Gallar annarra

Auðvelt er að sjá annarra galla

erfitt að koma auga á sína eigin.

Galla annarra greina menn samstundis

en fela sína eigin eins og fjárhættuspilari

sem hefur rangt við.

 

 

Sá sem einblínir á galla annarra

og horfir sífellt á mistök manna

hann eykur eigin spillingu

hann á langa leið fyrir höndum.

 

 

Dhammapada (Þýð.: Njörður P. Njarðvík)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Held að Einar hafi tekið gallann minn á Tjaldinum...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 13.8.2007 kl. 11:50

2 Smámynd:                                           OM

Fór hann ekki út um lensportið?

LL 

OM , 13.8.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Það var færeyingurinn.  Sé enn eftir honum.  Held að Johnseninn hafi tekið hann, fyrir mistök.  Þetta var jú við Eyjar á þrifaillskunni.  En góð og þörf ábending hjá þér þrátt fyrir þennan útúrsnúning minn.  Annarra manna gallar er það sem við sjáum hvað best, svona bjálka/flísa syndrome.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 13.8.2007 kl. 16:04

4 identicon

Þú hefur svo fáa galla að stundum held ég að þú sért alveg að verða fullkominn. Er alltaf að reyna að ná þessum aga sem þú hefur á sjálfum þér. ( Góðir hlutir gerast hægt )

Jóa (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 19:18

5 Smámynd:                                           OM

Sæl systir og takk fyrir innlitið og athugasemdina. Það er nú ekki rétt hjá þér að ég hafi fáa galla, þeir eru mjög margir, maður er bara ekkert alltaf að sýna þá.

Aginn er bara vani sem maður kemur sér upp og hættir að pæla í hvort mann langi að gera eitthvað ákveðið, eins og að vakna á morgnana og hugleiða, og gerir það bara hvort sem mann langi til þess eða ekki. Stundum nenni ég ekki að tannbursta mig en ég hugsa voða lítið um það og geri það. Annars er ég agalaus á sumum sviðum og á sumum sviðum er ég agalegur eins og í súkkulaðinu.

Gangi þér vel og vonandi heldur þú áfram að hugleiða.

Kær kveðja, Leifur

OM , 18.8.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 96770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband