Dagskrá Lífspekifélagsins 24. og 25. janúar: Kyrrðarbænin með tónlist Centering Prayer og Egill í Englandi og samanburður á Brunnanburh ljóðinu og Höfuðlausn

 

24. janúar, kl. 20:00

Kyrrðarbænin með tónlist Centering Prayer

 

Fyrirlesari: Einar Gröndal

Tónlist: Hilmar Örn Agnarsson og Björg Þórhallsdóttir

 

 

 

Egill í Englandi og samanburður á Brunnanburh ljóðinu og Höfuðlausn

 

25. janúar, kl. 15:00

 

Egill í Englandi og samanburður á Brunnanburh ljóðinu og Höfuðlausn Brunnanburh ljóðið lýsir bardaganum á Vínheiði árið 937. Það má telja víst Þórólfur Skallagrímsson hafi látist í þeim bardaga og Egill hafi barist við hlið Aðalsteins konungs þar til yfir lauk og Ólafur Skotakonungur flúði með sínu liði. Þessum atburði er vel lýst í Egils sögu en fáir Íslendingar eru kunnugir Brunnanburh ljóðinu sem er hér á hinu forna máli og útskýrt. Það er ekki hægt að tala um þýðingu á íslensku enda þarf þess ekki því ljóðið er því sem næst á því máli sem prýðir elstu sögur og ljóð sem við teljum vera íslensk. Brunnanburh ljóðið er hér borið við Höfuðlausn sem líklega fjallar einnig um bardagann á Vínheiði og líkindi með ljóðunum skoðuð, en þau er mörg og jafnvel einstök og sem slík ýta undir þann skilning að mögulega var Egill Skallagrímsson höfundur Brunnanburh ljóðsins.

 

 

Fyrirlesari: Björn Vernharðsson er fæddur 1954 og er sálfræðingur að mennt, en hann hefur einbeitt sér að rannsóknum á fornmenntum síðustu árin. Fyrst með Egilssögu og atburðunum á Vínheiði 937 og enn frekari frásögnum í sögunni í samanburði við enskar heimildir. Í framhaldi hefur hann skoðað hin fornu Eddukvæði með tilvísanir til enskra heimilda og þá sérstaklega Völuspá og Grímnismál sem falla vel að enskum atburðum og staðháttum. Brunnanburh ljóðsins. Einnig hefur Björn rannsakað mynstur í fornum munum og steinkrossum með tilliti til staðhátta og fornra helgistaða með þá rannsóknar-tilgátu að margir þessara muna séu leiðarsteinar eða ferðaleiðbeiningar og megi skilgreina sem landakort.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 95446

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband