Dagskrá Lífspekifélagsins hefst í byrjun október

Ingolfsstræti 22

Hús Lífspekifélagsins við Ingólfsstræti

 

Lífspekifélagið - The Theosophical Society

er alþjóðlegt félag, stofnað 1875 í New York. Höfuðstöðvar þess eru í Adyar í Chennai (Madrasfylki) á Indlandi og það starfar í deildum um heim allan. Fyrsta grein Guðspekifélagsins á Íslandi var stofnuð í Reykjavík 17. nóvember 1912. Íslandsdeild Guðspekifélagsins var stofnuð 1921

 

 

Stefnuskrá félagsins er eftirfarandi:

1   Að stuðla að bræðra- og systralagi alls mannkyns, án tillits til kynþátta, trúarskoðana, kynferðis, stétta eða hörundslitar.2.  Að hvetja fólk til að kynna sér og bera saman vísindi, trúarbrögð og heimspeki.3.  Að rannsaka óskilin náttúrulögmál og mátt mannsandans.

Einkunnarorð félagsins eru:
Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri.

 

Lífspekifelagið, The Theosophical Society, er alþjóðlegur félagsskapur sem helgar sig alheims bræðralagi mannkyns og hvetur til rannsókna og samanburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda í þá veru að maðurinn megi betur skilja sjálfan sig og stöðu sína í alheiminum. Lífspekifélagið stendur fyrir algeru hugsana og trúfrelsi einstaklingsins.

Lífspekifélagið boðar engar kenningar en hvetur til hugsana- og skoðanafrelsis. Því eru þær hugmyndir sem hér koma fram ekki á ábyrgð félagsins eða bindandi fyrir félagsmenn, en settar fram til að hvetja til umræðu og stúdíu um sjálfsrækt og andlega iðkun.

Starfsemi félagsins fer fram á fundum, með fyrirlestrum, umræðum, í námshópum og námskeiðum og er öllum opin


Í Lífspekifélaginu geta menn kynnst á tiltölulega stuttum tíma, straumum og stefnum í andlegum málum, þeir frétta um athyglisverðar bækur og tímarit og kynnast öðru fólki sem hefur svipuð áhugamál, þeir læra af reynslu annarra og miðla um leið sínum eigin skilningi. Lífspekifélagið er ekki varnargarður utan um einhverjar kenningar eða átrúnað; það boðar enga kenningu og getur þar af leiðandi ekki sóst eftir áhangendum. Það er því ekki trúfélag né “dulspekifélag" eins og margir virðast halda. Félagið er samtök venjulegs fólks sem hefur það óvenjulega áhugamál að vilja kanna leyndardóma mannsins og vitundar hans, fólks sem vill nema eftir sinni eigin getu og í samræmi við eigin persónulega hæfileika. Forsenda slíkrar leitar eða náms er innra frelsi, frelsi til að leita, sem er að vera óbundinn af trúarsannfæringu og frelsi til að tjá skilning sinn.

Lífspekifélagið er vettvangur einstaklinga sem vilja sameinast um spurningar en ekki um svör, 
sem vilja leita eftir skilningi en ekki sannfæringu.

 

HUGSANAFRELSI

 Lífspekifélagið hefur nú breitt úr sér um allan hinn siðaða heim, og fylgismenn allra trúarbragða hafa gengið í það, án þess að hverfa frá hinum sérstöku trúarsetningum sínum. Sökum þess er talið æskilegt að brýndur sé fyrir mönnum sá sannleikur, að engin kennisetning, engin skoðun, hver sem heldur henni fram, er með nokkrum hætti bindandi fyrir nokkurn félagsmann. Þeir geta aðhyllst hana eða hafnað henni alveg eftir vild. Samúð með stefnuskrá félagsins eða tilgangi er eina skilyrðið fyrir inngöngu í það. Enginn fræðari eða rithöfundur hefur nokkurn rétt til að binda félagsmenn við skoðanir er hann heldur fram. Allir hafa jafnan rétt til að fylgja hvaða fræðara eða kenningum sem þeim sýnist, en þeir hafa engan rétt til að heimta að aðrir fylgi hinu sama og þeir. Kjörgengi og kosningaréttur manna í félaginu verður hvorugt ógilt sökum einhverra skoðana er þeir hafa eða stefnu er þeir fylgja. Skoðanir eða trúaratriði gera hvorki að ræna menn réttindum né láta þeim aukin réttindi í té. Aðalstjórn Lífspekifélagsins brýnir alvarlega fyrir félagsmönnum að halda fast við þessi grundvallaratriði félagsins, verja þau og breyta samkvæmt þeim - brýnir fyrir þeim að nota óhræddir réttinn og frelsið til að hugsa og láta hugsanir í ljós innan þeirra takmarka er kurteisi og tillit til annarra heimta.

FRELSI FÉLAGSINS

Enda þótt Lífspekifélagið sé reiðubúið til samstarfs við öll önnur samtök, sem hafa slík markmið og starfsemi að samrýmst geti grundvallar-hugsjónum þess, er það og hlýtur alltaf að vera algerlega óháð þeim, lýtur engum öðrum markmiðum en sínum eigin og kappkostar að efla alla starfsemi sína á sem breiðustum grundvelli og eftir sem flestum leiðum, svo því auðnist á þann hátt að nálgast eigið mark og mið, svo sem fram kemur í stefnuskráratriðum þess og þeirri guðlegu visku sem beinlínis er á drepið í nafninu Lífspekifélagið. Þar eð allsherjar bræðralag og viska eru óskilgreind og á allan hátt ótakmörkuð, og þar eð algert frelsi fyrir hvern og einn félagsmann ríkir í hugsun og starfi, leitast félagið við að viðhalda hinum ákveðnu sérkennum sínum með því að forðast algerlega tengsl við önnur félög og láta ekki samkenna

 

HIN LífSPEKILEGA HEIMSMYND

Um leið og Lífspekifélagið áskilur hverjum félaga fullt frelsi til að túlka á eigin veg þær kenningar, sem þekktar eru undir nafninu guðspeki, er það helgað varðveislu og kynningu þeirrar fornu visku, sem inniheldur bæði heimsmynd og framsýn mannlegrar ummyndunar.

Þessi hefð hvílir á vissum grundvallar staðhæfingum:

1.Alheimurinn og allt sem á sér tilvist innan hans, er ein samtengd og innbyrðis háð heild. 

2.Sérhver tilvistar-eining - frá öreind til vetrarbrautar - á sér rætur í einum og sama alheimslega, lífgefandi veruleika. Þessi veruleiki er allstaðar til staðar, en ekki er hægt að líta á hann sem samsafn allra hluta, því hann er handan allrar tjáningar. Hann birtist í tilgangsríkum, regluþrungnum og meiningarfullum ferlum náttúrunnar, sem og í dýpstu fylgsnum hugsunar og anda. 

3.Skilningur á einstöku gildi sérhverrar lífeindar birtist í lotningu fyrir lífinu, samúð með öllu, skilningi á nauðsyn allra einstaklinga til að finna sannleikann að sjálfsdáðum, og virðingu fyrir öllum trúarhefðum. Hvernig þessar hugsjónir birtast í lífi einstaklingsins eru í senn forréttindi eigin vals og ábyrg athöfn sérhvers mannlegs einstaklings. 

Guðspekin gerir sér sérstakt far um að ýta undir skilning og bróðurþel meðal fólks af öllum kynþáttum, þjóðerni, hugsunarhætti og trú. Því er öllum óháð, kynstofni, trúarskoðunum, kynferði, stétt eða hörundslit, boðið að taka á jafnréttisgrunni þátt í starfi félagsins. Guðspekifélagið setur engar kennisetningar fram, en vísar til uppsprettu einingar að baki allrar fjölbreytni. Ástundun sannleika, kærleika til alls sem lifir og viðleitni til að lifa lífinu í virkri samúð, eru auðkenni hins sanna guðspekisinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 96274

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband