Er taó í kúamykju?

 

Fyrst taó er hvað sem er, er þá taó þá t.d. í kúamykju?

Já, taó er í kúamykju.

Er taó í þjófum og glæpamönnum?

Já, taó er í þjófum og glæpamönnum.

Hvernig birtist taó í skítnum?

Taó gerir skítinn ómissandi hlekk í lífskeðjunni, hluta af samræmdri heildarmynd.

Hvernig birtist taó í þjófum og glæpamönnum?

Taó vinnur sífellt í hverri lífveru henni til heilla. Taó vinnur hægt en lætur um síðir hið illa eyða sjálfu sér. Taó vinnur hægt en breytir smám saman illum verkum í þjáningu og þjáningunni í skilning. Taó vinnur hægt en vekur um síðir hina sönnu iðrun sem leiðir til andlegrar endurfæðingar. Taó kemur öllu að lokum á rétta braut.

 

Gunnar Dal. 1998. Litla bókin um Tao. Litla bókin um zen. Munninn bókaútgáfa, Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Spurning hvort það er kúamykja í taoinu?

Hljómar fyrir mér fáfróðum eins og eitthvað frá NINGS. 

Vil hafa það án kúamykju...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 25.11.2007 kl. 14:46

2 Smámynd:                                           OM

Taó í hoi-sin sósu. Sælgæti.

Om Tao

LL 

OM , 25.11.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 96228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband