Dagurinn í dag

 

Hugleiðing dagsins:
Tveir eru þeir dagar í viku hverri sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af, tveir dagar sem við ættum að hugsa um án ótta og kvíða. Annar þeirra er gærdagurinn, með mistökum sinum og áhyggjum, göllum og glappaskotum, verkjum og kvölum. Gærdagurinn er að eilífu horfinn undan yfrirráðum okkar. Allur auður veraldar gæti ekki fært okkur gærdaginn aftur. Við getum ekki afmáð eitt einasta viðvik. Við getum ekki tekið aftur eitt einasta orð sem við sögðum. Gærdagurinn er að eilífu liðinn. Hef ég enn áhyggjur af því sem gerðist í gær?
Íhugun dagsins:
"Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá." Trúin byggir ekki á sjón, heldur trausti. Um aldaraðir hafa verið uppi menn, sem höguðu lífi sínu eftir æðri forsjón, sáu ekki guð en trúðu á hann. Og þeir hlutu umbun fyrir trú sína. Á sama hátt fer fyrir þér. Góðir hlutir gerast hjá þér. Þú getur ekki séð Guð, en þú getur séð ávöxt trúarinnar í mannlegu lífi, séð það breytast úr óförum til sigurs. Náð Guðs er föl öllum sem trúna hafa, sem sjá ekki en trúa samt. Trúin getur veitt sigursæld og hamingju inn í lífið.
Bæn dagsins:
Ég bið að hafa nægan trúarstyrk til þess að trúa án þess að sjá. Ég bið að vera ánægður með ávöxt trúar minnar.
Úr 24 stunda bókinni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 96713

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband