... við megum ekki trúa því sem sagt er ...

 

LÁVARÐUR BÚDDHA HEFUR SAGT að við megum ekki trúa því sem sagt er aðeins vegna þess að svo er sagt; né arfsögnum vegna þess að við höfum þær úr fortíðinni; né orðrómi sem slíkum; né skrifum spekinga af því spekingar skrifuðu svo; né hugdettum sem við höldum að engill hafi blásið okkur í brjóst (það er að segja því sem við teljum andlegan innblástur); né hugmyndum sem við fáum frá tilviljanakenndum ályktunum sem við kunnum að hafa dregið; né vegna þess sem virðist nauðsynlegt af hliðstæðum; né því sem byggist aðeins á áhrifavaldi kennara okkar eða meistara. En við eigum að trúa þegar ritverkið, kenningin eða ummælin eru studd af okkar eigin skynsemi og vitund. „Þess vegna,“ segir hann að lokum, „kenndi ég ykkur að trúa ekki vegna þess eins að þið hafið heyrt, heldur þegar og ef þið trúið samkvæmt ykkar innri vitund, að bregðast þá kröftuglega við í samræmi við það.“

(Secret Doctrine, III. Bindi, bls. 401)

 

Tekið úr bókinni Vitundarvígsla manns og sólar. Svo segir á Facebook-síðu Lífspekifélagsins: Sveinn Freyr Rögnvaldsson gamall félagi fór í sína síðustu för þann 28. s.l. Hann var mikill áhugamaður um Alice A. Bailey og þýddi með áhugamönnum um þróunarheimspeki eina bókina: Vitundarvígsla manns og sólar. Þessi bók mun liggja fram í félaginu sem gjöf frá honum fyrir þá sem vilja þiggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég á þessa bók og lærði mikið af henni. Ég keypti hana fyrir löngu í Kringlunni. Þetta er speki sem maður er alla ævina að tileinka sér, þannig er það um allt það dýrmætasta sem mannsandinn hefur kennt.

Ingólfur Sigurðsson, 2.4.2022 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 96173

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband