Kærleikur II

Leyfðu kærleikanum að stjórna. Það er ekkert að óttast nema óttann. Óttinn er óvinur mannsins, sá síðasti sem þarf að sigrast á. Óttastu ekki. Láttu allt í hendur viskunnar og kærleikans sem birtist í hinu guðdómlega lögmáli. Gerðu þitt besta. Vertu sannur og einlægur og kærleiksríkur í mannlegum samskiptum. Leyfðu kærleikanum að stjórna hjarta þínu og lífi.

 

White Eagle - Hinn Kyrri Hugur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sæll minn kæri vinur.

Nú verð ég að vera ósammála þessum boðskap´, amk að einhverju leiti,  Ég nefnilega held að óttinn geti verið þinn besti vinur.  Hann kemur í veg fyrir margt axarskaptið, heldur þér vakandi og fær þig til þess að hugsa.  Ekkert er meiri áskorun og veitir jafn mikla gleði eins og að sigra og yfirvinna óttann.  Hann er okkur nauðsynlegur eins og nóttin deginum - nyti hans ekki við þá vissum við ekki hvað ró og öryggi væri.  Eigðu nógu slæman dag og þú munt þurfa lítið eitt til þess að gera hann að endingu góðan.  Mér nægir oft að loknum einum slæmum að fá faðmlag frá einhverjum sona minna eða konu.  Þá er eins og alur ótti sé á bak og burt.  Hins vegar getur óttinn verið mjög öflufur óvinur, sér í lagi í háskömmtum.  Þá duga engar gamlar kerlingabækur.  Ekki taka þetta stind upp - ég er fæddur ósammála eins og þú veist.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 6.5.2007 kl. 04:14

2 Smámynd:                                           OM

Blessaður og sæll! Ég held að þú bæði misskiljir þessi skilaboð og skiljir þau, minn kæri og jafnvel er þversögn að finna þarna hjá þér . Það má heldur ekki rugla saman eðlilegum ótta sem sprettur af eðlishvötum, t.d. þegar einhver er að fara að ráðast á þig og adrenalínið fer á fullt og þú verð þig. Það er eðlilegt. En það er óeðlilegt ef þú þorir ekki að fara út í búð, tala við gjaldkerann í bankanum, tala við yfirmanninn þinn o.þ.h., þá ert þú búinn að brengla þessa eðlishvöt þín og yfirfæra hana yfir á allt þitt líf. Megnið af óttanum er sprottinn úr huganum og um 90% af því sem við erum að hugsa yfir daginn er kjaftæði og rugl og þ.a.m. óttinn. Hugsaður þér að vera laus við þessi 90% eða minnka þau í 45% eða leyfa þeim að koma og láta þau ekki hafa áhrif á sig (hugleiðslan hjálpar mjög mikið þarna og þar er mörg þúsund ára reynsla að baki). Einnig er gott, eins þú segir að fá smá skvettu af adrenalíni í blóðið til að halda mann á tánum, en aftur, hvert er viðhorf þitt. Mjög fáir eru óttalausir og það er talað um að ef þú ert orðinn óttalaus þá ertu væntanlega heiladauður um leið. Óttinn getur verið vinur þinn ef þú tekur honum þannig en fyrir mjög marga hefur hann lamandi áhrif og fólk þorir ekki að hreyfa sig. Hér kemur stutt dæmisaga um óttann sem er einhvern veginn svona: Þegar Bruce Springsteen er að fara stiga á svið þá segist hann finna fyrri svita í lófunum, hraðari hjartslætti, smá skjálfta o.þ.h og hann segir þegar ég finn þetta, þá veit ég að ég er tilbúinn. Carly Simon, sem er annar söngvari, segist einnig finna fyrir hröðum hjartslætti, svita og skjálfta en þá þorir hún ekki upp á svið. Þarna er sama tilfinningin er mismunandi viðhorf. Óttinn er vinur og óvinur og þitt er valið. Þarf að leyfa þér að glugga í Tolle, hann er magnaður en eins og þú segir þá eru gamlar kerlingabækur alveg gagnslausar ef þú gerir ekki það sem í þeim er stendur. Ef þú bara lest Stóru bókina og gerir ekki það sem í henni stendur þá verður þú bara áfram í sömu hjólförunum. Vertu hræddur en gerðu það samt. Það á að horfast í augu við óttann og framkvæma þó maður finni fyrir ótta, þannig held ég að maður geti smátt og smátt farið að stjórna óttanum í lífi sínu í stað þess að láta hann stjórna þér. Við þurfum greinilega að fara að setjast niður og spjalla um ýmislegt, t.d. óttann, Ariel (er hann dauður?) og Tópas.

Með óttalausri kærleikskveðju, LL

OM , 6.5.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 96773

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband