9.12.2008 | 19:34
Viðtal við Eckhart Tolle - 2. hluti (2 af 3)
Hefur þú einhverja skýringu á því af hverju kennslan nær svona vel til nútímamannsins?
Orðin sem notuð eru, hugtakanotkunin í kennslunni og orðin sem ég nota eru aðeins vísbendingar en ekki heimspekilegar útskýringar. Orðin eru tiltölulega hlutlaus. Þau bera ekki með sér þunga margra liðinna alda eins og fornar kenningar gera og eru ekki menningarlega skilyrt í þeim skilningi. Kennslan er tiltölulega hlutlaus og nær því til mjög margra óháð bakrunni einstaklingana. Það er hægt að ná til fólks með trúarlegan bakgrunn ef það er nógu opið og neita ég því ekki að það eru djúp sannindi í öllum trúarbrögðum. Þess vegna nota ég tilvitnanir í bókinni Mátturinn í Núinu úr búddisma og kristindómi. Kennslan nær jafnvel til einstaklinga sem hafa engan trúarlegan bakgrunn. Þetta er ef til vill ein af ástæðunum fyrir því að kennslan hefur náð til svona margra. Önnur ástæða er sú að Mátturinn í Núinu kemur út úr því vitundaástandi sem hún vísar á; bókin kom sjálfkrafa út úr ástandi innri friðar og viðurkenningar. Skrifin komu ósjálfrátt þrátt fyrir að ég bætti við svolítið að þeim skrifum sem ég hafði sett á blað í gegnum árin. Það var mjög sterk skapandi hvöt sem leiddi skrifin. Bókin inniheldur orku, sem hljómar e.t.v. dálítið dularfullt en margir hafa sagt þetta. Þegar fólk les bókina fara orðin handan við eintómt upplýsingagildi þeirra. Þess vegna getur maður lesið bókina aftur og aftur en samt fundist hún fersk og ný. Í hvert skipti sem þú lest, jafnvel ekki nema eina eða tvær blaðsíður, getur lesturinn sett þig aftur í ástand núvitundar eins og ég nefni það, vegna þess að það er sama hvað bókin talar um, það bendir á endanum að þessu innra ástandi sem flúktar við núið. Fólk getur því einfaldlega tekið upp bókina, lesið nokkrar síður og fundið hvernig hægist á hávaða hugarstarfsins. Fólk vaknar aftur upp með vakandi athygli í núinu, það skynjar frið innra með sér. Um þetta snýst málið. Þetta er að verki í bókinni og eining á hópfundunum. Ég kem alltaf óundirbúinn á hópfundina, ég kem ekki með handrit, ég kem ekki einu sinni með neina hugmynd í höfðinu um hvað við ætlum að gera í dag eða tala um í dag. Þegar ég byrja, sest niður á stólinn hef ég jafnvel ekki hugmynd um það nokkrum sekúndum áður ég opna munninn hvað mun koma út úr honum. Í þeim skilningi má segja að orðin komi tafarlaust út úr andartakinu. Hvaða orð koma út veltur oft á því hvert orkusvið hópsins er. Og það eru gagnkvæm áhrif á milli kennslunnar, kennarans og þeirra sem kennt er. Það er fornt austurlensk orðatiltæki sem segir: Kennarinn og þeir sem kennt er skapa saman kennsluna. Þess vegna hefur kennslan mikinn mátt, vegna þess að hún kemur ekki frá samansafnaðri þekkingu hugans heldur kemur hún tafarlaust út úr andartakinu. Hún er ekki undirbúinn og jafnvel á samverustundum (retreat) sem byggjast upp á fjölmörum hópfundum sem dreifast á 3-5 daga er alls eingin fyrirfram ákveðin uppbygging. Þetta sprettur alltsaman lífrænt út úr andatakinu.
Þú talar um uppgjöfina og þjáningu sem eina leið, að gefast upp í núvitundinni? Já. Einnig segir þú að sumt fólk þurfi ekki þjáningu? Já. Þú segir líka að uppgjöfin nái út fyrir vilja og löngun. Hvað þarf til? Hvað með náðina, ég get ímyndað mér að það þurfi líka náð. Getur þú sagt eitthvað um þetta?
Já, þú munt ekki gefast upp fyrir einhverju, sem þýðir að samþykkja þetta andartak eins og það er, fyrr en að þú ert búin að fá algerlega nóg af þjáningunni. Og á einhverju stigi munt þú átta þig á því að mest af þjáningunni er sjálfsköpuð. Hún er sköpuð með viðnámi við það sem er. Hún er búin til með túlkun á einhverju sem er, hún kemur frá hugsun, frá túlkun á aðstæðunum en ekki aðstæðunum sjálfum. Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur fengið nóg af þjáningunni, og aðeins þegar þú hefur með sanni fengið nóga þjáningu í lífi þínu, er þér mögulegt að segja: Ég þarf ekki lengur á henni að halda. Þjáningin er yndislegur kennari. Þjáningin er eini andlegi kennari flestra. Og þjáningin dýpkar þig. Smá saman tærir hún það sjálf sem hugurinn hefur búið til, egóið. Hjá sumu fólki kemur að þeim tímapunkti að það gerir sér grein fyrir að það hefur þjáðst nóg. Þannig er farið með flesta sem sækja andlegu samverustundirnar (retreat). Spyrji maður það, kemur í ljós að fólkið hefur allt fengið sinn skammt af þjáningunni. Annars væri það ekki opið fyrir boðskapnum. Það hefur fengið sinn skammt af mannlegri þjáningu og er orðið tilbúið að hlusta á þann boðskap sem segir að það sé hægt að lifa á annan hátt. Að til sé önnur leið þar sem þú getur lifað á þann máta að þú skapir ekki frekari þjáningu fyrir sjálfan þig. Mannfólkið skapar af stærstum hluta sína eigin þjáningu. Þegar þú er tilbúin þá heyrir þú þessi skilaboð, sem eru í raun skilaboð sem eru í öllum trúarbrögðum. Meginboðskapur búddisma er endir þjáningarinnar. Og jafnvel er inntak kristninnar að finna hina verðmætu perlu, að finna himnaríki sem er innra með þér, hér og núna eins og Jesú segir. En það er auðvitað endir þess að lifa í þjáningunni. Þannig getur maður sagt að þú þurfir þjáningu til þess að gera þér grein fyrir eða komast að þeim tímapunkti þar sem þú áttar þig á að þú þarft ekki að þjást lengur. Hér er þversögn. Ef að ég hefði ekki þjáðst, væri þessi kennsla ekki til staðar. Maður getur sagt að hún hafi að hluta til komið út úr mikilli þjáningu.Sem manneskja hefði ég ekki þróast andlega ef ég hefði ekki þjást. Þannig var þjáningin minn aðalkennari og sama má segja um marga. Síðan eru aðrir sem komast í samband við andlegan kennara þegar þeir eru tilbúnir. Slíkt getur hraðað ferli uppgötvunarinnar um að þú þurfir ekki lengur að þjást, þegar þú er tilbúinn að heyra þau skilaboð. Búdda talaði ekki um neitt annað fyrir 2600 árum síðan, en að það sé hægt að enda sjálfsáskapaða þjáningu. Mundu að hugur þinn lætur þig þjást meira en nokkuð annað, það eru venjulega ekki aðstæðurnar sjálfar, heldur túlkun þín á þeim. Hversu hræðilegt þetta sé allt saman. Þegar þú sérð þetta, sérðu að það er til önnur leið til að lifa, þar sem ég er ekki lengur hugrænt að þrasa við það sem er. En það er endir sjálfsskapaðrar þjáningar. Og ef ég veld ekki lengur þjáningu hjá sjálfum mér veld ég heldur ekki þjáningu hjá öðrum því þetta tvennt fer saman.
Hvað yrði þess valdandi að ég eða einhverjir aðrir tækju þetta skref? Er það bara viðurkenningin?
Já, það er viðurkenningin eða samþykkið á því sem er. En það kæmi ekki fyrr en þú værir búin að ná þessum tímapunkti innra með þér. Það er vegna þessa sem ég reyni aldrei að sannfæra neinn um að það sem ég segi sé satt eða viðkomandi ætti að ástunda eitthvað. Ég segi aldrei: þú ættir að gera þetta, eða reyna að sannfæra einhvern sem vill ekki trúa því. Það er tilgangslaust. Aðeins þegar þú er tilbúin innra með þér fyrir þetta, eða það er líka hægt að segja, þegar þú hefur þjáðst nóg, þá ertu tilbúin, þá ertu opin fyrir þessu og þú sérð tafarlaust sannleikann í þessu. Þú sérð strax að þú ert völd að þjáningu þinni, það eru ekki aðstæðurnar heldur hugræn túlkun þín á aðstæðum þínum sem í flestum tilfellum er ákveðið form af viðnámi. Og það veldur þjáningunni. Þannig að þegar þú heyrir þessi orð og kemur ekki tafarlaust auga á sannleikann í þeim, ef það er innra þras þá er það allt í lagi. Það er ekkert þú skalt hér, kennslan segir aldrei það er svona sem þú átt að lifa. Það er aðeins ef þú heyrir sannleikan í þessu, sem þú sérð einhverja skynsemi í þessu og þá getur þetta hjálpað þér. Þetta getur þess vegna aðeins hjálpað þeim sem eru tilbúnir innra með sér. En það eru mjög margir einstaklingar á lífi í dag sem eru tilbúnir. Þeim er mögulegt að heyra þetta í reynd og átta sig á; já þetta er satt. Það að sannfæra einhvern virkar aldrei.
Elías Jón Sveinsson þýddi
Um bloggið
OM - ॐ
Færsluflokkar
Tenglar
Hugleiðslunámskeið á Íslandi
- Námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni
- Sahaja yoga-hugleiðsla
- Hugleiðslunámskeið hjá Brahma Kumaris
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Andartak.is - Kundalini jóga og hugleiðsla
- Zen-hugleiðslunámskeið
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Innhverf íhugun
Frí hugleiðslunámskeið á Netinu
- Free Meditations
- Námskeið í búddískri hugleiðslu
- Námskeið í Kundalini yoga
- Free online meditation course
- Free Sahaja meditation course online
Hugleiðsla
Hér er að finna tengla þar sem þú getur lært og kynnt þér hugleiðslu.
- Listin að hugleiða
- Zen á Íslandi - Zen-hugleiðsla
- Kristbjörg
- Kundalini-hugleiðsla
- Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
- SGI-búddismi á Íslandi
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Skandinavíski yoga- og hugleiðsluskólinn
- Leiðbeiningar fyrir Zen-hugleiðslu
- Sahaja Yoga
- Brahma Kumaris - Raja Yoga hugleiðsla
- Jack Kornfield - Insight Meditation (vipassana)
- Centerpointe
- Ljósmiðlun
- Traditional Yoga and Meditation of the Himalayan Masters
- Innhverf íhugun
- Vipassana meditation course
Helg forn rit
- Veda-ritin
- Bhagavad Gita
- Bhagavad Gita
- Upanishads
- Upanishads
- Shiva sutra
- Brahma Sutra
- Yogasútrur Patanjalis
- Rig Veda
- Sama Veda
- Hatha Yoga Pradipika
- Shiva Samhita
- Gheranda Samhita
- Sacred Texts (Helg indversk rit)
- Biblían
- Dhammapada
- Kóraninn
Tímarit um andleg málefni
- Tímaritið Knowledge of reality
- Bindu - Tímarit Skandinavíska yoga- og hugleiðsluskólans
- Tímaritið Gangleri
- Primary Point - Zen
- Efnisskrá Ganglera frá 1926
- The Sufism Journal online
- The Theosophist
Bækur á íslensku um andleg málefni
- Starfsrækt (Karma yoga) - Swami Vivekananda
- Allar bækur Gunnars Dal
- Bækur eftir Alice Baily
- Martínus - Bækur á íslensku
- Launviska Vedabóka
Bækur um andleg málefni
- The Unknown Life of Jesus Christ
- Bók um Kriya Yoga
- Sjálfsævisaga Jóga
- Whispers from Eternity - Paramahansa Yogananda
- The Path - Swami Kriyananda
- God is for Everyone - Inspired by Yogananda
- My time with the master - Paramahansa Prajnanananda
- The Universe Within - Paramahansa Prajnanananda
- The art and science of Raja Yoga - Swami Kriyananda
- Complete work of Swami Vivekananda
- Gopi Krishna - Bækur, greinar og viðtöl
- Bókin Zen and the brain
- Zen Mind, Beginner´s Mind - Shunryu Suzuki-roshi
- Manual of Zen Buddhisim - D. T. Suzuki
- Stripping the Gurus
- Rödd þagnarinnar á ensku
- Eckhart Tolle - Stillness Speaks - Hljóðbók
- Bækur eftir Ramana Maharshi
- Saundarya Lahiri
- The Meditative Mind - Krishnamurti
- Krishnamurti´s Notebook
- Meditations - Krishnamurti
- The Serpent Power
- C. W. Leadbeater - Chakras: A Monograph
- Kundalini Yoga - Swami Sivananda
- Fríar bækur með Krishnamurti
- The Tibetan Book of Dead
- Karma Yoga - Swami Vivekananda
- Leiðarljós (Light on the Path) á ensku
- The Power of Now - Hljóðbók
- Hljóðbókin Breath sweeps mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
- On Having No Head
Greinar um andleg málefni
- Greinasafn Lífspekifélagsins/Guðspekifélagsins
- Greinar eftir Sigvalda Hjálmarsson
- Greinar og rannskóknir tengdar kundalini
- Krishnamurti - Greinar, viðtöl og tilvitnanir
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - I. Hluti
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - II. hluti
- Greinar úr zen-tímaritinu Primary Point
- Greinar eftir dr. Erlend Haraldsson
- Greinasafn Jóns L. Arnalds
- Yður er í dag frelsari fæddur? - Njörður P. Njarðvík
- Yoga og geðrækt
- Leiðin til hugljómunar - Sigvaldi Hjálmarsson
- Geinar úr tímaritinu Quest
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Íslenskir
- Kærleikssetrið
- Jógakennarafélag Íslands
- Lífspekifélagið/Guðspekifélagið
- AA
- CoDa
- Viska og gleði
- Kærleikssamtökin
- Björg Einarsdóttir
- Trú.is
- LAUSNIN - Baráttusamtök gegn meðvirkni
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Dulheimar - Andleg þróunarheimspeki
- Vetrarbrautin.com
- Listi yfir skráð trú- og lífskoðunarfélög á Íslandi
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Erlendir
- DharmaTalk með Thich Nhat Hanh
- Agni Yoga
- Meditation of the Himalayan Masters
- Vedanta Society
- Vedanta.com
- tantra-kundalini.com
- Ayurveda-próf - Hvaða líkamsgerð ertu?
- Prajnanamission
- Big Mind
- Vedanta Spiritual Library
- Great Integral Awakening
- Sounds True
- Wildmind - Buddhist Meditation
- Institute for Consciousness Research
- Biology of Kundalini
- Kundalini Research Network
- Hindu Tantrik Tradition
- Inner Self
- Spirit Voyage
- Dalai Lama kyrjar möntru úr Rig Veda
- Ýmislegt um Ramakrishna
- The Five Tibetan Rite
- Message from masters
- Bæklingur um sanskrítarframburð
- The Theosophical Society - International Headquarters
- Sri Vidya
- Vedanet
- Eastern tradition - Eastern Tradition Research Archive
- Lífspekifélög/Guðspekifélög um allan heim
Ýmsir andans menn
- Sigvaldi Hjálmarsson
- J. Krishnamurti
- Ken Wilber
- Gopi Krishna
- Swami Sivananda
- Osho
- Deepak Chopra
- Swami Vivekananda
- Sri Ramakrishna
- Yogi Hari
- Eckhart Tolle
- Yogi Shanti Desai
- Yogi Amrit Desai
- Shunryu Suzuki roshi
- Ramana Maharishi
- Sri Aurobindo
- Paramahansa Yogananda
- Paramahamsa Hariharananda
- Jakusho Kwong-roshi
- Jack Kornfield
- Swami Rama
- Grétar Fells
- D. T. Suzuki
- Dalai Lama
- Thich Nhat Hanh
- Eckhart Tolle
- Helena Blavatsky
- Paramahamsa Prajnanananda
- Rupert Spira
- Bodhidharma
- Om Swami
Lífspeki/Guðspeki
- Lífspekifélag Íslands
- Lífspekifélagið í USA
- Helena Blavatzky
- Facebook-síða Lífspekifélags Íslands
- Aðalstöðvar Lífspekifélagsins á Indlandi
Kriya Yoga
Hér er að finna tengla tengda Kriya Yoga
- Kriya Yoga Institute
- Paramahansa Hariharananda
- Paramahamsa Prajnanananda
- Bækur um Kriya Yoga eftir Hariharananda og Prajnananda
- Self-Realization Fellowship
- Ananda: The Teaching of Paramahansa Yogananda
- Cyberspace Ashram for Kriya Yoga
- Bókin Sjálfsævisaga jóga (Autobiography of a Yogi)
- Kriya Yoga - Swami Shankarananda Giri
- Kriya Yoga - Yogi Dhirananda
- Bók um Kriya Yoga á Netinu
- Kriya Yoga in the Lahiri Mahasaya family tradition
- Babaji´s Kriya Yoga
- Myndbönd um kriya yoga
- Prajnanamission
- Babaji Kriya Hatha Yoga - 18 Kriya Postures
- Umsókn - Kennslustundir hjá SRF
Hatha Yoga (Líkamsstöður - Teygjur)
- Yogavin
- Jóga hjá Kristbjörgu
- Jóga Stúdíó
- Jógakennarafélag Íslands
- Jóga Jörð
- Jen Reviews
- Sólir
- Yogashala
- Jógakennarar og jógastöðvar á Íslandi
Zen
- Zen á Íslandi
- Sonoma Mountain Zen Center
- Bókin Zen Mind, Beginners Mind eftir Shunryu Suzuki-roshi
- Bókin No Beginning. No End eftir Jakusho Kwong-roshi kennara Zen á Íslandi
- Hljóðbókin Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- The Teaching of Shunryu Suzuki-roshi
- San Francisco Zen Center
- Myndbönd með Suzuki-roshi
- Plum Village - Thich Nhat Hanh
- Zen of Recovery - Mel Ash
- Zen Road
- Zen sútrur
- Kwan Um School of Zen
- Daily Zen
- Big Mind
- Zen Peacemakers
- Suzuki-roshi 50
- Hljóðbókin Zen mind, beginner´s mind
- The Suzuki Roshi Audio Archive
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
Bloggvinir
-
thesecret
-
gudjonbergmann
-
gyda
-
heringi
-
gudmundurhelgi
-
braxi
-
fruheimsmeistari
-
vilborg-e
-
steina
-
ludvik
-
maggadora
-
baenamaer
-
perlaheim
-
vestfirdir
-
vglilja
-
palmig
-
einherji
-
andreaolafs
-
flinston
-
birnarebekka
-
tilfinningar
-
dizadj
-
gylforce
-
esa-emorea777
-
estersv
-
eydis
-
gudjonelias
-
heildraent-joga
-
heildraent-lif
-
guru
-
tru
-
fun
-
jensgud
-
josira
-
katrinsnaeholm
-
kari-hardarson
-
kiza
-
kjarvald
-
kristinnhalldor
-
kiddirokk
-
krilli
-
laufherm
-
mariaannakristjansdottir
-
manisvans
-
nanna
-
aronsky
-
huldumenn
-
ragjo
-
rose
-
straitjacket
-
vinur
-
nimbus
-
slembra
-
svanurg
-
toshiki
-
hanoi
-
thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 96681
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.