Það liggja margar leiðir upp fjallið

 

Það liggja margar leiðir upp fjallið og hver og einn verður að velja þá iðkun sem hann finnur í hjarta sér að er sönn. Það er engin nauðsyn fyrir ykkur að leggja mat á þær leiðir sem aðrir velja sér. Munið að sérhver iðkunarleið er aðeins aðferð til að þroska með ykkur gát, góðvilja og samkennd. Það er allt og sumt.

   Eins og Búdda sagði: ,,Maður þarf ekki að bera flekann á höfði sér eftir að hafa farið á honum yfir fljótið.” Við þurfum að læra að virða og nota ákveðna leið svo lengi sem hún gagnast okkur – sem í flestum tilfellum er mjög langur tími – en líta aðeins á hana sem slíka, þ.e. tæki eða fleka til að hjálpa okkur að komast yfir vötn efasemda, ruglings, löngunar og ótta. Við getum verið þakklát fyrir flekann sem við styðjumst við en samt gert okkur ljóst að þótt hann gagnist okkur þá nota hann ekki allir.

 

 

 

 

Jack Kornfield – Um hjartað liggur leið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Leifur, þetta er alveg frábær síða hjá þér. Ég er með eina spurningu. Hefur engin skrifað bók um kúndalíní orkuna í sinni fullnustu útgeislun þar sem einstaklingurinn er orðinn eitt með öllu lífi og ræður yfir öllu efni,orku og huga. Þá meina ég einstaklingur sem er orðinn hálfgerður Guð á jörðu. Er ekki til nein bók þar sem einhver meistari útskýrir svoleiðis ástand og skynjun hans á alheiminn í þeirri vitund og birtingu ? Það eru til missjafnar bækur um þennan raunveruleika sem ég hef séð en engin sem fer með manni upp á þetta level þar sem viljamáttur einstaklingsins er orðinn svo sterkur og eining hans við alheiminn er orðinn að hinu eina - öllu .. Er engin bók til , ég reikna þá með á ensku því að ekki hef ég fundið nema eina bók á íslensku um kúndalíni og hún var ekkert sérstök . Býrð þú yfir einhverri þekkingu um svoleiðis ástand. Með þökkum, Kristófer ...

Kristófer (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:56

2 identicon

Smá viðbót ...

Það væri gaman að finna bók eða fræði sem lýsa þessu vitundarástandi eða þessari yfirnáttúrulegu meðvitund sem gerir einstaklingnum kleyft að ganga á vatni, fljúga/svífa/ , fara í gegnum veggi og aðra "efnislega" hluti, lyfta upp hlutum með viljamætti sínum ( huganum ), ósýnileika,vald yfir tíma og rúmi, lækningamátt o.s.v.f ...  Veistu ekki um neitt rit sem lýsir þessu vitundarástandi og leiðinni að því ? - Veginn upp að og þegar einhver hefur náð stjórn á öllum orkustöðvunum og elementunum eins og vísað er til í sambandi við Kúndalíní eldinn/orkuna ?

Ef ekki , hvaða bók myndir þú mæla mest með handa einstaklingi sem hefur orðið fyrir rosalegri kúndalíní vöknun og er með hitakraft og orkustrauma í miklu magni í öllum líkamanum,eftir mænunni,taugum og heila sem og mjög mikla sýn ( skyggni ) inn í andlega víddir / heima . Hvaða bók myndir þú mæla með handa svoleiðist einstaklingi í sambandi við kúndalíní eldinn .Þessi einstaklingur varð fyrir svo mikilli kúndalíni vöknun að hann las yfir 200 bækur um andleg mál á einu ári . Hann stundaði enga hugleiðslu né var hann ekki að grúska í andlegum fræðum . Hann segist upplifa líkama sinn meira sem fljótandi heitan eld eða orku heldur en efnislegt fyrirbæri eins og áður fyrr. Hann segir að munurinn á að vera með kúndalíni eldinn kveiktann svona og ekki sé eins og að vera rafmagnstæki sem er ekki í sambandi en er svo allt í einu stungið í samband.  Kær kveðja Kristófer .

Kristófer (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:40

3 Smámynd:                                           OM

Sæll Kristófer og takk kærlega fyrir innlitið og mjög áhugaverð skrif. Ég ætti frekar að spyrja þennan einstakling hvað bók ég ætti að lesa:) Þú hefur sennilega lesið Sjálfsævisögu jóga sem heitir á ensku Autobiography of a Yogi. Það er ein besta bók sem ég hef lesið um andleg mál. Þar lýsir Paramahansa Yogananda mögnuðu ástandi ýmissa meistara, kraftaverkum og fleira. Einnig lýsir hann að sjálfsögðu sinni eigin iðkun og ástandi. Einnig mælir ég með bókum Gopi Krishna en hann lýsir vel sinni eigin kundalini-vakningu í bókinni Kundalini - The Evolutionary Energy in Man. En trúlega hefur þú lesið hana einnig. Svo ættir þú að finna einhverjar góðar kundalini-kraftaverkasögur í Biblíunni :) 

Þetta er mjög áhugaverður einstaklingur sem þú talar um og gaman væri að heyra meira frá hans upplifunum og hvernig hann varð fyrir þessu fyrst hann á enga sögu um andlega iðkun, s.s. hugleiðslu. Ég er einnig með netfang: satori@visir.is

Með þökk og kveðju, Leifur

OM , 6.12.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 96682

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband