Prajnaparamita verður á landinu 12. - 14. september

 

Prajnaparamita er meistari sem hefur vaknað til vitundar um sitt sanna sjálf. Hún mun koma með náð sína og blessun til Íslands í september í röð fimm tveggja tíma langra samræðna (satsang).

 

Hún fetaði sína andlegu braut í gegnum Advaita, Buddhisma, Ch’an og Zen. Ekki er þó um hefðbundna kennslu að ræða. Frekar verður í rólegri samveru með henni til sjálfssprottinn sannleikur sem blæs fólki í brjóst löngun til þess að vakna til visku síns eigin hjarta og dvelja í friði hins innra sjálfs.

Staðsetning
RÓSIN, Bolholti 4, fjórða hæð, 105 Reykjavík

 Sjá meira hér: www.leidarljos.net

Prajnaparamita

Prajnaparamita fæddist í Hollandi, hún lagði stund á ýmis fræði í hinu hefðbundna menntakerfi en fann sig ekki á þeirri braut. Í leit sinni hitti hún loks hugljómaða sál sem síðar varð hennar fyrsti meistari. Hafði hann svo mikil áhrif á hana að hún gaf hjarta sitt og líf í andlega vinnu.

Eftir fráfall meistara síns, hitti hún sinn núverandi meistara, ShantiMayi, og varði hún miklum tíma með henni bæði á Indlandi sem og í Evrópu. Fyrir um áratug var hún hvött af meistara sínum til þess að bjóða fólki satsang sjálf "komdu með þau heim" var boð hennar.

Hún varð þar með annar af tveim vestrænum meisturum í línu meistara sem heitir Sacha Sangha og er ævaforn lína/ættkvísl sem á rætur að rekja til austur Indlands. Elsti núlifandi meistari í þessari línu heitir Maharajji og býr í Laxmanjhula á Indlandi.

Prajnaparamita hefur nú í áratug gefið satsang víðsvegar um veröldina og um hana hefur safnast mörg hundruð manns sem hún hefur leiðbeint með visku sinni og kærleika.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 96755

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband