Hvernig eigum við svo að fara að því að nálgast okkar Dharma og lifa upp til þess í hinu daglega lífi? Hvaða kröfur gerir Dharma til okkar?

 


Við skulum fyrst athuga hvernig Karma virkar í lífi okkar. Orðið Karma merkir tvennt - í fyrsta lagi lögmál orsaka og afleiðinga, það hvernig afleiðingarnar tengjast orsökunum - í öðru lagi er Karma notað yfir karmaskuldir okkar, þ.e.a.s. þær orsakir sem ekki hafa ennþá öðlast afleiðingar. Lögmálið segir svo að allt sem fyrir okkur kemur, andartak fram af andartaki, hverja einustu sekúndu lífs okkar frá vöggu til grafar - séu karmaskuldir í uppfyllingu. Það sem kemur fyrir okkur á þessu andartaki er afleiðing fyrri athafnar eða samspils athafna og sú einstaka afleiðing eða karmaskuld er þarmeð uppfyllt og kemur aldrei aftur. Það mekir ekki að það komi ekki önnur eins eða samsvarandi. Það fer eftir því hvernig við bregðumst við því sem kemur til okkar, eða öllu heldur, hvort við bregðumst við yfir leitt. Við skulum taka mjög einfaldað dæmi. Segjum að ég sé sleginn utanundir, þ.e. löðrungaður af einhverjum. Samkvæmt lögmálinu á ég það skilið vegna þess að ég hef einhverntíma sjálfur gefið viðkomandi á hann. Við erum því kvittir ef... - ef ég bregst ekki við löðrungnum. Ef ég hinsvegar slæ viðkomandi strax aftur á móti, geld líkt með líku, hef ég aftur komið á misræmi, sem vinna verður upp síðar.Í flestum tilfellum er þetta ekki alveg svona einfallt. Karma vinnur nefnilega fyrst og fremst í gegnum tilfinningarnar, því það er í dulvitundinni sem við geymum karmaskuldirnar. Það fer því e.t.v. fyrst og fremst eftir því hvernig eða hvort við bregðumst við tilfinningalega, hvort við skiljum eftir okkur slóð karma eða hvort við göngum um heiminn án spora. Það eru sjaldnast ytri athafnir sem segja til um hvort við gerum rétt, heldur innri afstaða, innri tilfinning eða innri skilningur. Sá sem starfar af fullkomnum skilningi og kærleika gerir aldrei illt, hverjar sem athafnir hans kunna að vera! Í þessu er fólginn leyndardómur þess að vera réttlátur. Líttu á afstöður þínar fremur en verk þín, þegar þú reynir að meta hvort þú ert að gera rétt og farða afar varlega í að dæma athafnir annarra því þær segja ekki alltaf sannleikann um innrætið. Hér erum við farin að nálgast Dharma, en það er þó meira en bara það að gera rétt. Dharma felur nefnilega í sér tilganginn með lífi þínu. Ekki þinn persónulega tilgang, ekki þinn tilgang, heldur miklu æðri og meiri tilgang - tilgang tilverunnar með lífi þínu! Og til að finna út hvert þitt Dharma er þarftu fyrst að finna hver tilgangur tilverunnar í heild er og síðan hvert þitt sérstaka hlutverk er, ekki var, ekki verður í framtíðinni, heldur er núna. Þú skalt ekki leita langt frá þér, hjá vitringum eða í bókum, því þitt Dharma er hvergi að finna nema í þér.



Leyfið mér að leggja á borðið auðskilið dæmi um Dharma. Þegar egg frjófgast hefst ferli sem nefnt er frumuskipting. Það fara að myndast frumur í milljónatali og til að byrja með virðast þær allar vera eins. fljótlega kemur þó að því að þær fara að greinast í hópa, sem síðar verða að limum og líffærum verðandi fósturs. Þótt allar frumur virðist eins í upphafi er eins og stasetningin í líkamanum gefi þeim mismunandi hlutverk eða Dharma. Í heilbrigðum og eðlilegum líkama vinna þessir milljarðar fruma eins og ein órofa heild. Þær sinna allar með tölu skyldum sínum á einhvern undursamlegan hátt. Og yoginn segir að þær mundu gera það miklu lengur en raun ber vitni ef ekki kæmi til tilfinningar og hugsanir íbúandans, þín og mín. Og hvað gerist ef einhver fruman slítur sig út úr hópnum og fer að lifa sínu eigin lífi, taka sitt líf í sínar hendur? Eitt sem við vitum að getur gerst er nefnt krabbamein, stjórnlaus frumuskipting án tillits til umhverfisins.



Þetta gefur okkur e.t.v. eilitla en þó raunhæfa mynd af því hvers eðlis Dharma er. Það segir okkur að þitt Dharma, mitt Dharma og Dharma allra annarra eru samtengd í eina heild og að mínar athafnir, mínar afstöður koma öllum heiminum við. Við erum öll ein órofa heild, frumur í einu stóru lífsblómi. Lifum við í dag samkvæmt samkvæmt því? Hvað ætli séu margar "heilbrigðar" frumur í mannkynslíkamanum?



En það sýnir okkur líka hver leyndardómur rétts lífernis er. Lykilorðið er auðsjáanlega eining, sem í okkar lífi merkir það sama og bræðralag. Alger fjarvist eigingirni, að lifa fyrir og í samræmi við heildina, að rækja sitt hlutverk í stað þess að vera alltaf að skipta sér af hlutverki náungans, en fyrst og fremst að skilja og þykja vænt um tilveruna eins og hún er og vita sinn stað í alheiminum. Þetta er leiðin til Dharmans, leiðin til fullkomnunarinnar.



 

Einar Aðalsteinsson - Erindi á sumarskóla Guðspekifélagsins 1996.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki felli ég mig við þessa kaldranalegu karmakenningu að allir eigi allt skilið sem fyrir þá kemur, t.d. einstaklingur sem er dæmdur saklaus og tekinn af lífi. Þá hefur hann víst til þess unnið í fyrra lífi. Hann sé að kvitta fyrir skuld sína í fyrra lífi, skeflilegt illvikri hefur hnan framið Að nokkrir menn skuli halda fram svona ósköpum. En vel má þó vera að karmakenningin sé fágaðari en þessi skilningur sem Einar setur fram gerir ráð fyrir. Mér skilst að svo sé en ekki er víst sama hver leggur út kenninguna fremur en fyrri daginn.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.11.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 96737

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband