HIN ALHEIMSLEGA YOGAHEFÐ

 

Hefðbundnum trúarbrögðum með kennisetningar sínar og helgisiði, boð og bönn, hefur ekki aðeins mistekist að koma til móts við djúpstæða þörf mannsins fyrir andlega uppljómun, heldur hafa þau gert illt eitt. Trúarbrögðin hafa aðgreint mannkynið og gert kirkju og klerkaveldi kleift að misnota fólk bæði efnalega og siðferðilega. Sú barátta og spenna sem rekja má til trúarlegs ágreinings hefur átt drjúgan þátt í mannlegri þjáningu.

 

En sérhverjum tíma og menningu hefur fylgt fámennur hópur manna sem leitað hafa hið innra, að uppsprettu ljóss og góðleika, óblindaðir af innantómum formum trúarbragðanna eða líflausum guðfræðikenningum. Leit þeirra, sem ekkert á skylt við venjulega siðfræði eða trúarkreddur, birtist á ljósastan hátt í iðkun sem nefnd er yoga. Yogahefðin er ekki bundin við Indland, gagnstætt því sem almennt er haldið og yoga er ekki einhver dulin starfsemi, sem aðeins fáir eiga aðgang að. Yoga er tengt alheimslegri hreyfingu leitar og skilnings, sem streymt hefur gegn um aldirnar um mismunandi skóla sem fengist hafa við ummyndun mannsins: Í Egyptalandi og Grikklandi, hefð súfa, fræðslu búddhista og taóista, í kristinni hefð, Tantra og Vedanta; inn við hjarta ytri kennisetninga liggur lífsmáti og þjálfun, sem hentar hinni innri leit, og sem táknuð er með orðinu yoga.

 

Yoga er orð sem hefur fengið margar merkingar því það er of innihaldsríkt hugtak til að auðvelt sé að þýða það. Í kjarna sínum er það tengt endalokum hins einstaklingsbundna sjálfs, þess sjálfs sem talar mörgum tungum hugsana og langana. Þegar það misræmi sem hinar aðgreinandi athafnir sjálfsins framkalla, hætta með öllu, uppgötvast hið innsta eðli vitundarinnar. Hápunktur yoga er sagður vera ástand aðgreiningarleysis og eðlilegs samræmis.

 Radha Burnier (Þýtt úr The Theosophist af E.A) Sjá meira hér: http://www.gudspekifelagid.is/rada_burnier.htm 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Búinn að tala við Sollu um þetta?  Snorrann og það allt?

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 6.10.2007 kl. 18:29

2 Smámynd:                                           OM

Já, já elsku karlinn minn ég er búinn að ræða við hana. Hún samþykkti þetta. Þannig laggó dán bíló........................... .

Hefur þú heyrt í Einsa rottuvælara. Bíó??? 

Kv. LL

OM , 6.10.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband