15.1.2019 | 15:14
Lífspekifélagið sem lífsskoðunarfélag?
Lífspekifélagið stendur nú frammi fyrir vanda. Vaxandi kostnaður vegna hússins að Ingólfsstræti 22 undanfarin ár og hætta á jafnvel enn frekari hækkun. Félagsgjöld og kaffisjóður standa vart undir þessu lengur. Í síðustu viku samþykkti stjórnin að leita álits hjá meðlimum og þeim sem hafa áhuga á félaginu um eina leið til að styrkja félagið:
skrá félagið sem lífsskoðunarfélag
.... hvað skyldi það hafa í för með sér ?
Er ráðlegt fyrir Lífspekifélagið að leita eftir skráningu sem lífsskoðunarfélag?
Á sumarskóla félagsins í júlí 2018 skipaði forseti Lífspekifélagsins sr. Kristinn Ágúst Friðfinnson nefnd til kanna hvort ávinningur gæti orðið að því að skrá félagið sem lífsskoðunarfélag. Í nefndina voru skipaðir Halldór Haraldsson, fyrrverandi forseti félagsins, Haraldur Erlendsson, varamaður í stjórn (formaður nefndarinnar), Leifur Heiðar Leifsson stjórnarmaður og Magni Sigurhansson, gjaldkeri. Hafði málið verið rætt áður á stjórnarfundi í maí og samþykkt þar að taka málið frekari til skoðunar. Málið hafði líka verið rætt á opnum fundi þann 1. apríl 2017 þar sem Halldór Haraldsson og Haraldur Erlendsson höfðu forsögu um efnið og komu með rök með og á móti.
1. Bakgrunnur
1. Fækkun félagsmanna undanfarna áratugi og aukin fjárhagsleg byrði félagsins vegna fasteignagjalda er vaxandi vandi. Svipaður vandi hefur verið hjá félaginu erlendis. Í Bandaríkjunum er félagið skráð sem trúfélag og er fyrir vikið skattlaust (þ.e. greiðir ekki fasteigna- og tekjuskatt). Í Bretlandi er félagið skráð sem góðgerðarfélag og borgar lága skatta af fasteignum. Á Indlandi er félagið skráð sem fræðslu- og friðarfélag og er skattlaust. Lagaramminn varðandi skattfríðindi félagssamtaka og trúfélaga er ólíkur í þessum löndum.
2. Markmið Lífspekifélagsins (sem áður var nefnt Guðspekifélagið; e. The Theosophical Society) er að kynna stefnuskrá sína sem hljóðar svo:
o (1) Að móta kjarna úr allsherjarbræðralagi alls mannkynsins, án tillits til kynstofna, trúarskoðana, kynferðis, stétta eða hörundslitar. (Mynda náin tengsl við aðra innan félagsins sem einungis næst þegar menn vinna saman í helgihaldi eða djúpri hugleiðingu.)
o (2) Að hvetja fólk til að leggja stund á samanburð trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. (Þróa hugmyndaramma í þroskaleit á grundvelli akademískrar umræðu.)
o (3) Að rannsaka óskilin náttúrulögmál og öfl þau er leynast með mönnum. (Skoða gagnsemi mismunandi hefða og iðkana þeirra fyrir mismunandi einstaklinga.)
3. Markmið félagsins breytist í engu við að skrá félagið sem lífsskoðunarfélag.
4. Félagið hefur alla tíð verið tvenns konar. Á ytra sviði hefur það verið umræðuvettvangur um andleg mál, lífsskoðunarmál og mismunandi hefðir. Þessi starfsemi mun í engu breytast við skráningu. Á innra sviði fer hver félagi sína leið og er það grundvallarhugsjón félagsins að styrkja hvern meðlim í leit sinni og þróun hugmynda og iðkunarramma fyrir vaxtarferli sitt. Þetta mun í engu breytast við skráningu.
5. Innri skóli félagsins hefur frá uphafi heiðrað meistara Hvíta bræðralagsins sem vaka yfir vaxtarferli mannkynsins ásamt fleiri slíkum andlegum innri bræðralögum hinna vitru og ódauðlegu. Innri skólinn fer með helgisiði tengda sögninni um Christian Rosenkreutz og Pýþagóras. Hér á landi hefur þessi starfsemi legið niðri í einhver ár en myndi annars í engu breytast við skráningu.
6. Félagið var stofnað í New York 1874. Fyrsta stúkan á Íslandi (Reykjavíkurstúkan) var stofnuð 1912 og Íslandsdeildin 1921. Félagið hefur starfað í Reykjavík og á Akureyri frá þeim tíma. Meðlimir eru núna um 250 og um 195 eru virkir.
7. Hagnaður hefur verið á sölu Ganglera, tímariti félagsins, síðustu misserin og eru nú 379 áskrifendur að tímaritinu. Síðasta útgáfa ritsins var prentuð í 600 eintökum en hafði áður verið 500. Fram að þessu hafði tímaritið um tíma verið rekið með tapi.
8. Við innheimtum félagsgjöld fyrir kr. 811.000 árið 2017 (um 124 meðlimir sem greiddu) og framlög í kaffisjóð voru kr. 651.073 og kostnaður við kaffisjóð kr. 21.217. Félagsmenn leggja til og gefa félaginu hráefni og vinnu. Þetta framlag er ómetanlegt fyrir félagið.
9. Eftir að vinstri stjórn tók sæti í borgarstjórn hefur félagið ekki fengið hluta af fasteigagjöldum felldan niður með styrk eins og stundum áður. Fyrir vikið varð tap á félaginu. Fasteignagjöld í dag eru kr. 624.834. Núverandi fasteignamat á húsinu að Ingólfsstræti er mjög lágt. Reykjavíkurborg gæti hækkað það verulega án fyrirvara og þá væri engin möguleiki fyrir okkur að halda húsnæðinu. Minnkandi fundarsókn félagsins er að hluta til vegna minnkandi aðgengis að bílastæðum (mögulega minnkuð notkun á almenningssamgöngum), en einnig vegna verulega aukins framboðs á andlegum málum. Mögulega er ástæðan líka minni áhersla innan félagsins á djúp mannleg tengsl og ástundun iðkana vegna áherslunnar á fræðilega nálgun. Þessi mál þurfa að haldast í hendur svo að vel sé (iðkun, fræðileg skoðun og djúp mannleg tengsl).
2. Leiðir til að bæta greiðslubyrði
1. Um fasteignaskatt - Úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga 1995 nr. 4, 30. Janúar, 5. gr. Undanþegnar fasteignaskatti eru eftirtaldar fasteignir ásamt lóðarréttindum: kirkjur og bænahús íslensku þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga og samkomuhús skráðra lífsskoðunarfélaga sem hlotið hafa skráningu þess ráðuneytis er fer með málefni þjóðkirkjunnar‟
2. Helsti ávinningur við að gera Lífspekifélagið að lífskoðunarfélagi er, að félagið yrði undanskilið fatseignaskatti. Auk þess væru möguleikar á ýmsum öðrum tekjum og þá helst sóknargjöldum félaga.
3. Skilyrði fyrir skráningu sem lífsskoðunarfélag
1. Samkvæmt lögunum: Skilyrði fyrir skráningu trúfélags er að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú. Skilyrði fyrir skráningu lífsskoðunarfélags er að um sé að ræða félag sem byggist á veraldlegum lífsskoðunum, miðar starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og fjallar um siðfræði eða þekkingarfræði með skilgreindum hætti. Enn fremur er það skilyrði skráningar trúfélags eða lífsskoðunarfélags að félagið hafi náð fótfestu, starfsemi þess sé virk og stöðug, tilgangur þess stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjarreglu og að í félaginu sé kjarni félagsmanna sem taka þátt í starfsemi þess og styðja lífsgildi félagsins í samræmi við kenningar þær sem félagið er stofnað um og eiga til sóknar að gjalda hér á landi samkvæmt lögum um sóknargjöld o.fl. Þá er það skilyrði að félagið sjái um tilteknar athafnir, svo sem útfarir, giftingar, skírnir eða nafngjafir og fermingar eða aðrar hliðstæðar athafnir.‟
2. Túlkun: Aðgreiningin milli trúfélaga og lífsskoðunarfélaga í þessari lagagrein hefur verið gagnrýnd út frá trúarbragðafélagsfræðilegum forsendum en þar er gengið út frá því að trúarbrögð séu í grunninn veraldleg og þar með einnig lífsskoðanir þeirra, hvort sem þær eru alfarið þessa heims eða vísa um leið einnig til einhvers konar handanveruleika, annars heims eða annarrar vitundar. Ef litið er svo á að með veraldlegum lífsskoðunum sé átt við lífsskoðanir sem hafi ekkert um trúarefni að segja, svo sem í formi andlegrar leitar, andlegra iðkana eða þess sem talist getur heilagt, er ekki hægt að segja að þær séu undirstaða okkar enda þótt að við ræðum slíkar lífsskoðanir eins og aðrar. Veraldlega lífskoðun í slíkri þröngri merkingu má heimfæra upp á umburðarlyndið og jafnréttið sem félagið boðar og þá andlegu rannsókn sem hver og einn er hvattur til að stunda með eða án stuðnings annarra félaga. Öll trúarbrögð eru veraldleg og láta sig þennan heim varða með einum eða öðrum hætti.
3. Í trúarbragðafélagsfræði (sociology of religion) er talað í megindráttum um ferns konar formgerðir félagslegra stofnana og hreyfinga sem flokkast geta sem trúarlegar (hvort sem trúarhugtakið er skilgreint þröngt eða vítt) en þær geta sömuleiðis náð sem hliðstæður um margvíslegar aðrar stofnanir og hreyfingar sem ekki líta á sig sem trúarlegar. Þessar formgerðir eru kirkja (church), kirkjudeild (denomination), sértrúarhópur (sect) og einstaklingshyggjuhreyfing aðdáenda eða áhugamanna um ákveðin sameiginleg efni sem veita lífi þeirra merkingu og tilgang (cult). Síðast nefnda formgerðin, sem er illþýðanleg á íslensku nema í formi útskýringa, á best við um Lífspekifélagið og starfsemi þess. Að vísu er nokkuð algengt að hugtakið cult sé þýtt á íslensku sem költ en mikilvægt er að gæta að því að merking þess í trúarbragðafræðum er allt önnur en viðgengst meðal fjölmiðla, trúarbragðaandstæðinga og trúvarnarmanna af ýmsum toga sem iðulega nota það í neikvæðri merkingu um vel skipulagðan og valdboðshneigðan trúarhóp með rangar hugmyndir og vafasaman leiðtoga sem drottnar yfir fylgismönnum sínum og veitir þeim lítið sem ekkert frelsi. Í trúarbragðafélagsfræði væri slíkt sagt ein af nokkrum mögulegum birtingarmyndum sértrúarhóps en cult hugtakið er þess í stað þvert á móti notað þar um hreyfingar sem hafa lítið sem ekkert kennivald, lítið sem ekkert félagslegt taumhald og lítið sem ekkert skipulag og þar sem fylgismennirnir sameinast fyrst og fremst um sameiginleg áhugamál eða sameiginlegan málstað alfarið á sínum eigin forsendum, ýmist með óformlegri starfsemi eða félagasamtökum sem kjósa ekki að aðgreina sig sem samfélag hreintrúaðra. Sömuleiðis er í trúarbragðafélagsfræði talað um þá einstaklinga sem sækja slík félagasamtök sem einstaklingshyggjusinna í trúarefnum eða lífsviðhorfum (cultic) en segja má að sérhver félagi í Lífspekifélaginu sé ýmist á trúarlegri vegferð eða í andlegu vaxtarferli.
4. Lífspekifélagið greinist í megindráttum í tvennt, annars vegar ytra félagið sem er fyrst og fremst staður til að skoða fordómalaust ýmsa veraldlega, sálfræðilega og andlega hugmyndaheima ásamt iðkunum og reynslu manna af þeim og hins vegar innra félag þess sem kennir eina tiltekna leið til andlegs vaxtar en auk þess hafa stúkurnar innan ytra félagsins allar eigin sérsvið. Þannig er Lífspekifélagið sem skipulögð félagasamtök næst því að vera það sem nefnt er á ensku í trúarbragðafélagsfræði cult sem hafi cultic einstaklinga innan sinna raða vegna þess hversu einstaklingshyggjusinnaðir þeir eru í andlegri vegferð sinni og afstöðu í trúarefnum. Þessi fræðigrein er kennd við fjölda háskóla á alþjóðlegum vettvangi og sömuleiðis í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið í höndum Péturs Péturssonar prófessors og Bjarna Randvers Sigurvinssonar stundakennara og kennd undir heitinu trúarlífsfélagsfræði. Þar er notuð kennslubókin Religion: The Social Context eftir Meredith B. McGuire (Wadsworth, Belmont, 1992) sem gerir skilmerkilega grein fyrir þessum hugtökum og hvernig þau eru notuð innan almennra trúarbragðafræða.
5. Hafa ber þó í huga að í íslenskum lögum er aðeins talað um þjóðkirkju, trúfélög og lífsskoðunarfélög og eru hugtökin þar ekki skilgreind á forsendum almennra trúarbragðafræða eins og trúarbragðafélagsfræði. Ljóst er að Lífspekifélagið er skipulögð félagasamtök einstaklingshyggjusinna í trúarefnum og lífsskoðunum og hefur fullan rétt á því að skilgreina sig annað hvort eða bæði sem trúfélag eða lífsskoðunarfélag út frá sínum eigin forsendum og uppfyllir öll þau skilyrði um skipulag, starfshætti og hugmyndafræði sem sett eru fyrir skráningu sem veitir formleg tengsl við ríkið með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.
6. Mun fremur mætti þá segja að við séum skyldari trúfélögum án þess þó að halda fram yfirleitt einni eða fleiri slíkum hefðum. Við erum miklu fremur vettvangur til að ræða og skoða ýmsar lífsskoðanir, gera rannsóknir sem einstaklingar á andlegum iðkunum og móta þannig, hvert og eitt okkar, persónulegan skilning og iðkun sem sífellt er í enduskoðun. Hafa ber þó í huga að öll þau einkenni sem dregin eru fram í lagatextanum um lífsskoðunarfélög eiga sömuleiðis við um trúfélög því að þau eru í raun öll veraldleg, byggjast á veraldlegum lífsskoðunum, miða starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og fjalla um siðfræði eða þekkingarfræði með skilgreindum hætti. Þess vegna er félögum sem láta trúarefni sig varða með einum eða öðrum hætti í raun sjálfsvald sett hvort þau kjósi að skilgreina sig sem trúfélög eða lífsskoðunarfélög.
7. Líklegt er því að við gætum uppfyllt skilyrði fyrir skráningu sem bæði trúfélag og lífsskoðunarfélag. Ef sótt verður um verður málinu vísað áfram til umsagnar af nefnd sem verður skipuð, meðal annars af guðfræði- og trúarbragðafræðideild og lagadeild. Sýslumaðurinn á Siglufirði sér um slíka umsóknir.
8. Skipa yrði forstöðumann sem getur þurft að taka að sér opinber störf svo sem giftingar og jarðarfarir eða annar í hans umboði. Forstöðumann getur stjórn félagsins skipað. Félagsmenn geta líka leitað til annarra félaga sem þeir eru meðlimir í til að fá slíka þjónustu. Líklegt er að slík skyldustörf yrðu mjög fátíð. Það yrði greitt fyrir þau sérstaklega. Spurning er hvort ekki liggi beinast við að deildarforseti Lífspekifélagsins verði sjálfkrafa um leið forstöðumaður þess en það myndi þá þýða að hann yrði að koma úr röðum þeirra félagsmanna sem myndu skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá Íslands og greiða því sóknargjöld.
9. Til að sækja um þarf minnst 25 kjarnameðlimi sem eru reiðubúnir til að skrá sig í lífsskoðunarfélagið.
10. Tryggja verður, að gildandi lög félagsins verði virt, en þau tengjast alþjóðafélagsaðild. Mál sem þessi hafa fundið svipaðan farveg erlendis, samanber umræðu hér að ofan.
4. Mótrök
1. Lögin: Fram kemur í 8. gr. laganna: Enginn má samtímis heyra til þjóðkirkjunni, skráðu trúfélagi utan þjóðkirkjunnar eða skráðu lífsskoðunarfélagi eða fleiri en einu skráðu trúfélagi utan þjóðkirkjunnar eða skráðu lífsskoðunarfélagi. Þetta þýðir að ekki gengur upp fyrir félagsmenn að vera skráðir hjá Þjóðskrá með tvenns konar aðild, þ.e. bæði í félaginu sem lífsskoðunarfélagi og einhverju öðru trúfélagi.
2. Túlkun: Samkvæmt sýslumanni á Siglufirði brýtur þessi regla grundvöll stjórnarskrárinnar um trúfrelsi. Málið snúist því aðeins um það hvert sóknargjöld viðkomandi skuli renna. Menn þurfi að ekki að segja sig úr neinu trúfélagi til að vera kjarnameðlimir í lífsskoðunarfélagi eða öðru trúfélagi. Þeir þurfa aðeins að sækja um að láta sóknargjöldin ganga til félagsins. Athygli vekur að þetta sjónarmið sýslumannsins er á skjön við þann skilning þjóðkirkjunnar og fjölda annarra trúfélaga í landinu að sóknargjöld séu í raun félagsgjöld þess trúfélags eða lífsskoðunarfélags sem viðkomandi einstaklingur tilheyri og sé það ekki brot á trúfrelsi að hann sé aðeins skráður á einum stað þó svo að hann kunni að finna sig heima víðsvegar. Að skilningi þjóðkirkjunnar svo dæmi sé tekið er sá einn meðlimur hennar sem skráður er í hana hjá Þjóðskrá Íslands algjörlega óháð því hvort viðkomandi hafi verið skírður innan hennar. (Skírn að skilningi þjóðkirkjunnar verður þó áfram ávallt gild alls óháð trúfélagsaðild.)
3. Skráning félagsins sem lífsskoðunarfélag gæti haft áhrif á fjölda félagsmanna á tvenna vegu: bæði til fjölgunar og fækkunar. Líklegra er að hið síðarnefnda yrði sumum félagsmönnum óásættanlegt.
5. Meðrök
1. Ef félagið er skráð sem lífsskoðunarfélag breytist starfsemi félagsins að engu leyti nema því að það losnar undan fasteignaskatti. Þetta þýðir eingöngu að félagið nýtir sér lagaheimildir til að bæta rekstrarskilyrði andlegs menningarfélags.
2. Ef 100 meðlimir væru skráðir sem kjarnameðlimir myndum við fá yfir eina milljóna króna á ári í sóknargjöld. Upphæð sóknagjalds árið 2017 var 920 kr. á mánuði. Skráningin sparar okkur auk þess fasteignagjöldin og önnur gjöld, sem er rúmar 600.000 krónur á ári. Með því að skrá okkur sem lífsskoðunarfélag er mögulegt að við hefðum nær tvær milljónir á ári til að styrkja starfsemi félagsins.
6. Framtíðarsýn
1. Bætt fjárhagsstaða félagins gæti dugað til að greiða fyrir þrif og ritara í hlutastarf.
2. Þá gæti það gefið okkur rými til að auglýsa betur starfsemi okkar, fjölga meðlimum og fá til okkur þekkta andlega fræðara erlendis frá til að halda erindi og námskeið og styrkja frekar sumarskólann.
3. Skoða má umsókn um byggingarlóð frá Reykjavíkurborg sem þá yrði okkur að kostnaðarlausu og flytja starfsemi félagsins. Reglur um slíkt geta mögulega breyst í náinni framtíð. Það myndi leysa vandan með bílastæðin og mögulega auka aðstöðu fyrir félagið til að halda námskeið. Hið sama mætti gera fyrir stúkuna á Akureyri. Varðandi hús félagsins í Reykjavík þá er það hlaðið sögu og anda og ekki verður farið í að selja það nema að vel hugsuðu máli.
4. Ef farið yrði í bygginarframkvæmdir eða annað húsnæði keypt á komandi árum yrði mögulega hægt að hafa leigutekjur áfram af gamla húsnæðinu í stað þess að selja það.
7. Næstu skref
1. Málið var rætt á stjórnarfundi miðvikudaginn 31. október og vegna fjárhagsstöðu leit stjórnin svo á við yrðum að skoða þessa leið. Málið var aftur tekið fyrir á stjórnarfundi 14. Nóvember og þá studdi allir að fara þessa leið ef hún yrði studd af félagsmönnum.
2. Ráðgert er að kynna málið fyrir félagsmönnum á opnum fundum fram að aukaaðalfundi 4. desember og á Facebook og á fundum félagsins þangað til. Áhugi manna (með og á móti) og fjöldi mögulegra kjarnameðlima verður skráður niður og niðurstöðurnar birtar í húsi félagsins og á Facebook síðu félagsins í Reykjavík og á Akureyri.
3. Athuga þarf hvort að minnsta kosti 25 félagar séu reiðubúnir að gerast stofnmeðlimir með því að skrá sig sem meðlimi í lífskoðunarfélaginu Lífspekifélagið.
4. Gengið verður til kosninga um málið á aukaaðalfundi þann 4. desember 2018. Á sama tíma verður kosið um nýjan deildarforseta fyrir félagið.
5. Ef tillagan verður samþykkt verður sótt um að skrá félagið sem lífsskoðunarfélag á árinu 2019.
Forskráning í lífsskoðunarfélag Lífspekifélagsins:
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
OM - ॐ
Færsluflokkar
Tenglar
Hugleiðslunámskeið á Íslandi
- Námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni
- Sahaja yoga-hugleiðsla
- Hugleiðslunámskeið hjá Brahma Kumaris
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Andartak.is - Kundalini jóga og hugleiðsla
- Zen-hugleiðslunámskeið
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Innhverf íhugun
Frí hugleiðslunámskeið á Netinu
- Free Meditations
- Námskeið í búddískri hugleiðslu
- Námskeið í Kundalini yoga
- Free online meditation course
- Free Sahaja meditation course online
Hugleiðsla
Hér er að finna tengla þar sem þú getur lært og kynnt þér hugleiðslu.
- Listin að hugleiða
- Zen á Íslandi - Zen-hugleiðsla
- Kristbjörg
- Kundalini-hugleiðsla
- Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
- SGI-búddismi á Íslandi
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Skandinavíski yoga- og hugleiðsluskólinn
- Leiðbeiningar fyrir Zen-hugleiðslu
- Sahaja Yoga
- Brahma Kumaris - Raja Yoga hugleiðsla
- Jack Kornfield - Insight Meditation (vipassana)
- Centerpointe
- Ljósmiðlun
- Traditional Yoga and Meditation of the Himalayan Masters
- Innhverf íhugun
- Vipassana meditation course
Helg forn rit
- Veda-ritin
- Bhagavad Gita
- Bhagavad Gita
- Upanishads
- Upanishads
- Shiva sutra
- Brahma Sutra
- Yogasútrur Patanjalis
- Rig Veda
- Sama Veda
- Hatha Yoga Pradipika
- Shiva Samhita
- Gheranda Samhita
- Sacred Texts (Helg indversk rit)
- Biblían
- Dhammapada
- Kóraninn
Tímarit um andleg málefni
- Tímaritið Knowledge of reality
- Bindu - Tímarit Skandinavíska yoga- og hugleiðsluskólans
- Tímaritið Gangleri
- Primary Point - Zen
- Efnisskrá Ganglera frá 1926
- The Sufism Journal online
- The Theosophist
Bækur á íslensku um andleg málefni
- Starfsrækt (Karma yoga) - Swami Vivekananda
- Allar bækur Gunnars Dal
- Bækur eftir Alice Baily
- Martínus - Bækur á íslensku
- Launviska Vedabóka
Bækur um andleg málefni
- The Unknown Life of Jesus Christ
- Bók um Kriya Yoga
- Sjálfsævisaga Jóga
- Whispers from Eternity - Paramahansa Yogananda
- The Path - Swami Kriyananda
- God is for Everyone - Inspired by Yogananda
- My time with the master - Paramahansa Prajnanananda
- The Universe Within - Paramahansa Prajnanananda
- The art and science of Raja Yoga - Swami Kriyananda
- Complete work of Swami Vivekananda
- Gopi Krishna - Bækur, greinar og viðtöl
- Bókin Zen and the brain
- Zen Mind, Beginner´s Mind - Shunryu Suzuki-roshi
- Manual of Zen Buddhisim - D. T. Suzuki
- Stripping the Gurus
- Rödd þagnarinnar á ensku
- Eckhart Tolle - Stillness Speaks - Hljóðbók
- Bækur eftir Ramana Maharshi
- Saundarya Lahiri
- The Meditative Mind - Krishnamurti
- Krishnamurti´s Notebook
- Meditations - Krishnamurti
- The Serpent Power
- C. W. Leadbeater - Chakras: A Monograph
- Kundalini Yoga - Swami Sivananda
- Fríar bækur með Krishnamurti
- The Tibetan Book of Dead
- Karma Yoga - Swami Vivekananda
- Leiðarljós (Light on the Path) á ensku
- The Power of Now - Hljóðbók
- Hljóðbókin Breath sweeps mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
- On Having No Head
Greinar um andleg málefni
- Greinasafn Lífspekifélagsins/Guðspekifélagsins
- Greinar eftir Sigvalda Hjálmarsson
- Greinar og rannskóknir tengdar kundalini
- Krishnamurti - Greinar, viðtöl og tilvitnanir
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - I. Hluti
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - II. hluti
- Greinar úr zen-tímaritinu Primary Point
- Greinar eftir dr. Erlend Haraldsson
- Greinasafn Jóns L. Arnalds
- Yður er í dag frelsari fæddur? - Njörður P. Njarðvík
- Yoga og geðrækt
- Leiðin til hugljómunar - Sigvaldi Hjálmarsson
- Geinar úr tímaritinu Quest
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Íslenskir
- Kærleikssetrið
- Jógakennarafélag Íslands
- Lífspekifélagið/Guðspekifélagið
- AA
- CoDa
- Viska og gleði
- Kærleikssamtökin
- Björg Einarsdóttir
- Trú.is
- LAUSNIN - Baráttusamtök gegn meðvirkni
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Dulheimar - Andleg þróunarheimspeki
- Vetrarbrautin.com
- Listi yfir skráð trú- og lífskoðunarfélög á Íslandi
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Erlendir
- DharmaTalk með Thich Nhat Hanh
- Agni Yoga
- Meditation of the Himalayan Masters
- Vedanta Society
- Vedanta.com
- tantra-kundalini.com
- Ayurveda-próf - Hvaða líkamsgerð ertu?
- Prajnanamission
- Big Mind
- Vedanta Spiritual Library
- Great Integral Awakening
- Sounds True
- Wildmind - Buddhist Meditation
- Institute for Consciousness Research
- Biology of Kundalini
- Kundalini Research Network
- Hindu Tantrik Tradition
- Inner Self
- Spirit Voyage
- Dalai Lama kyrjar möntru úr Rig Veda
- Ýmislegt um Ramakrishna
- The Five Tibetan Rite
- Message from masters
- Bæklingur um sanskrítarframburð
- The Theosophical Society - International Headquarters
- Sri Vidya
- Vedanet
- Eastern tradition - Eastern Tradition Research Archive
- Lífspekifélög/Guðspekifélög um allan heim
Ýmsir andans menn
- Sigvaldi Hjálmarsson
- J. Krishnamurti
- Ken Wilber
- Gopi Krishna
- Swami Sivananda
- Osho
- Deepak Chopra
- Swami Vivekananda
- Sri Ramakrishna
- Yogi Hari
- Eckhart Tolle
- Yogi Shanti Desai
- Yogi Amrit Desai
- Shunryu Suzuki roshi
- Ramana Maharishi
- Sri Aurobindo
- Paramahansa Yogananda
- Paramahamsa Hariharananda
- Jakusho Kwong-roshi
- Jack Kornfield
- Swami Rama
- Grétar Fells
- D. T. Suzuki
- Dalai Lama
- Thich Nhat Hanh
- Eckhart Tolle
- Helena Blavatsky
- Paramahamsa Prajnanananda
- Rupert Spira
- Bodhidharma
- Om Swami
Lífspeki/Guðspeki
- Lífspekifélag Íslands
- Lífspekifélagið í USA
- Helena Blavatzky
- Facebook-síða Lífspekifélags Íslands
- Aðalstöðvar Lífspekifélagsins á Indlandi
Kriya Yoga
Hér er að finna tengla tengda Kriya Yoga
- Kriya Yoga Institute
- Paramahansa Hariharananda
- Paramahamsa Prajnanananda
- Bækur um Kriya Yoga eftir Hariharananda og Prajnananda
- Self-Realization Fellowship
- Ananda: The Teaching of Paramahansa Yogananda
- Cyberspace Ashram for Kriya Yoga
- Bókin Sjálfsævisaga jóga (Autobiography of a Yogi)
- Kriya Yoga - Swami Shankarananda Giri
- Kriya Yoga - Yogi Dhirananda
- Bók um Kriya Yoga á Netinu
- Kriya Yoga in the Lahiri Mahasaya family tradition
- Babaji´s Kriya Yoga
- Myndbönd um kriya yoga
- Prajnanamission
- Babaji Kriya Hatha Yoga - 18 Kriya Postures
- Umsókn - Kennslustundir hjá SRF
Hatha Yoga (Líkamsstöður - Teygjur)
- Yogavin
- Jóga hjá Kristbjörgu
- Jóga Stúdíó
- Jógakennarafélag Íslands
- Jóga Jörð
- Jen Reviews
- Sólir
- Yogashala
- Jógakennarar og jógastöðvar á Íslandi
Zen
- Zen á Íslandi
- Sonoma Mountain Zen Center
- Bókin Zen Mind, Beginners Mind eftir Shunryu Suzuki-roshi
- Bókin No Beginning. No End eftir Jakusho Kwong-roshi kennara Zen á Íslandi
- Hljóðbókin Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- The Teaching of Shunryu Suzuki-roshi
- San Francisco Zen Center
- Myndbönd með Suzuki-roshi
- Plum Village - Thich Nhat Hanh
- Zen of Recovery - Mel Ash
- Zen Road
- Zen sútrur
- Kwan Um School of Zen
- Daily Zen
- Big Mind
- Zen Peacemakers
- Suzuki-roshi 50
- Hljóðbókin Zen mind, beginner´s mind
- The Suzuki Roshi Audio Archive
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
Bloggvinir
-
thesecret
-
gudjonbergmann
-
gyda
-
heringi
-
gudmundurhelgi
-
braxi
-
fruheimsmeistari
-
vilborg-e
-
steina
-
ludvik
-
maggadora
-
baenamaer
-
perlaheim
-
vestfirdir
-
vglilja
-
palmig
-
einherji
-
andreaolafs
-
flinston
-
birnarebekka
-
tilfinningar
-
dizadj
-
gylforce
-
esa-emorea777
-
estersv
-
eydis
-
gudjonelias
-
heildraent-joga
-
heildraent-lif
-
guru
-
tru
-
fun
-
jensgud
-
josira
-
katrinsnaeholm
-
kari-hardarson
-
kiza
-
kjarvald
-
kristinnhalldor
-
kiddirokk
-
krilli
-
laufherm
-
mariaannakristjansdottir
-
manisvans
-
nanna
-
aronsky
-
huldumenn
-
ragjo
-
rose
-
straitjacket
-
vinur
-
nimbus
-
slembra
-
svanurg
-
toshiki
-
hanoi
-
thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.5.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 96209
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.