Klukk

 

Ég var víst klukkaður eins og það kallast víst af einum að mínum bestu vinum honum Braga  http://www.braxi.blog.is/blog/mr_hyde . Ég hef þetta svipað og þú Bragi minn samt ekki eins. Ég verð víst  að skrifa eitthvað sem kemur frá sjálfum mér þó svo ég hafi sagt hér vinstra megin á síðunni að ég hafi ekki ætlað að gera það. En þegar maður er klukkaður verður maður að játa upp á sig einhverja 8 atriði. En þú byrjar ballið:

1.      Ég er mikil tilfinningavera líkt og þú Bragi. Geri ekki flugu mein í dag í orðsins fyllstu merkingu en hef  þó aldrei grátið í bíó.

2.      Ég er mjög trúaðu á minn hátt en fylgi engum trúarbrögðum þau hafa engin endanlega svör. Það er mikil munur á trú og trúarbrögðum. Trú er persónuleg en í trúarbrögðum er oftast eitthvað yfirvald sem segir þér hvernig þú átt að trúa, sem gengur náttúrulega ekki upp að mínu mati. Ég trúi að öll trúarbrögð leiði að sama marki og sami Guðinn er á bak við þau öll. Annars er Guð bara þriggja stafa orð og segir ekkert meira. Þú ert dropinn og almættið hafið, þannig lít ég á þetta. Tilgangur okkar er svo að sameinast hafinu á ný og er hugleiðslan helsta tækið til þess. Bókstafstrúarmenn eru einhverjir þeir alleiðinlegustu menn sem ég veit um. Flestir egóistar fram í fingurgóma án þess að sjálfsögðu að sjá það sjálfir. Ég iðka yoga, sem er ekki trúarbrögð, og ver töluverðum tíma í hugleiðslu og hugleiði  ég kvölds og morgna og það heldur geðheilsunni í góðu lagi.

3.      Ég er mikill dýravinur og á einn hund sem heitir Fidel Castro og reyndar átti ég tvo páfagauka sem hétu Yogi og Snúlla en þeir féllu frá fyrir stuttu. Það er ekki til veiðieðli í mér og ég held að það sé alls ekki í hinu sanna eðli mannsins, þ.e. að þurfa að drepa dýr. Ég er enn með móral yfir múkkunum sem ég skaut á sjónum með byssunni hans Braga. Ég get varla drepið dýr og eins og ég sagði fyrr þá geri ég ekki flugu mein. Þegar könguló eða geitungar gera sig heimakomin á heimili mínu þá reyni ég alltaf að ná þeim lifandi og sleppi þeim. Líkt og vinir mínir í austrinu álít ég allt líf heilagt, ahimsa, kallast það í yogafræðunum, þ.e. ofbeldisleysi. Ég reyni að fylgja því þó svo ég verði að verja son minn og konu ef einhver dýr myndi ráðast á þau eða mig sjálfan mig.

4.      Ég er vinstri sinnaður en ekki flokksbundinn því ég tel það koma í veg fyrir gagnrýna hugsun. Ekkert sorglegra en Sjálfstæðismaður að verja gjörðir Davíðs á Davíðstímanum svokallaða en vonandi gerir einhver ,,Krjúsjoff” upp þennan tíma í framtíðinni. Eins og ég sagði þá er ég frekar langt til vinstri og sumir myndu jafnvel kalla mig sósíalista og mér er alveg sama það er alls ekki skammaryrði í mínum huga.

5.      Ég er rokkari inn við beinið. Hlustaði reyndar meira á rokk á mínum yngri árum en ég hef mjög gaman hljómsveitum eins og Deep Purple, Led Zeppelin, Black Sabbath, Iron Maiden, Ac/Dc, Dio, Rolling Stones, Bítlunum, gömlum blúshundum og kántríhetjum. En mitt uppáhald í tónlist nr. 1, 2 og 3 er Bob Dylan. Ég fullyrði að það mun enginn annar eins tónlistamaður eins og hann koma fram á sjónarsviðið. Hann er algjörlega magnaður.

6.      Helsti gallinn minn, sem er jafnframt kostur, er að ég vill hafa allt í röð og reglu hver sem ég er, þoli ekki að hafa allt í drasli. Þess vegna getur konan mín orðið ansi þreytt á mér.

7.      Ég drekk ekki né reyki en það hefur ekki alltaf verið svo gott. Ég hætti að drekka fyrir rúmlega 7 árum og stuttu seinna hætti ég að reykja.

8.      Það sem ég þoli ekki í fari manna er óheiðarleiki og óstundvísi og ég reyni því að tileinka mér þessa eiginleika.  

Jæja, þá eru komin 8 atriði og vonandi njótið þið en þetta geri ég ekki aftur. Ég ælta að klukka Veruna sem er mjög hrifin af síðunni minni en ég veit ekkert hver þetta er. Hann er reyndar ekki á Moggablogginu en það ætti ekki að skipta máli. Slóðin er hér: http://www.minnsirkus.is/userpage/default.aspx?user_id=5533  Vonandi sér Veran þetta því ég kann ekki að kommentera á síðuna hjá þér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Takk kallinn minn.  Þú ert barasta góður eins og alltaf.

viva fidel

... lifi byltingi, eða var það ekki titill á LP eftir meistarann, Revolution?

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 13.10.2007 kl. 13:57

2 Smámynd:                                           OM

Þetta viltu. Revolution er ekki nafn á LP eftir Lennon né Dylan ef þú ert að meina þann síðarnefnda en Revolution er lag af Hvíta albúminu svokallaða með Bítlunum. "Say you wanna revolution...." og það vilt þú minn kæri.

Kveðja, f.h. Reykjavik Anarchy Harvest 

Leifur

OM , 13.10.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Rétt, var með Desire í huga, minn mengaði hugur bregnlaði þessu.  Þarf ekkert að afsaka mig, þú þekkir mig  og minn Alzh....

Bragi Þór Thoroddsen, 13.10.2007 kl. 14:43

4 identicon

Þetta var magnað hjá þér Leifur. Saknaði þín á Sesshin um daginn. Þetta var rosa partý.

Guðmundur Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:57

5 Smámynd:                                           OM

Sæll Guðmundur

Já, ég trúi því að þetta hafi verið flott partý en mig langaði mjög að fara og var búinn að skrá mig en svo sá ég að ég hafði ekki tíma. Er að vinna, með einn 15 mánaða og eitt á leiðinni í febrúar og einn hund. Þannig það er nóg að gera en ég var með ykkur í huga þegar ég settist á púðann, sem ég geri kvölds og morgna. Gangi þér vel og takk fyrir innlitið.

Gassho

Leifur

OM , 16.10.2007 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband