Yogi Shanti Desai
- Yogi Amrit Desai
- Shunryu Suzuki roshi
- Ramana Maharishi
- Sri Aurobindo
- Paramahansa Yogananda
- Paramahamsa Hariharananda
- Jakusho Kwong-roshi
- Jack Kornfield
- Swami Rama
- Grétar Fells
- D. T. Suzuki
- Dalai Lama
- Thich Nhat Hanh
- Eckhart Tolle
- Helena Blavatsky
- Paramahamsa Prajnanananda
- Rupert Spira
- Bodhidharma
- Om Swami
Lífspeki/Guðspeki
- Lífspekifélag Íslands
- Lífspekifélagið í USA
- Helena Blavatzky
- Facebook-síða Lífspekifélags Íslands
- Aðalstöðvar Lífspekifélagsins á Indlandi
Kriya Yoga
Hér er að finna tengla tengda Kriya Yoga
- Kriya Yoga Institute
- Paramahansa Hariharananda
- Paramahamsa Prajnanananda
- Bækur um Kriya Yoga eftir Hariharananda og Prajnananda
- Self-Realization Fellowship
- Ananda: The Teaching of Paramahansa Yogananda
- Cyberspace Ashram for Kriya Yoga
- Bókin Sjálfsævisaga jóga (Autobiography of a Yogi)
- Kriya Yoga - Swami Shankarananda Giri
- Kriya Yoga - Yogi Dhirananda
- Bók um Kriya Yoga á Netinu
- Kriya Yoga in the Lahiri Mahasaya family tradition
- Babaji´s Kriya Yoga
- Myndbönd um kriya yoga
- Prajnanamission
- Babaji Kriya Hatha Yoga - 18 Kriya Postures
- Umsókn - Kennslustundir hjá SRF
Hatha Yoga (Líkamsstöður - Teygjur)
- Yogavin
- Jóga hjá Kristbjörgu
- Jóga Stúdíó
- Jógakennarafélag Íslands
- Jóga Jörð
- Jen Reviews
- Sólir
- Yogashala
- Jógakennarar og jógastöðvar á Íslandi
Zen
- Zen á Íslandi
- Sonoma Mountain Zen Center
- Bókin Zen Mind, Beginners Mind eftir Shunryu Suzuki-roshi
- Bókin No Beginning. No End eftir Jakusho Kwong-roshi kennara Zen á Íslandi
- Hljóðbókin Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- The Teaching of Shunryu Suzuki-roshi
- San Francisco Zen Center
- Myndbönd með Suzuki-roshi
- Plum Village - Thich Nhat Hanh
- Zen of Recovery - Mel Ash
- Zen Road
- Zen sútrur
- Kwan Um School of Zen
- Daily Zen
- Big Mind
- Zen Peacemakers
- Suzuki-roshi 50
- Hljóðbókin Zen mind, beginner´s mind
- The Suzuki Roshi Audio Archive
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
Bloggvinir
-
thesecret
-
gudjonbergmann
-
gyda
-
heringi
-
gudmundurhelgi
-
braxi
-
fruheimsmeistari
-
vilborg-e
-
steina
-
ludvik
-
maggadora
-
baenamaer
-
perlaheim
-
vestfirdir
-
vglilja
-
palmig
-
einherji
-
andreaolafs
-
flinston
-
birnarebekka
-
tilfinningar
-
dizadj
-
gylforce
-
esa-emorea777
-
estersv
-
eydis
-
gudjonelias
-
heildraent-joga
-
heildraent-lif
-
guru
-
tru
-
fun
-
jensgud
-
josira
-
katrinsnaeholm
-
kari-hardarson
-
kiza
-
kjarvald
-
kristinnhalldor
-
kiddirokk
-
krilli
-
laufherm
-
mariaannakristjansdottir
-
manisvans
-
nanna
-
aronsky
-
huldumenn
-
ragjo
-
rose
-
straitjacket
-
vinur
-
nimbus
-
slembra
-
svanurg
-
toshiki
-
hanoi
-
thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 96431
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.