Flest okkar eyða ævinni innilokuð í fangaklefa eigin hugsunar

 

Flest okkar eyða ævinni innilokuð í fangaklefa eigin hugsunar. Sjálfsupplifunin, skilyrt af fortíðinni og viðhaldið af misjafnlega sjálfhverfri hugsun, takmarkast við þær hugmyndir sem við gerum okkur um það sem við köllum ,,ég".


Samt er í okkur öllum vitundarvídd sem nær miklu dýpra en nokkur hugsun. Og hún er kjarni þess sem við erum. Við getum kallað hana núvist, varurð eða óskilyrta vitund, en líka Búddaeðlið eða Krist hið innra.

 

 

Eckhart Tolle - Kyrrðin talar (Vésteinn Lúðvíksson þýddi)

 

 

Sjáið Eckhart Tolle í beinni á Netinu 7. og 8. mars.

Sjá nánar hér: http://www.soundstrue.com/news/wn0208b/index.html 

 

 

Hér getið þið séð smá myndbrot með Tolle: http://www.boomboxradio.com/soundstrue/Modules/ShoppingCart/sample_Video.aspx 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég þakka fyrir þessu  stórkostlegu orð! Þau eru þægileg tilfinning um að fólk sé til sem veit grunninn í mannfólki.

Er giftur búddista og er kristinn sjálfur, búið í 3 ár með búddistum í nokkrum löndum í Asíu og hef lært að meta þá speki sem auðmjúkt fólk hefur langt fram yfir okkur "unglingana" s.k. kristnu á Íslandi. Ég er 54 ára og hef skilið eftir veru mína í Asíu að ég er óuppalin, fullur af ranghugmyndum og tek þátt í daglegu lífi sem er langt frá minni betri vitund. Ég verð að sætta mig að vera eins og aðrir. Viðurkenni að ég er persónulega feimin að tala um þennan sannleika sem þú vitnar í og segir hér að ofan. Góð hvíld að lesa svona frá argaþrasi einskisnýtra hluta.

Óskar Arnórsson, 4.3.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Ólafur Aron Sveinsson

hehe Búdda og Kristur eru bestu vinir eftir allt saman, ég hef mikla unun af að nálgast kristni útfrá búddísku sjónarmiði og öfugt. Mesta unun hef ég þó á því að komast í tengingu við þá vitund sem ég er, sem tengir okkur öll saman órjúfanlegum böndum í kærleiksríkri þögn, sem fær mann á sama tíma til að brosa af þessu öllu saman...takk

Ólafur Aron Sveinsson, 4.3.2008 kl. 15:02

3 Smámynd:                                           OM

Óskar: Við gætum lært svo margt af þeim í austrinu og þau reyndar af okkur en ég er ákaflega hrifinn af búddismanum sem er varla hægt að kalla trúarbrögð, frekar vísindi hugans eins og Dalai Lama sagði. Takk fyrir innlitið og gangi þér vel.

Ólafur: Búdda og Kristur hefðu orðið mestu mátar og voru með sama landakortið en mismunandi nöfn. "When you are a truly happy Christian, you are also a Buddist. And vice versa." - Thich Nhat Hanh.

Ég er sammála þér að mesta fjörið er í því fólgið að nálgast þessa vitund sem þú í raun ert og það þarf enginn trúarbrögð til þess, þau geta jafnvel verið hindrun ef viðkomandi sér ekki samhengi hlutanna. Gangi þér vel. Hvernig gengur að hugleiða annars? Ertu að hugleiða með hópnum?

Kv. LL 

OM , 4.3.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband