Ef þetta væri nú grunnhugsun allra trúarbragða ...

interfaithBest
 

Ég segi  mennina boðna og velkomna,

hvern veg sem þeir nálgast mig;

því að vegirnir sem þeir velja sér,

eru mínir vegir,

hvaðan sem þeir liggja ...

                                               

Bhagavad Gita IV, 11

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sæll minn kæri vin. 

Trúarbrögðin eru alla jafna góð og gild; það eru hins vegar margir í röngum klæðum sem túlka þau.  Sumir til góðs og aðrir til illra verka.  Ég held að ég hafi trú, en hún snýst aðallega um að hver og einn hafi eitthvað í sér sem gjaldi góðu gott og á stundum án skuldbindinga.  Það gerir mér gott og tel það eigi við um marga aðra.  Eins þessi þörf okkar að finna okkur í tengslum við aðrar manneskjur.  Auðvelt er að sameina menn undir merki einhvers konar trúar.  Þess vegna held ég að við eigum að vera umburðarlyndari í garð trúar annarra þó hún sé ekki yst sem okkar.

vcd 

Bragi Þór Thoroddsen, 8.6.2007 kl. 23:59

2 identicon

Sæll Leifur

Kannaðist við nafnið og kíkti á síðuna þína.

Innihaldsrík. 

Anna G á Patró.

Anna (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 11:01

3 Smámynd:                                           OM

Þakka þér fyrir að kíkja Anna og komdu við sem oftast. En að þér Bragi minn. Trú er persónuleg og þar ert þú sjálfs þíns herra og ræður því algjörlega hvernig þú skynjar og sérð almættið og ræður að sjálfsögðu hvað þú kallar það sem margir kalla Guð. Trú er persónuleg upplifun. En í mörgum trúarbrögðum er þér sagt hvernig þú átt að trúa og oft er ætlast til að þú gerir það blint. En þegar ég vitna í Bhagavad Gita, sem er reyndar eitt grundvallarrit hindúismans en hindúisminn er alla jafna mjög umburðarlynd trúarbrögð, þá á ég við að ef allir myndu hugsa sem svo að þeirra leið væri bara ein af mörgum og ekki sú réttasta þá væri heimrinn öðruvísi. Hugsaðu þér ef íslamskir öfgamenn myndu hugsa svona, en þá væru þeir reyndar ekki til og hann Gunnar okkar Þorsteinsson. Munum bara að það erum margar leiðir sem liggja upp fjallið og engin þeirra er réttari en önnur og á fjallstindinum hittast svo allir og hafa sama útsýni. Sama á við um trúarbrögðin, bara mismunandi leiðir að almættinu. Þess vegna er ég svona hrifinn af yoga; en yoga er ekki trúarbrögð heldur byggist yoga á trú. Hafðu það gott minn kæri, þurfum að fara að hittast.

Om Shanti,

gassho

Leifur

OM , 9.6.2007 kl. 13:11

4 identicon

Hér í danmörku er á østerbro kirkja allra trúarbragða. Hef því miður ekki farið en væri ekki dásamlegt að við værum öll að byðja til okkar æðrimáttar, eins og hver og einn skilur hann, hlið við hlið. 

jóna björg (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 09:52

5 Smámynd:                                           OM

Sæl

Þannig ætti þetta náttúrulega að vera og myndi leysa ýmis vandamál.

Om Shanti

Leifur

OM , 10.6.2007 kl. 11:56

6 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sæll aftur - VCD til þín - vaya con dios fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á því hvernig ég loka mínum skrifum.  Þetta er kórrétt hjá þér Leifur. 

Umburðarlyndið er það sem við þurfum og það í miklum mæli.  Vegurinn er góð bók, til á mínu heimili (fyrir vestan) og lesin, þó ég hafi ekki skilið hana vel þá. 

Öll trúum við á eitthvað,  ég trúi á það góða í mannskepnunni, þeirri grimmustu af öllum skepnum.  Sönnunin er meðal annars í þínu hjarta.

kv.

Bragi

vcd 

Bragi Þór Thoroddsen, 10.6.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband