Dagskrá Lífspekifélagsins 19. og 22. október - Fjallað verður um fræði Martinusar

Hilmar Sigurðsson heldur fyrirlestur í Lífspekifélaginu miðvikudaginn 19. október kl. 20.00, um fræði Martinusar og er efni fyrirlestrarins um þróun mannsins.

Fyrirlestur: Þróunarstigi hinnar eilífu veru og hin eilífa vera handan dauðans.

Mannkynið stendur á mismunandi þróunarstigi og þess vegna verða árekstrar í samskiptum einstaklinga. Stór hluti mannkyns skilur ekki eða jafnvel neitar tilvist jarðvista. Sú afstaða skapar neikvætt viðhorf til lífsins og er í hrópandi mótsögn við raunveruleikann eða þá staðreynd að við fæðumst aftur og aftur og við það fáum við þá tilfallandi reynslu sem við þurfum til að þroskast og verða betri manneskjur í hinu eilífa verkstæði Guðs í átt að tindum ljóssins og að upplýstri tilveru. Ekki er hægt að ætlast til að manneskja bregðist við á ákveðinn hátt, ef hún hefur ekki næga reynslu, en sú reynsla sem veran öðlast eykur skilning hennar smátt og smátt. En í hinu daglega lífi milli jarðvista öðlast hún reynslu sem verður að efniviði sem við köllum minniseiginleika. Milli þessara jarðvista fáum við hvíld sem er nauðsynleg og þannig má segja að hinn andlegi heimur sé land gleðinnar og hamingjunnar, á meðan efnisheimurinn er verkstæði Guðs til sköpunar ,,manneskjunnar í mynd Guðs og líkingu“

Finnbjörn Finnbjörnsson heldur fyrirlestur í Lífspekifélaginu laugardaginn 22. október, kl. 15.00 um fræði Martinusar og er efni fyrirlestrarins um þróun mannsins.

Fyrirlestur: Dómsdagur og hið deyjandi afl - Myrkrið og fæðing ljóssins.


Mannkynið stendur á tímamótum. Sjúkdómar, siðleysi, byltingar, sjálfsvíg, morð og limlestingar, sálrænir sjúkdómar sem og skortur á framfærslu og lífsviðurværi eru allt þættir sem einkenna stóran hluta mannkyns okkar. Og ekki bætir úr skák framleiðslugeta vopnaframleiðenda, þar sem flestar þjóðir heimsins eyða risafjármunum í þessi vopnakaup, meðan stór hluti mannkyns býr við rýr kjör. Martinus líkir mannkyninu við einstakling, þ.e.a.s ef mannkynið væri einstaklingur sem myndi haga sér líkt og mannkynið gerir í dag þá myndum við sjá, að í öllum þeim styrjöldum, með þeim afleiðingum, þar sem sprengjuregni er varpað yfir saklausa borga og heilu borgirnar lagðar í rúst og jafnvel heilu þjóðirnar eru arðrændar til að viðhalda lúxustilveru annarra. Þar sem litla eða jafnvel enga hjálp er að finna handa þeim sem bágt eiga, þá myndum við komast að þeirri niðurstöðu, að ef mannkynið væri einstaklingur þá væri hann sennilega mjög andlega veikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

KJARNI MÁLSINS:

"Stór hluti mannkyns skilur ekki eða jafnvel neitar tilvist jarðvista.

Sú afstaða skapar neikvætt viðhorf til lífsins og er í hrópandi mótsögn við raunveruleikann eða þá staðreynd að við fæðumst aftur og aftur

og við það fáum við þá tilfallandi reynslu sem við þurfum til að þroskast og verða betri manneskjur í hinu eilífa verkstæði Guðs í átt að tindum ljóssins og að upplýstri tilveru".

---------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta er einmitt umræðan sem að vantar

hjá Þjóðkirkjunni, páfanum  og rúv-sjónvarpi;

þ.e. ENDURHOLDGUNAR OG KARMALÖGMÁLIÐ.

Hugsanlega væri heimurinn betri ef að allir væri meðvitaðir um þau LÖGMÁL.

Jón Þórhallsson, 18.10.2022 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband