Orkustöðvarnar

 baba

Það hafa verið gefnar út margar greinar um leyndardóma orkustöðvanna og hvernig á að nota þær til heilunar. Í þessum kafla er lögð eingöngu áhersla á hvernig á að hreinsa þessar stöðvar til andlegrar vakningar og hvernig á að viðhalda sterkri orku. 
Orkustöðvunum er lýst sem lótusblómum með mismunandi fjölda krónublaða sem viðhalda undraverðri orku.  Sumir
hallmæla þeim sem dulspekilegu bulli sem skortir alla efnislega undirstöðu.  Enn aðrir vara við þeim hættum sem gætiu fylgt því að örva þær, sérstaklega kundalini orkunna sem er sögð geymd í snákslíki við rætur hryggjarsúlunnar.


Í orkustöðvunum búa ýmsir mannlegir kostir og verður sagt frá tengslum þeirra við hverja orkustöð, og bent á leiðir til að koma auga á kosti þeirra, stjórna þeim og beina að takmarki fullkominnar hamingju í stað þess að fjalla um huglægar orkustöðvar, margslungin form þeirra,  fjölda krónublaða á hverri o.sv.fr. 

Raunverulegur hagur

Aðalatriðið  er hver hinn raunverulegi hagur er og hver verður afleiðing þróunar orkustöðvanna með andlegri ástundun. Hverning við getum öðlast  auðlegð, frægð, fullnægu  tilfinninga okkar, skapandi hugsun og að lokum andlegan skilning með því að virkja og þekkja orkustöðvar okkar? Það er þetta sem þessi grein fjallar um. Hver orkustöð býr yfir  óhemju miklum möguleikum, sem getur fullnægt okkar dýpstu þrám og einnig steypt okkur út í hina dýpstu örvæntingu. Þegar við einu sinni höfum lært að hafa stjórn á orkustöðvunum með hugleiðslu, eru okkur engin takmörk sett í líkamlegri, efnislegri, tilfinningalegri og andlegri viðleitni.
Hinar sjö aðalorkustöðvar liggja
meðfram  hryggjarsúlunni. Frá heilanum koma þúsundir taugabrauta, sem á nokkrum stöðum í mænunni eru mjög nálægt hver annari. Þegar slíkt gerist, verða til nýjar rásir eða orkusvæði. Þessi orkusvæði eru kölluð orkustöðvar. Það er  ekki hægt að benda á orkustöðvarnar líffræðilega. Þær eru hárfín orkusvæði í hryggnum. Það eru þessi sjö aðal orkusvæði sem kallast orkustöðvar eða lótusar. Nú á tímum eru þær einnig kallaðar “plexuses”. Þær eru:

  • Muladhara orkustöð, rótarstöð eða peningastöð við rófubein (neðst í hryggnum)
  • Swadishthana orkustöð, við spjaldhryggur, önnur orkustöð sem er staðsett í spjaldsvæðinu.
  • Manipura orkustöð,  naflastöð við lendarsvæði 
  • Anahata orkustöð, við brjóstsvæði, hjarta orkustöð er í brjóstbaki
  • Visuddaha orkustöð, hálsstöð í hálssvæði
  • Ajna orkustöð, sálarorkustöð nálægt heiladingli
  • Sahasrara orkustöð, höfuðstöð og er efst á hvirflinum 

Hryggurinn eða mænurásin er sett saman af  33 hryggjarliðum, þar af eru fjórir sem eru vaxnir saman og orðnir að einu beini, spjaldbeininu. Neðst í hryggnum þar sem hann er samvaxinn er Muladhara orkustöðin staðsett. Það eru 24 hryggjarliðir sem sjá um 24 grunnreglur líkamans. Sá sem getur með einbeitingu  haft stjórn á hryggnum getur líka haft stjórn á þessum 24 grunnreglum. Þær eru:  fimm element / frumefni (jörð, vatn, eldur, loft og himin), tíu skynfæri (fimm með tilfinningalega skynjun – tunga, húð, nef, eyru og augu; fimm með hreyfiskynjun – munnur, fætur, hendur, æxlunarfæri og endaþarmsop), fimm lífsnauðsynlegir andardrættir, og fjögur innri verkfæri: (hugur, vitsmunir, sjálfið og minni).


Heldur en að fara ítarlega í tæknilega umræðu um eiginleika hverrar orkustöðvar fyrir sig, verður lögð áhersla á þann ávinning, sem þekking á  hvaða hlutverkaskipan sem hver þeirra hefur,  og hvernig við getum haft stjórn  á þeim öllum. Þannig getum við fengið ótakmarkaðan frið og aukna hamingju. Orkustöðvarnar eru verkfæri fyrir framvindu og frelsun mannkyns.

Paramahamsa Prajnanananda - The Universe Within

Sjá meira hér:http://www.kriyayoga.is/chakras/Chakras.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa góðu grein.

Björg F (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 22:42

2 Smámynd:                                           OM

Já og á allar hinar orkustöðvarnar og í raun á allt heila kerfið.

Kv. LL

OM , 30.8.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ertu ekki að grínast?  Trúir þú þessu virkilega

Matthías Ásgeirsson, 7.9.2007 kl. 15:01

4 Smámynd:                                           OM

Sæll Matthías

Ég hef birt fjöldan allan af færslum á þessu bloggi. Ég birti þær oftast án þess að leggja nokkurt mat á þær, þ.e. segi ekki mitt álit né hvort ég trúi því sem ég birti eða ekki, það skipti ekki öllu máli. Hvort þetta að ofan er satt veit ég ekkert um, en orkustöðvarnar eru til og kundalini líka (það getur þú reynt með því að prófa að iðka hugleiðslu í einhvern tíma og jafnvel farið að finna fyrir þessu sjálfur) en hvort það er eins og að ofan veit ég ekki eins og ég sagði fyrr. Takk fyrir innlitið.

Kv. LL

OM , 7.9.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband