Fyrstu þrjú hundruð árin eftir komu Búdda, átti búddisminn sér enga mannlega eða fýsíska ímynd af Búdda

 

Fyrstu þrjú hundruð árin eftir komu Búdda, átti Búddisminn sér enga mannlega eða fýsíska ímynd af Búdda. En eftir innrás Alexanders mikla í Austurlönd fjær voru það handverksmenn í Gandhara (sem er nú í Afghanistan) sem voru þeir fyrstu til að gera Búddalíkneski í mannsmynd. Hugmyndin breiddist síðan út.

 

Það gæti sýnst vera auðveldara að útskýra Búddismann án þess að þurfa að útskýra nein forms- eða iðkunaratriði. Dogen (faðir Soto zen-iðkunar í Japan á 13.öld) skrifaði eitt sinn að það að fórna reykelsi væri góð iðkun en ekki endilega nauðsynleg, en að zazen væri nauðsynlegt til að fylgja eftir "Veginum". Suzuki-roshi lærði ensku hjá frú Ransom og ólíkir siðir settu í upphafi lit sinn á samneyti þeirra meðal annars þættir í zeniðkun Suzuki-roshi sem maddaman átti erfitt með að átta sig á. Henni þótti sérstaklega undrunarverð sú lotning sem Suzuki-roshi sýndi búddalíkneski á heimili hennar. Í staðinn fyrir að segja " Þetta er bara einsog hver annar tréhlutur" vildi Suzuki-roshi ekki afneita styttunni, en leit á hana sem hluta af iðkun sinni og sem leið til að ná til frú Ransom.

 

Frú Ransom og vinir héldu áfram að niðurlægja Búddalíkneskið en Shunryu leiddi það stöðugt hjá sér. Einn rigningarsaman morgunn eftir margra vikna kalt stríð kom loks augnablikið sem hann hafði lengi beðið eftir.

 

Hann byrjaði að útskýra fyrir henni hversvegna hann umgengist styttunna með slíkri virðingu og um leið sagði hann henni frá Shakyamuni Búdda og búddaeðlinu. Hann sagði að stytta einsog þessi minnti okkur á að iðkunin (vegurinn) væri allsstaðar og að við værum sjálf búdda. Þannig að þegar við fórnuðum (eða kveiktum) reykelsi fyrir framan styttuna þá værum við að minna okkur á upprunalegt eðli, sem í raun væri upprunalegt eðli alls þess sem er. Eðli tilveru okkar er ekki eitthvað sem við erum meðvituð um eða munum svo auðveldlega. Búdda er hvorki guð né vera sem auðvelt er að lýsa. Þú getur ekki lagt fingur þinn á það sem Búdda er, því búddisminn hefur mismunandi kennsluaðferðir eða leiðir. Til dæmis er útskýringin um hina þrjá líkama Búdda, the sublime, hinn ólýsanlegi Dharmakaya Búdda sem er ofar allri venjulegri reynslu, Sambhogakaya Búdda sem er fyrsti fylgjandi trúarinnar og er ávöxtur iðkunar og að lokum Nirmanakaya Búdda, hin sögulega persóna sem uppljómaðist undir Bodhi- eða lærdómstrénu. Hann var einsog hver önnur venjuleg manneskja sem upplifði eitthvað undursamlegt sem bæði konur og menn geta mögulega öðlast.

 

Kannski að þessir þrír eiginleikar Búdda eigi eitthvað sameiginlegt með kristna hugtakinu Faðir, sonur og heilagur andi, útskýrði hann. En til þess að skilja af dýpt okkar eigið sjálf er ekki gott að hugsa of mikið um það. Þessvegna tileinka Búddistar sér það af heilum hug að upplifa beint innsæi sannleikans í gegnum hugleiðslu og aðrar huglægar æfingar einsog kyrjun eða fórnir á reykelsi eða te fyrir Búddalíkneski.

 

 

Halldór Ásgeirsson tók saman

 

 

Sjá: www.zen.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 96735

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband