Hljóður hugur

Almenn hugrækt, þe. athygliæfing, gerir manni kleift að vera það hugarástand sem kallast ótruflanleiki. Það felst í því að ráða hvort hughræringar (hugsanir, hugmyndir og svaranir í hugarstarfinu) koma eða ekki. En með áframhaldandi iðkun á sömu braut verðurðu hljóður hugur — sem er svo máttug kyrrð og stöðugleiki að hughræringar af hvaða tæi sem er fá engri truflun valdið. Hljóður hugur er að vera hljóður hugur þrátt fyrir truflun. Truflunin hættir að trufla. Þannig er hljóður hugur nákvæmlega sama og að vera óháður — sem einmitt er slíkt ásigkomulag sálarlífsins þegar engin geðbrigði eða hræringar hugans hafa þig á valdi sínu. Meginbreytingin liggur í því að þú getur virt fyrir þér þínar eigin svaranir (gegn skynjunum, hugsunum og ímyndunum) svo sem þær komi þér lítið eða ekkert við.

 

Sigvaldi Hjálmarsson – Stefnumót við alheiminn. Bókin fæst hjá Lífspekifélaginu, https://lifspekifelagid.is/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband