7.6.2016 | 13:20
Kjarni málsins - Grein eftir Kristinn Ágúst Friðfinnsson sem er nýr forseti Lífspekifélagsins
Kjarni málsins
Nær öruggt má telja að flestir Íslendingar styðji viðleitni til að skapa einingu og samhug landsmanna án tillits til kynstofna, trúarskoðana, kynferðis, stétta eða hörundslitar. Þá er einnig líklegt að þorri landsmanna telji æskilegt að stundaður sé samanburður trúarbragða, heimspeki og vísinda og að rannsökuð séu óútskýrð náttúrulögmál og öfl þau sem leynast með mannfólkinu. Og ef við bættist sú vissa, að þessi atriði væru hornsteinar alþjóðlegs friðar og bræðralags er sennilegt að margir hrifust með. Ófáir verða undrandi þegar þeir heyra að til sé alþjóðleg hreyfing með útibú hér á landi sem einmitt hafi sinnt þessum málum með markvissum og skipulögðum hætti um árabil og heiti Lífspekifélagið. Úti í samfélagi okkar eru margir sem áhuga hafa á sömu stefnumiðum og félagið, en vita ekki um tilvist þess. Þeir sigla einir um hin lífspekilegu mið. Til þeirra vill félagið ná og veita þeim skjól, hjástoð og andlega næringu. Ef kjarni hinnar þreföldu stefnuskrár er dreginn saman snýst hann í fyrsta lagi um bræðralag, í öðru lagi um vitsmunalega skoðun og samanburð og í þriðja lagi um könnun óútskýrðra innri og ytri lögmála. Í enn færri orðum fjallar stefnuskráin um félagslega hvatningu, vitsmunalega hvatningu og loks hulin lögmál. Samruni þekkingar og andlegrar vinnu leiðir til innsæis og má lýsa með einu orði, visku. Margar mikilvægar uppgötvanir og sköpunarverk í heimi vísinda og lista virðast eiga rót sína að rekja til margslungins samspils þessara þátta.
Lífspekifélagið er vettvangur
Lífspekifélagið stundar ekki innrætingu, en veitir vettvang. Það boðar ekki trú, en hvetur til hlustunar og að hver og einn standi með sjálfum sér og sannfæringu sinni. Það hefur ekkert kenningakerfi, en hvetur til virðingar fyrir lífsviðhorfum annarra. Það hefur ekki á boðstólum tilbúin svör, en hvetur til leitar. Það vill ekki fordæma skoðanir, en hvetur til skilnings á rökum að baki þeim. Það vill ekki leiða til nöturlegs hásætis ískalda skynsemi einnar, en hvetur til jafnvægis á milli vits og tilfinninga. Það flytur ekki draugasögur, en ann sannleikanum. Það gerir ekki kröfu um að vera með hinn eina sanna lampa, en varar við öllu mýrarljósi. Það krefur engan um hlýðni við flóknar yfirlýsingar, en biður um virðingu fyrir hugsjónum um samhljóm byggðum á gagnkvæmum skilningi eftir samanburð lífsviðhorfa og rannsókn á innviðum mannsins og eðli náttúrunnar. Það gengur ekki erinda einnar skoðunar umfram aðra, en hvetur til óttalausrar og frjálsrar hugsunar og tjáningar í orðvendni, varúð, hófsemi og miskunnsemi.
Verum ekki fyrir sjálfum okkur
Lífspekisinnar komast oftar en ekki að því að manneskjan sjálf er oftast fyrir sjálfri sér. Þessa hluti er ekki alltaf gott að útskýra með einföldum hætti og því er stundum gripið til þess ráðs að skýra þá með líkingum eða myndmáli. Markmið allrar andlegrar iðkunar er að komast handan við sjálfhverfar hugsanir og hætta að stunda ráðgjöf við hinn æðri veruleika. Hugleiðsla, bæn og öll sönn helgun hefur að markmiði að komast handan við sjálfið, sleppa takinu og hvíla í ólýsanlegum friði, kærleika, ljósi og hamingju og þegar best lætur finna friðsæla og viðvarandi samvitund. Viðvarandi og regluleg iðkun leiðir líka til bættrar líkamlegrar, sálrænnar, félagslegrar og andlegrar heilsu. Börnin geta kennt okkur hvernig ná má fram þessu himnaríkisástandi. Þau hvíla tómhent, örugg og áhyggjulaus í faðmi mæðra sinna, státa sig ekki af neinu, eru bara til. Síðar meir þurfum við flest að læra að treysta á ný, leyfa lífinu sjálfu að njóta vafans. Þá verðum við heil.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
OM - ॐ
Færsluflokkar
Tenglar
Hugleiðslunámskeið á Íslandi
- Námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni
- Sahaja yoga-hugleiðsla
- Hugleiðslunámskeið hjá Brahma Kumaris
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Andartak.is - Kundalini jóga og hugleiðsla
- Zen-hugleiðslunámskeið
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Innhverf íhugun
Frí hugleiðslunámskeið á Netinu
- Free Meditations
- Námskeið í búddískri hugleiðslu
- Námskeið í Kundalini yoga
- Free online meditation course
- Free Sahaja meditation course online
Hugleiðsla
Hér er að finna tengla þar sem þú getur lært og kynnt þér hugleiðslu.
- Listin að hugleiða
- Zen á Íslandi - Zen-hugleiðsla
- Kristbjörg
- Kundalini-hugleiðsla
- Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
- SGI-búddismi á Íslandi
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Skandinavíski yoga- og hugleiðsluskólinn
- Leiðbeiningar fyrir Zen-hugleiðslu
- Sahaja Yoga
- Brahma Kumaris - Raja Yoga hugleiðsla
- Jack Kornfield - Insight Meditation (vipassana)
- Centerpointe
- Ljósmiðlun
- Traditional Yoga and Meditation of the Himalayan Masters
- Innhverf íhugun
- Vipassana meditation course
Helg forn rit
- Veda-ritin
- Bhagavad Gita
- Bhagavad Gita
- Upanishads
- Upanishads
- Shiva sutra
- Brahma Sutra
- Yogasútrur Patanjalis
- Rig Veda
- Sama Veda
- Hatha Yoga Pradipika
- Shiva Samhita
- Gheranda Samhita
- Sacred Texts (Helg indversk rit)
- Biblían
- Dhammapada
- Kóraninn
Tímarit um andleg málefni
- Tímaritið Knowledge of reality
- Bindu - Tímarit Skandinavíska yoga- og hugleiðsluskólans
- Tímaritið Gangleri
- Primary Point - Zen
- Efnisskrá Ganglera frá 1926
- The Sufism Journal online
- The Theosophist
Bækur á íslensku um andleg málefni
- Starfsrækt (Karma yoga) - Swami Vivekananda
- Allar bækur Gunnars Dal
- Bækur eftir Alice Baily
- Martínus - Bækur á íslensku
- Launviska Vedabóka
Bækur um andleg málefni
- The Unknown Life of Jesus Christ
- Bók um Kriya Yoga
- Sjálfsævisaga Jóga
- Whispers from Eternity - Paramahansa Yogananda
- The Path - Swami Kriyananda
- God is for Everyone - Inspired by Yogananda
- My time with the master - Paramahansa Prajnanananda
- The Universe Within - Paramahansa Prajnanananda
- The art and science of Raja Yoga - Swami Kriyananda
- Complete work of Swami Vivekananda
- Gopi Krishna - Bækur, greinar og viðtöl
- Bókin Zen and the brain
- Zen Mind, Beginner´s Mind - Shunryu Suzuki-roshi
- Manual of Zen Buddhisim - D. T. Suzuki
- Stripping the Gurus
- Rödd þagnarinnar á ensku
- Eckhart Tolle - Stillness Speaks - Hljóðbók
- Bækur eftir Ramana Maharshi
- Saundarya Lahiri
- The Meditative Mind - Krishnamurti
- Krishnamurti´s Notebook
- Meditations - Krishnamurti
- The Serpent Power
- C. W. Leadbeater - Chakras: A Monograph
- Kundalini Yoga - Swami Sivananda
- Fríar bækur með Krishnamurti
- The Tibetan Book of Dead
- Karma Yoga - Swami Vivekananda
- Leiðarljós (Light on the Path) á ensku
- The Power of Now - Hljóðbók
- Hljóðbókin Breath sweeps mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
- On Having No Head
Greinar um andleg málefni
- Greinasafn Lífspekifélagsins/Guðspekifélagsins
- Greinar eftir Sigvalda Hjálmarsson
- Greinar og rannskóknir tengdar kundalini
- Krishnamurti - Greinar, viðtöl og tilvitnanir
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - I. Hluti
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - II. hluti
- Greinar úr zen-tímaritinu Primary Point
- Greinar eftir dr. Erlend Haraldsson
- Greinasafn Jóns L. Arnalds
- Yður er í dag frelsari fæddur? - Njörður P. Njarðvík
- Yoga og geðrækt
- Leiðin til hugljómunar - Sigvaldi Hjálmarsson
- Geinar úr tímaritinu Quest
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Íslenskir
- Kærleikssetrið
- Jógakennarafélag Íslands
- Lífspekifélagið/Guðspekifélagið
- AA
- CoDa
- Viska og gleði
- Kærleikssamtökin
- Björg Einarsdóttir
- Trú.is
- LAUSNIN - Baráttusamtök gegn meðvirkni
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Dulheimar - Andleg þróunarheimspeki
- Vetrarbrautin.com
- Listi yfir skráð trú- og lífskoðunarfélög á Íslandi
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Erlendir
- DharmaTalk með Thich Nhat Hanh
- Agni Yoga
- Meditation of the Himalayan Masters
- Vedanta Society
- Vedanta.com
- tantra-kundalini.com
- Ayurveda-próf - Hvaða líkamsgerð ertu?
- Prajnanamission
- Big Mind
- Vedanta Spiritual Library
- Great Integral Awakening
- Sounds True
- Wildmind - Buddhist Meditation
- Institute for Consciousness Research
- Biology of Kundalini
- Kundalini Research Network
- Hindu Tantrik Tradition
- Inner Self
- Spirit Voyage
- Dalai Lama kyrjar möntru úr Rig Veda
- Ýmislegt um Ramakrishna
- The Five Tibetan Rite
- Message from masters
- Bæklingur um sanskrítarframburð
- The Theosophical Society - International Headquarters
- Sri Vidya
- Vedanet
- Eastern tradition - Eastern Tradition Research Archive
- Lífspekifélög/Guðspekifélög um allan heim
Ýmsir andans menn
- Sigvaldi Hjálmarsson
- J. Krishnamurti
- Ken Wilber
- Gopi Krishna
- Swami Sivananda
- Osho
- Deepak Chopra
- Swami Vivekananda
- Sri Ramakrishna
- Yogi Hari
- Eckhart Tolle
- Yogi Shanti Desai
- Yogi Amrit Desai
- Shunryu Suzuki roshi
- Ramana Maharishi
- Sri Aurobindo
- Paramahansa Yogananda
- Paramahamsa Hariharananda
- Jakusho Kwong-roshi
- Jack Kornfield
- Swami Rama
- Grétar Fells
- D. T. Suzuki
- Dalai Lama
- Thich Nhat Hanh
- Eckhart Tolle
- Helena Blavatsky
- Paramahamsa Prajnanananda
- Rupert Spira
- Bodhidharma
- Om Swami
Lífspeki/Guðspeki
- Lífspekifélag Íslands
- Lífspekifélagið í USA
- Helena Blavatzky
- Facebook-síða Lífspekifélags Íslands
- Aðalstöðvar Lífspekifélagsins á Indlandi
Kriya Yoga
Hér er að finna tengla tengda Kriya Yoga
- Kriya Yoga Institute
- Paramahansa Hariharananda
- Paramahamsa Prajnanananda
- Bækur um Kriya Yoga eftir Hariharananda og Prajnananda
- Self-Realization Fellowship
- Ananda: The Teaching of Paramahansa Yogananda
- Cyberspace Ashram for Kriya Yoga
- Bókin Sjálfsævisaga jóga (Autobiography of a Yogi)
- Kriya Yoga - Swami Shankarananda Giri
- Kriya Yoga - Yogi Dhirananda
- Bók um Kriya Yoga á Netinu
- Kriya Yoga in the Lahiri Mahasaya family tradition
- Babaji´s Kriya Yoga
- Myndbönd um kriya yoga
- Prajnanamission
- Babaji Kriya Hatha Yoga - 18 Kriya Postures
- Umsókn - Kennslustundir hjá SRF
Hatha Yoga (Líkamsstöður - Teygjur)
- Yogavin
- Jóga hjá Kristbjörgu
- Jóga Stúdíó
- Jógakennarafélag Íslands
- Jóga Jörð
- Jen Reviews
- Sólir
- Yogashala
- Jógakennarar og jógastöðvar á Íslandi
Zen
- Zen á Íslandi
- Sonoma Mountain Zen Center
- Bókin Zen Mind, Beginners Mind eftir Shunryu Suzuki-roshi
- Bókin No Beginning. No End eftir Jakusho Kwong-roshi kennara Zen á Íslandi
- Hljóðbókin Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- The Teaching of Shunryu Suzuki-roshi
- San Francisco Zen Center
- Myndbönd með Suzuki-roshi
- Plum Village - Thich Nhat Hanh
- Zen of Recovery - Mel Ash
- Zen Road
- Zen sútrur
- Kwan Um School of Zen
- Daily Zen
- Big Mind
- Zen Peacemakers
- Suzuki-roshi 50
- Hljóðbókin Zen mind, beginner´s mind
- The Suzuki Roshi Audio Archive
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
Bloggvinir
-
thesecret
-
gudjonbergmann
-
gyda
-
heringi
-
gudmundurhelgi
-
braxi
-
fruheimsmeistari
-
vilborg-e
-
steina
-
ludvik
-
maggadora
-
baenamaer
-
perlaheim
-
vestfirdir
-
vglilja
-
palmig
-
einherji
-
andreaolafs
-
flinston
-
birnarebekka
-
tilfinningar
-
dizadj
-
gylforce
-
esa-emorea777
-
estersv
-
eydis
-
gudjonelias
-
heildraent-joga
-
heildraent-lif
-
guru
-
tru
-
fun
-
jensgud
-
josira
-
katrinsnaeholm
-
kari-hardarson
-
kiza
-
kjarvald
-
kristinnhalldor
-
kiddirokk
-
krilli
-
laufherm
-
mariaannakristjansdottir
-
manisvans
-
nanna
-
aronsky
-
huldumenn
-
ragjo
-
rose
-
straitjacket
-
vinur
-
nimbus
-
slembra
-
svanurg
-
toshiki
-
hanoi
-
thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er í rauninni það sem að Þjóðkirkjuna vantar ef að hún á að geta haldið velli inn í framtíðina:
=Það er LEITIN AÐ LAUSNINNI Á LÍFSGÁTUNNI MEÐ ÞVÍ AÐ SKILJA EINHVERJAR SPURNIGNAR EFTIR Í LOFTINU Í SÍNUM MESSU-AUGLÝSINGUM!
(Í stað þess að auglýsa alltaf bara messa og svo eru sömu sérmoníu-orðin endurtekin aftur og aftur).
Jón Þórhallsson, 7.6.2016 kl. 13:55
Þú verður bara að mæta niður í Lífspekifélag og ræða við séra Kristinn Ágúst :)
Kv. Leifur
OM , 8.6.2016 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.