30.11.2021 | 13:15
Guðspeki/Lífspeki
Orðið ,,guðspeki" er þýðing á gríska orðinu "Theosophia". Það er eignað Ammoníusi Saccas (í byrjun 3. aldar). Frá þeim tíma hefur það verið þekkt um hinn vestræna heim og alltaf verið sömu merkingar. Í sanskrít, forntungu Indverja, er tilsvarandi orð yfir sama hugtak: "Bhrama Vidya" eða "Atma Vidya", guðleg viska eða andleg viska.
Þegar lengst er seilst, er guðspeki hin hinstu sannindi um eðli tilverunnar, þekking á hinum hinsta veruleika og allri þeirri margbreytni, sem er upp runnin í honum - ekki hugmyndir um þessi sannindi, heldur sannindin sjálf, eins og þau eru reynd og lifuð.
Guðspekisinnar ímynda sér ekki, að þeir hafi tileinkað sér þessi sannindi. Þeir segja aðeins að þeir séu að reyna að nálgast þau.
GUÐSPEKILEGAR KENNINGAR
Ávöxturinn af tilraunum manna til að skilja þessi sannindi, uppgötva þau og gera að veruleika í lífi sínu, er það sem kallast guðspekikenningar eða guðspekilegar kenningar.
Öllum er auðvitað í sjálfsvald sett hvað þeir aðhyllast af þeim. Þær ber að taka einungis sem hugmyndir einstakra guðspekisinna um lífið og tilveruna, einungis skerfur þeirra til þeirrar viðleitni, sem færir mennina smátt og smátt nær sannindunum sjálfum, þ. e. hinni eiginlegu guðspeki.
Guðspekilegar kenningar eru t. d.: Kenningin um einingu alls lífs, kenningin um andlega þróun, endurholdgun, karma, mannlega fullkomnun, fullkomna menn, önnur tilverusvið o. fl.
ALLT LÍF EITT LÍF
Guðspekilegar kenningar fela í sér eftirfarandi meginatriði:
Allt líf er í innsta kjarna sínum eitt og ósundurgreinanlegt. Ekkert er til, sem hægt er að kalla "dauða náttúru", allt er líf. Vitundin og hinn ytri heimur, efni og andi, líf og form eru ekki ósættanlegar andstæður, heldur ólíkar hliðar hins sama veruleika. Allar verur eru það, sem þær eru, vegna þróunar og eiga framundan óendanlega framtíðar- og framfaramöguleika, engin í eðli sínu annarri fremri, allur mismunur aðeins þroska eða aðstöðumunur.
ÖNNUR TILVERUSVIÐ
Skynsvið mannsins er takmarkað eins og vísindin færa glöggar sönnur á.
Sú mynd, sem þau gefa af hinum ytri heimi er ófullkomin fyrir utan það, að ýmis svið eru skynjunum manna hulin. Á þeim sviðum lifa aðrar verur, auk þess sem menn og aðrar skynjanlegar lífverur í hinum jarðneska heimi eiga þar líka líf og starf. Öll tilverusviðin fylla sama rúm líkt og vatni má hella í flösku, sem er full af sandi, og eru þau úr mismunandi þéttu efni gerð. Þau eru frábrugðin hvert öðru á sama hátt og teningurinn er frábrugðinn fletinum.
KARMA OG ENDURHOLDGUN
Órjúfandi jafnvægi ríkir í tilverunni. Hverjum verknaði fylgir gagnverkun, nákvæmlega jafn stór og upphafsverknaðurinn og kemur niður á sama stað. Þetta er karma, lögmál athafnarinnar. Allt líf þróast í hringrásartímabilum (sbr. líf jurtanna og árstíðirnar). Það tekur sér gervi í þéttari tilverusviðum (holdgast), en skilar þeim svo aftur í sömu röð og það íklæddist þeim og dvelur um skeið á innri sviðum. Slík endurtekin hringför niður í þéttara efni kallast endurholdgun.
ÞRÓUN MANNSINS
Í öllum lífverum býr óforgengilegur neisti hins eina lífs. Maðurinn hefur einhverntíma þróast upp úr þroskastigi dýranna, stigið yfir það mark, sem aðgreinir dýr og menn. Á sama hátt eru dýrin komin upp úr þroskastigi jurtanna. Maðurinn endurholdgast hvað eftir annað og bætir við sig reynslu og þroska í hverri jarðvist.
Líkaminn, þær eigindir, sem eru aðsetur fyrir persónulegar tilfinningar og þrár, svo og hin hlutræna hugsun, eru eins konar starfstæki eða gervi, sem innri maðurinn, hinn raunverulegi maður, (sá sem endurholdgast) tekur sér fyrir hverja jarðvist. Starfstækin eru forgengileg, hinn innri maður óforgengilegur (sál, andi). Á milli jarðvista dvelur hann á tilverusviðum, sem eru úr smágervara (fíngerðara) efni, þar sem fleiri víddir ráða skynmöguleikum. Jarðlífið er skóli. Maðurinn er alltaf í öllum atriðum ábyrgur gerða sinna, skapar sér með framkomu sinni og athöfnum algerlega örlög sín og skilyrði, skammtar sér sjálfur algerlega sælu og þjáningu. Karma, lögmál athafnarinnar, sér um það. Karma er þó ekki refsari, heldur kennari. Það, sem vanrækt er í þessari jarðvist, verður að bæta fyrir í þeirri næstu. Sár, sem veitt eru, verður að græða
ÞROSKAVIÐLEITNI
Þannig verður maðurinn smátt og smátt göfugri vera, fjarlægist meira þroskastig dýrsins. Meðan hann hefur annað hvort enga eða mjög óljósa tilfinningu fyrir göfgi og þroska, knýja alheimslögmálin hann áfram, þótt hægt fari, hvort sem honum líkar betur eða verr. En þegar hann vitkast, opnast honum möguleikar til að vinna með alheimslögmálunum og hraða þannig þroska sínum og auðvelda hann til mikilla muna. Tilraunir hans í þá átt kallast þroskaviðleitni. Til eru allgreinileg fyrirmæli um meginatriði skipulagðrar þroskaviðleitni. (Yoga, hugrækt bænalíf, hvítigaldur, að leita guðs ríkis, hinn göfugi áttfaldi vegur o. fl.)
MANNLEG FULLKOMNUN
Að því hlýtur að koma, að maðurinn stigi yfir mark mannlegrar fullkomnunar, yfir í einhverja æðri og göfugri þróun, sem væntanlega er þroskastigi mannsins álíka miklu æðri og það er æðra þroskastigi dýranna. Þeir, sem náð hafa þeim þroska, eru fullnumar. Sumir fullnumar velja sér það starf að halda áfram að starfa í líkamsgervum mannsins meðal mannanna til þess að leiðbeina þeim og fræða. Þeir kallast meistarar. Þótt þeir starfi meðal manna, ber sjaldan neitt á þeim, því að þeir vinna vegna starfsins, algerlega óháðir hvers konar launa- eða ábatavon.
GUÐSPEKILEGT VIÐHORF
Félagsmenn í Guðspekifélaginu mega algerlega ráða afstöðu sinni til þessara kenninga. Þeim er auk þess bent á að aðhyllast ekkert - og ekki heldur hafna neinu - fyrr en að samviskusamlega athuguðu máli, vera alltaf á verði gagnvart þeim möguleika að ný reynsla afhjúpi ný sannindi eða sýni þau í algerlega nýju ljósi. Þetta eru skýringartilraunir.
Sigvaldi Hjálmarsson
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:26 | Facebook
Um bloggið
OM - ॐ
Færsluflokkar
Tenglar
Hugleiðslunámskeið á Íslandi
- Námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni
- Sahaja yoga-hugleiðsla
- Hugleiðslunámskeið hjá Brahma Kumaris
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Andartak.is - Kundalini jóga og hugleiðsla
- Zen-hugleiðslunámskeið
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Innhverf íhugun
Frí hugleiðslunámskeið á Netinu
- Free Meditations
- Námskeið í búddískri hugleiðslu
- Námskeið í Kundalini yoga
- Free online meditation course
- Free Sahaja meditation course online
Hugleiðsla
Hér er að finna tengla þar sem þú getur lært og kynnt þér hugleiðslu.
- Listin að hugleiða
- Zen á Íslandi - Zen-hugleiðsla
- Kristbjörg
- Kundalini-hugleiðsla
- Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
- SGI-búddismi á Íslandi
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Skandinavíski yoga- og hugleiðsluskólinn
- Leiðbeiningar fyrir Zen-hugleiðslu
- Sahaja Yoga
- Brahma Kumaris - Raja Yoga hugleiðsla
- Jack Kornfield - Insight Meditation (vipassana)
- Centerpointe
- Ljósmiðlun
- Traditional Yoga and Meditation of the Himalayan Masters
- Innhverf íhugun
- Vipassana meditation course
Helg forn rit
- Veda-ritin
- Bhagavad Gita
- Bhagavad Gita
- Upanishads
- Upanishads
- Shiva sutra
- Brahma Sutra
- Yogasútrur Patanjalis
- Rig Veda
- Sama Veda
- Hatha Yoga Pradipika
- Shiva Samhita
- Gheranda Samhita
- Sacred Texts (Helg indversk rit)
- Biblían
- Dhammapada
- Kóraninn
Tímarit um andleg málefni
- Tímaritið Knowledge of reality
- Bindu - Tímarit Skandinavíska yoga- og hugleiðsluskólans
- Tímaritið Gangleri
- Primary Point - Zen
- Efnisskrá Ganglera frá 1926
- The Sufism Journal online
- The Theosophist
Bækur á íslensku um andleg málefni
- Starfsrækt (Karma yoga) - Swami Vivekananda
- Allar bækur Gunnars Dal
- Bækur eftir Alice Baily
- Martínus - Bækur á íslensku
- Launviska Vedabóka
Bækur um andleg málefni
- The Unknown Life of Jesus Christ
- Bók um Kriya Yoga
- Sjálfsævisaga Jóga
- Whispers from Eternity - Paramahansa Yogananda
- The Path - Swami Kriyananda
- God is for Everyone - Inspired by Yogananda
- My time with the master - Paramahansa Prajnanananda
- The Universe Within - Paramahansa Prajnanananda
- The art and science of Raja Yoga - Swami Kriyananda
- Complete work of Swami Vivekananda
- Gopi Krishna - Bækur, greinar og viðtöl
- Bókin Zen and the brain
- Zen Mind, Beginner´s Mind - Shunryu Suzuki-roshi
- Manual of Zen Buddhisim - D. T. Suzuki
- Stripping the Gurus
- Rödd þagnarinnar á ensku
- Eckhart Tolle - Stillness Speaks - Hljóðbók
- Bækur eftir Ramana Maharshi
- Saundarya Lahiri
- The Meditative Mind - Krishnamurti
- Krishnamurti´s Notebook
- Meditations - Krishnamurti
- The Serpent Power
- C. W. Leadbeater - Chakras: A Monograph
- Kundalini Yoga - Swami Sivananda
- Fríar bækur með Krishnamurti
- The Tibetan Book of Dead
- Karma Yoga - Swami Vivekananda
- Leiðarljós (Light on the Path) á ensku
- The Power of Now - Hljóðbók
- Hljóðbókin Breath sweeps mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
- On Having No Head
Greinar um andleg málefni
- Greinasafn Lífspekifélagsins/Guðspekifélagsins
- Greinar eftir Sigvalda Hjálmarsson
- Greinar og rannskóknir tengdar kundalini
- Krishnamurti - Greinar, viðtöl og tilvitnanir
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - I. Hluti
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - II. hluti
- Greinar úr zen-tímaritinu Primary Point
- Greinar eftir dr. Erlend Haraldsson
- Greinasafn Jóns L. Arnalds
- Yður er í dag frelsari fæddur? - Njörður P. Njarðvík
- Yoga og geðrækt
- Leiðin til hugljómunar - Sigvaldi Hjálmarsson
- Geinar úr tímaritinu Quest
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Íslenskir
- Kærleikssetrið
- Jógakennarafélag Íslands
- Lífspekifélagið/Guðspekifélagið
- AA
- CoDa
- Viska og gleði
- Kærleikssamtökin
- Björg Einarsdóttir
- Trú.is
- LAUSNIN - Baráttusamtök gegn meðvirkni
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Dulheimar - Andleg þróunarheimspeki
- Vetrarbrautin.com
- Listi yfir skráð trú- og lífskoðunarfélög á Íslandi
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Erlendir
- DharmaTalk með Thich Nhat Hanh
- Agni Yoga
- Meditation of the Himalayan Masters
- Vedanta Society
- Vedanta.com
- tantra-kundalini.com
- Ayurveda-próf - Hvaða líkamsgerð ertu?
- Prajnanamission
- Big Mind
- Vedanta Spiritual Library
- Great Integral Awakening
- Sounds True
- Wildmind - Buddhist Meditation
- Institute for Consciousness Research
- Biology of Kundalini
- Kundalini Research Network
- Hindu Tantrik Tradition
- Inner Self
- Spirit Voyage
- Dalai Lama kyrjar möntru úr Rig Veda
- Ýmislegt um Ramakrishna
- The Five Tibetan Rite
- Message from masters
- Bæklingur um sanskrítarframburð
- The Theosophical Society - International Headquarters
- Sri Vidya
- Vedanet
- Eastern tradition - Eastern Tradition Research Archive
- Lífspekifélög/Guðspekifélög um allan heim
Ýmsir andans menn
- Sigvaldi Hjálmarsson
- J. Krishnamurti
- Ken Wilber
- Gopi Krishna
- Swami Sivananda
- Osho
- Deepak Chopra
- Swami Vivekananda
- Sri Ramakrishna
- Yogi Hari
- Eckhart Tolle
- Yogi Shanti Desai
- Yogi Amrit Desai
- Shunryu Suzuki roshi
- Ramana Maharishi
- Sri Aurobindo
- Paramahansa Yogananda
- Paramahamsa Hariharananda
- Jakusho Kwong-roshi
- Jack Kornfield
- Swami Rama
- Grétar Fells
- D. T. Suzuki
- Dalai Lama
- Thich Nhat Hanh
- Eckhart Tolle
- Helena Blavatsky
- Paramahamsa Prajnanananda
- Rupert Spira
- Bodhidharma
- Om Swami
Lífspeki/Guðspeki
- Lífspekifélag Íslands
- Lífspekifélagið í USA
- Helena Blavatzky
- Facebook-síða Lífspekifélags Íslands
- Aðalstöðvar Lífspekifélagsins á Indlandi
Kriya Yoga
Hér er að finna tengla tengda Kriya Yoga
- Kriya Yoga Institute
- Paramahansa Hariharananda
- Paramahamsa Prajnanananda
- Bækur um Kriya Yoga eftir Hariharananda og Prajnananda
- Self-Realization Fellowship
- Ananda: The Teaching of Paramahansa Yogananda
- Cyberspace Ashram for Kriya Yoga
- Bókin Sjálfsævisaga jóga (Autobiography of a Yogi)
- Kriya Yoga - Swami Shankarananda Giri
- Kriya Yoga - Yogi Dhirananda
- Bók um Kriya Yoga á Netinu
- Kriya Yoga in the Lahiri Mahasaya family tradition
- Babaji´s Kriya Yoga
- Myndbönd um kriya yoga
- Prajnanamission
- Babaji Kriya Hatha Yoga - 18 Kriya Postures
- Umsókn - Kennslustundir hjá SRF
Hatha Yoga (Líkamsstöður - Teygjur)
- Yogavin
- Jóga hjá Kristbjörgu
- Jóga Stúdíó
- Jógakennarafélag Íslands
- Jóga Jörð
- Jen Reviews
- Sólir
- Yogashala
- Jógakennarar og jógastöðvar á Íslandi
Zen
- Zen á Íslandi
- Sonoma Mountain Zen Center
- Bókin Zen Mind, Beginners Mind eftir Shunryu Suzuki-roshi
- Bókin No Beginning. No End eftir Jakusho Kwong-roshi kennara Zen á Íslandi
- Hljóðbókin Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- The Teaching of Shunryu Suzuki-roshi
- San Francisco Zen Center
- Myndbönd með Suzuki-roshi
- Plum Village - Thich Nhat Hanh
- Zen of Recovery - Mel Ash
- Zen Road
- Zen sútrur
- Kwan Um School of Zen
- Daily Zen
- Big Mind
- Zen Peacemakers
- Suzuki-roshi 50
- Hljóðbókin Zen mind, beginner´s mind
- The Suzuki Roshi Audio Archive
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
Bloggvinir
-
thesecret
-
gudjonbergmann
-
gyda
-
heringi
-
gudmundurhelgi
-
braxi
-
fruheimsmeistari
-
vilborg-e
-
steina
-
ludvik
-
maggadora
-
baenamaer
-
perlaheim
-
vestfirdir
-
vglilja
-
palmig
-
einherji
-
andreaolafs
-
flinston
-
birnarebekka
-
tilfinningar
-
dizadj
-
gylforce
-
esa-emorea777
-
estersv
-
eydis
-
gudjonelias
-
heildraent-joga
-
heildraent-lif
-
guru
-
tru
-
fun
-
jensgud
-
josira
-
katrinsnaeholm
-
kari-hardarson
-
kiza
-
kjarvald
-
kristinnhalldor
-
kiddirokk
-
krilli
-
laufherm
-
mariaannakristjansdottir
-
manisvans
-
nanna
-
aronsky
-
huldumenn
-
ragjo
-
rose
-
straitjacket
-
vinur
-
nimbus
-
slembra
-
svanurg
-
toshiki
-
hanoi
-
thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna kemur STYRKLEKI GUÐSPEKIFÉLAGS-SINNA í ljós framm yfir þjóðkirkjuna
þ.e. að fólk komi saman til að leita lausna á lífsgátunni.
Jón Þórhallsson, 30.11.2021 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.