Reynslusaga af Kundalini-uppvakningu

gkGopi Krishna 

Morgun nokkurn um jólin 1937 sat ég með fæturna krosslagðar, í litlu herbergi í litlu húsi í útjaðri bæjarins Jammu, sem var vetrar höfuðborg Jammu og Kashmir Fylkis í Norður Indlandi. Ég var að hugleiða með andlitið í áttina að glugga á austur hlið hússins þar sem fyrstu geislar hinnar hægu sólaruppkomu féllu inn í herbergið. Langvarandi æfingar höfðu vanið mig við að sitja í sömu stellingum klukkutímunum saman án minnstu óþæginda og ég anda hægt og reglubundið, með athyglina einbeitta að hvirfli höfuðs míns þar sem ég íhugaði ímyndað fullútsprungið lótusblóm, sem geislaði frá sér ljósi.         

Ég sat stöðugur, hreyfingarlaus og teinréttur, með hugsun mína órofna miðjaða í hinum geislandi lótus, ákveðinn í að halda athygli minni frá því að flökta og að þurfa síendurtekið að vera að færa hana til baka í hvert sinn sem hana rak í einhverja aðra átt. Ákafi einbeitingar minnar truflaði öndun mína; smámsaman hægði á henni svo að fyrir kom að hennar gætti varla. Öll tilvist mín varð svo upptekin af íhuguninni um lótusinn að fyrir kom að í nokkrar mínútur tapaði ég vitundar tengslunum við líkama minn og umhverfi. Meðan þetta tímabil stóð yfir fékk ég þá tilfinningu að ég væri í lausu lofti, án tilfinningar um að líkami umlyki mig. Hið eina efnislega sem ég var meðvitaður um var hin litskrúðugi og bjarti lótus sem geislaði frá sér ljósi. Þessi reynsla hefur komið fyrir marga sem iðka hugleiðslu í einhverri mynd reglulega og í nægilega langan tíma, en fáir hafa upplifað það sem nú á eftir kom fyrir mig þennan örlagaríka morgun og síðan breytti allri stefnu og viðhorfum lífs míns.          

Í einu slíku tímabili ákafrar einbeitingar skynjaði ég skyndilega ókunna tilfinningu neðan við rætur hryggjarins. Þessi tilfinning var svo óvanaleg og svo ánægjuleg að athygli mín var nauðbeygt dregin til hennar. Á því augnabliki sem athygli mín varð þannig óvænt fjarlægð frá þeim punkt sem hún hafði verið einbeitt að, hætti skynjunin. Taldi ég þetta vera blekkingu framkallaða af ímyndunaraflinu til að sleppa spennunni og vísaði ég þessu frá huganum og flutti athyglina aftur þangað sem hún hafði horfið frá.Aftur einbeitti ég henni á lótusinn og ímyndin varð aftur skýr í hvirflinum og aftur birtist tilfinningin. Í þetta skiptið reyndi ég að halda henni og náði árangri í nokkrar sekúndur, en straum tilfinningin uppávið óx mjög og varð svo frábær í samanburði við allt það sem ég hafði upplifað áður, að hugur minn fór í áttina að því, en við það hvarf straum tilfinningin aftur. Ég varð nú viss um að eitthvað óvanalegt hefði gerst er orsakast hefði af hinni daglegu iðkun.          

 Ég hafði lesið magnaðar lýsingar, um mikinn hagnað og undursamlega andlegan mátt er yogarnir öðluðust með hugleiðslueinbeitingu. Hjarta mitt tók að slá af miklum krafti og varð mér erfitt að uppfæra einbeitinguna í stöðugleika. Aftur færðist yfir mig ró og ég komst í djúpa hugleiðslu sem áður.            

Við þetta upplifði ég tilfinninguna aftur, en í þetta sinn hélt ég stöðugleika einbeitingarinnar. Tilfinningin mjakaðist uppávið og jókst styrkleiki hennar en með miklum átökum hélt ég einbeitingunni á lótussvæðinu. Skyndilega, með foss-drunum í eyrunum, fann ég straum af "ljósvökva" flæða um mænukeiluna inní heilann. Fullkomlega óviðbúinn kom þetta mér algerlega á óvart; enn ég endurheimtaði sjálfstjórn þegar í stað og sat áfram í sömu einbeitingu.         

 Uppljómunin varð bjartari og bjartari, drunurnar hærri og hærri og ég upplifði bylgju tilfinningu og síðan fannst mér sem ég smygi útúr líkama mínum, algjörlega vafinn í geislahjúp ljóss. Það er ómögulegt að lýsa reynslunni nákvæmlega hvernig ég upplifði þann brennipunkt vitundar, sem væri ég sjálfur að þenjast út, umlukinn öldum ljóss. Hann þandist út, varð víðari og víðari og dreifði sér uppávið á meðan líkaminn, sem venjulega var nánasta umhverfi skynjunarinnar, virtist hörfa inní fjarlægð þar til ég varð fullkomlega ómeðvitaður um hann. Ég var nú einungis með  meðvitund--án nokkurra útlína, án nokkurrar hugmyndar um líkamann--sem smurð var út í allar áttir án nokkurra takmarkanna, án nokkurrar tilfinningar eða skynjunar frá skynfærunum, baðaður í ljóshafi, en á sama tíma meðvitaður og með fulla athygli.                        

Ég var ekki lengur eins og áður sem vitund bundinn í líkama, en í stað þess var kominn víður hringur meðvitundar þar sem líkaminn var orðin lítill punktur baðaður í ljósi og ég í ástandi hrifningar-sælu og hamingju sem ómögulegt var að lýsa.          Eftir einhvern tíma byrjaði hringurinn að smækka og fannst mér sem ég drægist samann og yrði smærri og smærri, þar til að ég varð óljóst meðvitaður um útlínur líkama míns, síðan varð þetta skírar og sem ég smaug aftur inní hið gamla ástand mitt, varð ég skyndilega meðvitaður um kliðinn frá strætinu. Ég skynjað á ný handleggi mína, fætur og höfuð, og varð aftur ég sjálfur í minni fyrri stærð í tengslum við líkama og umhverfi.  

Gopi Krishna – Kundalini. The Evolutionary Energy in Man. (Þýðing: Páll J. Einarsson www.peace-files.com)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband