Kynnir innhverfa íhugun í skólastarfi

Íslenska íhugunarfélagið stendur í október fyrir komu dr. Ashley Deans hingað til lands, en hann er einn helsti talsmaður menntunaraðferðar sem nefnd hefur verið „vitundarmiðuð menntun“ (e. Consciousness Based Education). Deans mun halda fyrirlestra og vinnustofu og kynna innhverfa íhugun í skólastarfi fyrir Íslendingum. 

Deans hefur haldið fyrirlestra í meira en 80 löndum til þess að kynna skólann og niðurstöður rannsókna á vitundarmiðaðri menntun. Hann er eðlisfræðingur að mennt en hefur helgað sig skólamálum. Deans kemur hingað til lands á vegum Bandalags íslenskra skáta og Íslenska íhugunarfélagsins og verður með vinnustofu á friðarþingi Bandalags íslenskra skáta, laugardaginn 13. október.

 Þá verður Deans með kynningarfyrirlestur þriðjudaginn 16. október kl. 19.30 í Skúlatúni 2, sem er öllum opinn. Hann mun stýra eins dags vinnusmiðju á alþjóðlegu friðarþingi Bandalags íslenskra skáta sem haldið verður í Hörpu dagana 12.–14. október næstkomandi. Vinnusmiðjan ber heitið „Innhverf íhugun í skólastarfi“.  Jafnframt mun hann hitta stjórnmálamenn og forsvarsmenn skóla.

Markmið Deans er m.a. að sýna kosti þessarar menntunaraðferðar, sem hann segir auka heilbrigði hjá ungu fólki og draga úr streitu. Þannig sé unnt að vega að rótum félagslegra vandamála, glæpa, hryðjuverka og stríðsátaka og stuðla að friði. 

Deans var um 15 ára skeið skólastjóri grunn- og framhaldsskóla í Fairfield í Iowa-fylki í Bandaríkjunum sem kenndir eru við Maharishi, upphafsmann vitundarmiðaðrar menntunar og innhverfrar íhugunar. Deans er um þessar mundir formaður stjórnar skólans og gegnir jafnframt prófessorsstöðu í eðlisfræði og menntavísindum við Maharishi-stjórnunarháskólann í Fairfield í Iowa (Maharishi University of Management).

Sjá: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/07/kynnir_innhverfa_ihugun_i_skolastarfi/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef þessi fræði eru til góða til að auka menntunarstig sem ég tel ekki að þurfi að rengja þá er þetta gott mál.Það á að nota alla þekkingu hvaðan sem hún kemur.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.8.2013 kl. 07:52

2 Smámynd:                                           OM

Sammála.

Kv. Leifur

OM , 18.8.2013 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96288

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband