Sjálfsævisaga yoga - Árin sem ég dvaldi í einsetubústað meistara míns

 

Sri Yukteswar var fámáll en blátt áfram í hátterni. Þar var ekkert óákveðið eða draumórakennt í fari hans. Fætur hans stóðu öryggir á jörðunni, en höfuð hans var í höfn himnanna. Hagsýnt fólk vakti aðdáun hans. „Heilagt líf er ekki sama og málleysi. Heilög skynjun gerir menn ekki óhæfa“, var hann vanur að segja. „Starfandi tákn dyggðarinnar vekur hinn skarp­asta skilning“.  

 Í lífi meistarans uppgötvaði ég fullkomlega bilið milli andlegs raunsæis og hinnar myrku dultrúar, sem er ósönn. Meistarinn var ófús að ræða yfirskilvitlega hluti. Hið fullkomna látleysi var töfrandi einkenni hans. Í samræðum forðaðist hann ugg- vænlegar staðhæfingar, í athöfnum var hann frjáls og áhrifa- mikill. Aðrir töluðu um kraftaverk, en gátu ekki sannað neitt. Sri Yukteswar talaði sjaldan um ósýnileg lögmál, en framkvæmdi þau með leynd að vild.

„Raunsær maður framkvæmir engin kraftaverk fyrr en innra samþykki er fengið“, útskýrði meistarinn. „Guð vill ekki, að leyndardómur sköpunar hans sé opinberaður af handahófi.1 Á sama hátt hefur sérhver einstaklingur í heiminum óskertan rétt á sínum eigin vilja. Vitringur mundi ekki rjúfa það sjálfstæði“.  

Þögnin, sem var Sri Yukteswar svo eiginleg, stafaði af djúpri skynjun hans á hinu eilífa. Engum tíma var eytt í óendanlegar „opinberanir“, er eyða dögum þeirra kennara, er ekki hafa sjálfsþekkingu. „Hjá lítilsigldum mönnum valda smámunir miklu uppnámi. En hjá hinum andríkustu mönnum veldur stórkostlegasti innblástur varla gáru“. Þessi athugun úr helgiritum Hindúa er ekki laus við kímni.

   Vegna þess að meistari minn vakti enga eftirtekt á sér, voru aðeins fáir samtíðarmenn hans, sem þekktu hann sem yfirnáttúrlegan mann. Hinn alkunni málsháttur: „Sá er heimskingi, sem ekki getur leynt visku sinni“, átti ekki við um Sri Yukteswar. Þótt hann hefði fæðst sem allir dauðlegir menn, hafði meistarinn áunnið sér einingu með stjórnanda tíma og rúms. Allt hans líf var guðlegt samband. Hjá honum var ekkert til fyrirstöðu, er hindrað gæti samruna hins mannlega og hins guðdómlega. Mér varð ljóst, að slík takmörk eru ekki til nema í andleysi mannsins sjálfs.

 

Sjálfsævisaga yoga- Brot úr kaflanum ,,Árin sem ég dvaldi í einsetubústað meistara míns"

 

Sjálfsævisaga yoga mun koma út fyrir jól en það eru 40 ár síðan hún kom út síðast á íslensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 96733

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband