Viðtal við Eckhart Tolle - 3. hluti (3 af 3)

 

Er ekki mögulegt fyrir alla að lifa í núinu? 

Það er mögulegt fyrir þá sem er tilbúnir að lifa í núinu en það eru samt enn ekki allir tilbúnir.


Hvernig væri það ef við lifðum öll í núinu? Hvað myndi gerast? Hefðum við rafmagn? Mundi allt virka?

Eitt er víst að tilveran væri mjög ólík því sem hún er núna. Við getum ekki gert okkur í hugarlund hvernig heimurinn myndi líta út ef við lifðum öll í öðru vitundarástandi, þar sem innri friður væri ríkjandi vitundarástandi. Hvernig menningu myndum við skapa þar sem innri  friður ríkti. Það er ómögulegt að segja. Líklega yrðu hlutirnir ekki eins flóknir og nú er. Fólk væri ekki að eltast við hluti sem eru að mestu leiti tilgangslausir. Líklega væri þetta ekki eins hávaðasöm menning og hún er núna. Engin menning hefur verið eins hávaðasöm og sú sem við búum við í dag. Það er einfaldlega vegna þess að það sem mannfólkið skapar hið ytra er endurspeglun á innra ástandi. Þannig erum við að menga plánetuna okkur því okkar innra sjálf en mengað af gríðarlegri neikvæðni, af stöðugri mótstöðu. Þannig er það ytra alltaf endurspeglun af því innra. Þannig að ef innri friður ríkir, sköpum við frið í ytri heiminum. Hvaða form yrði á því, vitum við ekki en líklega yrði heimurinn mun einfaldari, meira samræði og fegurð.


Er hægt að segja í fáum orðum, hver sé kjarninn í kenningum þínum?
 

Kjarninn er mjög einfaldur og væri hægt að kenna ungum skólakrökkum. Börnin eru mjög nálagt honum hvort sem er.  Við getum sett þetta fram á mjög einfaldan hátt en það einfaldasta er oft það öflugasta. Kjarninn er að gera núið að vini þínum, ekki óvini. Að spyrja sjálfan þig alltaf af því: “Hvert er samband mitt við andartakið núna? Hvert er innra samband mitt við núið? Er ég vinalegur gagnvart núinu eða er ég fjandsamlegur gagnvart núinu? Er núið óvinur minn”? Þetta myndi nægja til að valda breytingu vegna þess að þegar þú gerir þér grein fyrir að þú ert að gera núið að óvini þínum og veist um leið að núið er það eina sem þú munt nokkurn tíma eignast í lífinu, þá munt þú gera þér grein fyrir því að það er brjálæði að lifa á þennan hátt, að koma fram við þetta andartak eins og það væri fyrirstaða gagnvart því sem þú ætlaðir þér að fara og að þú munir aldrei komast þangað því það er jú alltaf þetta andartak. Þá breytist samband þitt við núið. Og samband þitt verður já samband í stað nei sambands gagnvart því sem er. Það merkir ekki að þú verðir óvirkur og að þú gerir aldrei neitt meir. (9:50) Það merkir einfaldlega að grunnurinn að öllu því sem þú gerir er JÁ gagnvart öllu sem er. Og ef  þú ert í JÁ ástandi hið innra gagnvart öllu sem er, er það ástand innri friðar. Og innri friður er mikið öflugri grunnur að réttum gjörðum en ástand mótstöðu og neikvæðni. Þetta er kjarninn. Finndu það ástand hið innra sem flúktar við (align) núið, sem kemur með JÁi og sjáðu síðan til hvað gerist, sjáðu hvernig heimur þinn breytist þar sem þú veitir því sem er í verunni ekki lengur viðnám.   

Þú segir einhverstaðar að þú hafir ekkert að kenna neinum eða eitthvað á þessa leið. Getur þú útskýrt þetta, hvernig þú sérð hlutverk þitt sem kennara? 

Í hefðbundnum skilningi merkir kennsla að ég veiti þér upplýsingar um eitthvað sem þú veist ekki. Ég bæti einhverju við þig. Þannig drekkur neminn í sig nýjar upplýsingar, safnar nýjum upplýsingum. En í andlegri kennslu bendir kennarinn eingöngu í áttina að sannleikanum sem er nú þegar í öllum manneskjum. Hann bendir einnig á það hvernig þessi sannleikur sem býr innra með öllum er hulinn. Og allir sem eru tilbúnir geta um leið borið kennsl á sannleika kennslunnar eins og þeir hefðu þekkt hann fyrir vegna þess að á einhverju stigi vissu þeir hann fyrir. Og það er vegna þessa sem ég segi að ég hafi í raun ekki neitt að kenna í þeim skilningi að bæta upplýsingum á þig. Það er ekkert sem þú verður að bæta við, til þess að finna þig og vera þú sjálfur. Þú getur bætt við þig á ytri sviðum, það er fínt að læra nýja hluti, það er ágætt að kanna þetta eða hitt. En í kjarna þínum þar sem þú ert það sem þú ert, þitt innsta sjálf, er svið verandans, svið kjarnans og þar skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í lífi þínu, hverjar lífsaðstæður þínar eru, það þarf ekki að bæta neinu við það sem þú ert. Þannig er andleg kennsla ekki viðbót við eitthvað meira sem þarf að bæta uppá, hún bendir einfaldlega á það sem er þegar þarna. Og þeir sem eru tilbúnir átta sig þá skyndilega á þessum sannleika. Að átta sig á, þýðir að þeir hafa vitað það fyrir og bera nú kennsl á það. Þetta er næstum eins og að muna eftir því; “ó, já”. Þá er engin spurning um þetta, það þarf ekki að sannfæra um neitt, þetta er skyndileg uppgötvun, og þá virkar andleg kennsla á þann hátt sem hún ætti að gera. Þetta er munurinn á hefðbundinni kennslu og andlegri kennslu. Á vissan hátt mætti segja að andleg kennsla sé andstaða hefðbundinnar kennslu. Ef eitthvað er tekur hún eitthvað frá þér, hún tekur í burtu frá þér það sem að hylmir yfir það sem þú ert. Það er ekki tekið í burtu af kennaranum, það er fjarlægt af þér sjálfum, þegar þú kemur auga á það og verður meðvitaður um það. 

Takk fyrir. Þakka þér.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband