HIN GÖFUGA ÁTTFALDA LEIÐ BÚDDISMANS

 
  1. Rétt viðhorf
  2. Rétt ætlun
  3. Rétt tjáning
  4. Rétt hegðun
  5. Rétt lífsviðurværi
  6. Rétt áhersla
  7. Rétt athygli
  8. Rétt einbeiting

1. Rétt viðhorf

er upphaf og endir leiðarinnar. Það felur í sér að sjá og skilja allt eins og það er í raun og veru og raungera Hin Fjögur Göfugu Sannindi. Þannig er Rétt Viðhorf þekkingarhluti viskunnar. Það þýðir að maður sér í gegnum allt og skilur hverfulleika og ófullkomleika alls sem er af þessum heimi bæði hluti og hugmyndir og skilur jafnframt lögmál orsaka og afleiðinga (karma). Rétt viðhorf er ekki endilega tengt vitsmunum frekar en viskan sjálf. Rétt viðhorf öðlast maðurinn með því að nýta alla þætti hugans. Upphafspunkturinn er innsæi með fullkomnum skilningi á innsta eðli allra hluta og þar með lausn frá þjáningunni. Þar sem viðhorf okkar til heimsins formar hugsanir okkar og gerðir, vísar Rétt Viðhorf okkur til réttra hugsana og réttra gerða.

" Rangt viðhorf lýsir því hvernig við fastmótum hugmynd (conceptualization). Einhver gengur á móti okkur og allt í einu frjósum við. Við frystum ekki bara okkur sjálf heldur líka rýmið, sem persónan sem gengur á móti okkur í, á eftir að fara í gegnum áður en við mætum henni. Þessa persónu sem mætir okkur köllum við "vin" eða "óvin". Þannig gengur persónan inn í frosið rými fastmótaðra hugmynda- "þetta er þetta" eða "þetta er ekki þetta". Þetta kallaði Búdda "rangt viðhorf". Viðhorf sem er fast við hugmynd sem er ófullkomin vegna þess að við sjáum aðstæðurnar ekki eins og þær eru. Á minn bóginn eigum við möguleika á því að frjósa ekki og sömuleiðis frysta ekki aðstæðurnar og rýmið. Þá gengi persónan og við sjálf inn í smurðar aðstæður okkar og þess sem við mætum eins og við erum á því andartaki. Andartakið getur því orðið til og um leið skapast opið rými. Auðvitað getur þessi opnun líka verið tengd hugmyndafræði en sú hugmyndafræði þarf ekki endilega að vera fyrirfram ákveðin. Heimspekilegt viðhorf til þess andartaks yrði þá; "Þessi persóna sem mætir mér er ekki vinur minn og er þessvegna ekki heldur óvinur minn. Hún er einungis persóna sem mætir mér. Ég þarf ekki að dæma hana á neinn hátt." Þetta er kallað "Rétt Viðhorf" Chögyam Trungpa

Sjá: www.zen.is     

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband