Er lífið á verkefnalistanum? - Fyrirlestur 2. október, kl. 9:15

 

Næstkomandi laugardag 2. október 2021 mun Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn ,,Er lífið á verkefnalistanum?" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.

 

,,Í okkar annasama lífi er engu líkara en við höfum gleymt því hvað það er sem skiptir í raun máli. Við nefnum það ef til vill af og til, svona í framhjáhlaupi: „Auðvitað skiptir öllu máli að vera á lífi, hafa góða heilsu og njóta samvista við fjölskyldu og vini.” En svo taka annirnar yfir og við gleymum okkur í erli daganna, tíminn líður og við tökum æ sjaldnar eftir lífinu okkar. Hvernig við öndum og erum til, hvernig hjartað slær allan sólarhringinn. Það er engu líkara en lífið sjálft sé komið á verkefnalistann, eins og það sé eitthvað sem við þurfum að muna eftir að gera.

Hversu lengi getum við búist við að njóta samvista fjölskyldu og vina? Hversu lengi komum við til með að njóta góðrar heilsu? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli? Það er auðvitað ekkert sem við vitum ekki nú þegar en samt virðist það vera svo fjarri okkur í dagsins önn. Rótleysi, ótti og kvíði eru eðlilegir fylgifiskar okkar nútíma lifnaðarhátta þar sem hraði og ráðaleysi virðist oft og tíðum ráða ríkjum.

Lífið á ekki heima á verkefnalistanum því það er ekki eitthvað sem við gerum heldur eitthvað sem við erum.

Er lífið þitt á verkefnalistanum þínum?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Bæði Kristur og Búdda hafa væntanlega verið búnir að lifa hinu venjulega fjölskyldulífi svo oft í sínum fyrri jarðvistum;

að þeir hafa ekki kosið að lifa hinu venjulega fjölskyldulífi;

(kannski í hundruðasta skiptið)

heldur kosið að STARFA Í ÞÁGU FRAMVINDUNAR: 

Jón Þórhallsson, 1.10.2021 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband