Er Guðseindin fundin?

 

Talið er að leit kjarneðlisfræðinga hjá CERN að Higgs-bóseindinni hafi borið árangur. Vísindamennirnir hafa notast við Stóra sterkeindahraðalinn á landamærum Frakklands og Sviss í leit sinni að eindinni.

Vísindamennirnir hafa boðað til blaðamannafundar þar sem niðurstöður tilraunanna verða kynntar. Ekki er vitað með vissu hvort að tilvist Higgs-bóseindarinnar verði staðfest á fundinum sem samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum CERN hafa tilraunirnar borið árangur.

Higgs-bóseindin er talin vera eitt dularfyllsta fyrirbæri náttúrunnar. Fyrstu hugmyndir um Higgs-bóseindin voru settar fram fyrir rúmum 40 árum. Í dag er hún þungamiðja í staðallíkani eðlisfræðinnar. Talið er að Higgs-bóseindin geti svarað spurningum vísindamanna um eðli alheimsins. Sumir eðlisfræðingar telja bóseindina bera ábyrgð á því að efni hafi massa.

Higgs-bóseindin hefur oft verið kölluð Guðseindin.

Tilgangur Stóra sterkeindahraðalsins hverfist þó ekki aðeins um leitina að Higgs-bóseindinni. Vísindamenn vonast til að þess að hraðallinn muni veita upplýsingar um upphaf alheimsins sem og eðli svarthola.

Stóri sterkeindahraðallinn er dýrasta og metnaðarfyllsta vísindaverkefni allra tíma. Hraðallinn er staðsettur á landamærum Frakklands og Sviss. Hann er á 175 metra dýpi og er ummál hans 27 kílómetrar.

Talið er að heildarkostnaður verkefnisins sé um 450 milljarðar íslenskra króna.

 

Sjá frétt: http://www.visir.is/er-gudseindin-fundin-/article/2011111209019


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 96743

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband