Viðtal við Eckhart Tolle - 2. hluti (2 af 3)

 

Hefur þú einhverja skýringu á því af hverju kennslan nær svona vel til nútímamannsins?

 

Orðin sem notuð eru, hugtakanotkunin í kennslunni og orðin sem ég nota eru aðeins vísbendingar en ekki heimspekilegar útskýringar. Orðin eru tiltölulega hlutlaus. Þau bera ekki með sér þunga margra liðinna alda eins og fornar kenningar gera og eru ekki menningarlega skilyrt í þeim skilningi. Kennslan er tiltölulega hlutlaus og nær því til mjög margra óháð bakrunni einstaklingana. Það er hægt að ná til fólks með trúarlegan bakgrunn ef það er nógu opið og neita ég því ekki að það eru djúp sannindi í öllum trúarbrögðum. Þess vegna nota ég tilvitnanir í bókinni “Mátturinn í Núinu” úr búddisma og kristindómi. Kennslan nær jafnvel til einstaklinga sem hafa engan trúarlegan bakgrunn. Þetta er ef til vill ein af ástæðunum fyrir því að kennslan hefur náð til svona margra. Önnur ástæða er sú að “Mátturinn í Núinu” kemur út úr því vitundaástandi sem hún vísar á; bókin kom sjálfkrafa út úr ástandi innri friðar og viðurkenningar. Skrifin komu ósjálfrátt þrátt fyrir að ég bætti við svolítið að þeim skrifum sem ég hafði sett á blað í gegnum árin. Það var mjög sterk skapandi hvöt sem leiddi skrifin. Bókin inniheldur orku, sem hljómar e.t.v. dálítið dularfullt en margir hafa sagt þetta. Þegar fólk les bókina fara orðin handan við eintómt upplýsingagildi þeirra. Þess vegna getur maður lesið bókina aftur og aftur en samt fundist hún fersk og ný. Í hvert skipti sem þú lest, jafnvel ekki nema eina eða tvær blaðsíður, getur lesturinn sett þig aftur í ástand núvitundar eins og ég nefni það, vegna þess að það er sama hvað bókin talar um, það bendir á endanum að þessu innra ástandi sem flúktar við núið. Fólk getur því einfaldlega tekið upp bókina, lesið nokkrar síður og fundið hvernig hægist á hávaða hugarstarfsins. Fólk vaknar aftur upp með vakandi athygli í núinu, það skynjar frið innra með sér. Um þetta snýst málið. Þetta er að verki í bókinni og eining á hópfundunum.  Ég kem alltaf óundirbúinn á hópfundina, ég kem ekki með handrit, ég kem ekki einu sinni með neina hugmynd í höfðinu um hvað við ætlum að gera í dag eða tala um í dag. Þegar ég byrja, sest niður á stólinn hef ég jafnvel ekki hugmynd um það nokkrum sekúndum áður ég opna munninn hvað mun koma út úr honum. Í þeim skilningi má segja að orðin komi tafarlaust út úr andartakinu. Hvaða orð koma út veltur oft á því hvert orkusvið hópsins er. Og það eru gagnkvæm áhrif á milli kennslunnar, kennarans og þeirra sem kennt er. Það er fornt austurlensk orðatiltæki sem segir: “Kennarinn og þeir sem kennt er skapa saman kennsluna”. Þess vegna hefur kennslan mikinn mátt, vegna þess að hún kemur ekki frá samansafnaðri  þekkingu  hugans heldur kemur hún tafarlaust út úr andartakinu. Hún er ekki undirbúinn og jafnvel á samverustundum (retreat) sem byggjast upp á fjölmörum hópfundum sem dreifast á 3-5 daga er alls eingin fyrirfram ákveðin uppbygging. Þetta sprettur alltsaman lífrænt út úr andatakinu.

  

Þú talar um uppgjöfina og þjáningu sem eina leið, að gefast upp í núvitundinni? Já. Einnig segir þú að sumt fólk þurfi ekki þjáningu? Já. Þú segir líka að uppgjöfin nái út fyrir vilja og löngun. Hvað þarf til? Hvað með náðina, ég get ímyndað mér að það þurfi líka náð. Getur þú sagt eitthvað um þetta?

 Já, þú munt ekki gefast upp fyrir einhverju, sem þýðir að samþykkja þetta andartak eins og það er, fyrr en að þú ert búin að fá algerlega nóg af þjáningunni. Og á einhverju stigi munt þú átta þig á því að mest af þjáningunni er sjálfsköpuð. Hún er sköpuð með viðnámi við það sem er. Hún er búin til með túlkun á einhverju sem er, hún kemur frá hugsun, frá túlkun á aðstæðunum en ekki aðstæðunum sjálfum. Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur fengið nóg af þjáningunni, og aðeins þegar þú hefur með sanni fengið nóga þjáningu í lífi þínu, er þér mögulegt að segja: “Ég þarf ekki lengur á henni að halda”.  Þjáningin er yndislegur kennari. Þjáningin er eini andlegi kennari flestra. Og þjáningin dýpkar þig. Smá saman tærir hún það sjálf sem hugurinn hefur búið til, egóið. Hjá sumu fólki kemur að þeim tímapunkti að það gerir sér grein fyrir að það hefur þjáðst nóg. Þannig er farið með flesta sem sækja andlegu samverustundirnar (retreat). Spyrji maður það, kemur í ljós að fólkið hefur allt fengið sinn skammt af þjáningunni. Annars væri það ekki opið fyrir boðskapnum. Það hefur fengið sinn skammt af mannlegri þjáningu og er orðið tilbúið að hlusta á þann boðskap sem segir að það sé hægt að lifa á annan hátt. Að til sé önnur leið þar sem þú getur lifað á þann máta að þú skapir ekki frekari þjáningu fyrir sjálfan þig. Mannfólkið skapar af stærstum hluta sína eigin þjáningu. Þegar þú er tilbúin þá heyrir þú þessi skilaboð, sem eru í raun skilaboð sem eru í öllum trúarbrögðum. Meginboðskapur búddisma er endir þjáningarinnar. Og jafnvel er inntak kristninnar að finna hina verðmætu perlu, að finna himnaríki sem er innra með þér, hér og núna eins og Jesú segir. En það er auðvitað endir þess að lifa í þjáningunni. Þannig getur maður sagt að þú þurfir þjáningu til þess að gera þér grein fyrir eða komast að þeim tímapunkti þar sem þú áttar þig á að þú þarft ekki að þjást lengur. Hér er þversögn. Ef að ég hefði ekki þjáðst, væri þessi kennsla ekki til staðar. Maður getur sagt að hún hafi að hluta til komið út úr mikilli þjáningu.

Sem manneskja hefði ég ekki þróast andlega ef ég hefði ekki þjást. Þannig var þjáningin minn aðalkennari og sama má segja um marga.  Síðan eru aðrir sem komast í samband við andlegan kennara þegar þeir eru tilbúnir. Slíkt getur hraðað ferli uppgötvunarinnar um að þú þurfir ekki lengur að þjást, þegar þú er tilbúinn að heyra þau skilaboð. Búdda talaði ekki um neitt annað fyrir 2600 árum síðan, en að það sé hægt að enda sjálfsáskapaða þjáningu. Mundu að hugur þinn lætur þig þjást meira en nokkuð annað, það eru venjulega ekki aðstæðurnar sjálfar, heldur túlkun þín á þeim. Hversu hræðilegt þetta sé allt saman. Þegar þú sérð þetta, sérðu að það er til önnur leið til að lifa, þar sem ég er ekki lengur hugrænt að þrasa við það sem er. En það er endir sjálfsskapaðrar þjáningar. Og ef ég veld ekki lengur þjáningu hjá sjálfum mér veld ég heldur ekki þjáningu hjá öðrum því þetta tvennt fer saman.

 

Hvað yrði þess valdandi að ég eða einhverjir aðrir tækju þetta skref? Er það bara viðurkenningin?

 

Já, það er viðurkenningin eða samþykkið á því sem er. En það kæmi ekki fyrr en þú værir búin að ná þessum tímapunkti innra með þér.  Það er vegna þessa sem ég reyni aldrei að sannfæra neinn um að það sem ég segi sé satt eða viðkomandi ætti að ástunda eitthvað. Ég segi aldrei: “þú ættir að gera þetta”, eða reyna að sannfæra einhvern sem vill ekki trúa því. Það er tilgangslaust. Aðeins þegar þú er tilbúin innra með þér fyrir þetta, eða það er líka hægt að segja, þegar þú hefur þjáðst nóg, þá ertu tilbúin, þá ertu opin fyrir þessu og þú sérð tafarlaust sannleikann í þessu. Þú sérð strax að þú ert völd að þjáningu þinni, það eru ekki aðstæðurnar heldur hugræn túlkun þín á aðstæðum þínum sem í flestum tilfellum er ákveðið form af viðnámi. Og það veldur þjáningunni. Þannig að þegar þú heyrir þessi orð og kemur ekki tafarlaust auga á sannleikann í þeim, ef það er innra þras þá er það allt í lagi. Það er ekkert “þú skalt” hér, kennslan segir aldrei það er svona sem þú átt að lifa. Það er aðeins ef þú heyrir sannleikan í þessu, sem þú sérð einhverja skynsemi í þessu og þá getur þetta hjálpað þér.  Þetta getur þess vegna aðeins hjálpað þeim sem eru tilbúnir innra með sér. En það eru mjög margir einstaklingar á lífi í dag sem eru tilbúnir. Þeim er mögulegt að heyra þetta í reynd og átta sig á; já þetta er satt. Það að sannfæra einhvern virkar aldrei.

 Elías Jón Sveinsson þýddi 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 96681

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband