Hjartasútran í íslenskri þýðingu

 

Hjartasútra

Þegar bodhisattvinn Avalokitesvara

iðkaði prajna paramita af dýpt og festu

sá hann skýrt að sköndurnar fimm voru allar tómar

og losnaði þannig undan hverskyns þjáningu.

Sariputra! Form verður ekki greint frá tómi, tóm ekki frá formi.

Form er ekkert annað en tóm, tóm ekkert annað en form.

Sama gildir um tilfinningu, skynjun, viðbrögð hugans og vitund.

Sariputra! Þetta tóm allra fyrirbæra er hvorki fætt né dáið,

hreint né óhreint; ekki heldur vex það eða minnkar.

Í tómi er því ekkert form, engin tilfinning, skynjun, viðbrögð eða vitund;

ekki auga, eyra, nef, tunga, líkam´ eða hugur;

enginn litur, hljóð, ilmur, bragð, snerting eða hugsun;

ekkert sjónarsvið, heyrnarsvið og svo framvegis;

engin fávísi, heldur engin endalok hennar og þannig áfram að engri elli,

engum dauða, ekki heldur endalokum ell´ og dauða;

engin þjáning, engin orsök þjáningar, engin endalok þjáningar, enginn vegur,

engin visk´ og ekkert að öðlast.

Af því bodhisattvinn hefur ekkert að öðlast

og leggur að auki traust sitt á prajna paramita

er hugur hans ótruflaður og þar með óttalaus;

langt handan við blekkingar hugans nær´ ann nirvana.

Allir búddar í þátíð, nútíð og framtíð

leggja traust sitt á prajna paramita

og öðlast þannig annuttara samyak sambodhi.

Því skaltu vita að prajna paramita

er ´in mikla mantra,

´in mikla skæra mantra,

´in æðsta mantra,

´in óviðjafnanlega mantra,

þess megnug að létta af þér allri þjáningu.

Þetta er sannleikur en ekki blekking.

Hafðu því yfir möntru hinnar djúpu handanvisku:

Gate! Gate! Paragate! Parasamgate! Bodhi Svaha!

 

Hjartasútran er stysta og vinsælasta sútra búddismans, tilheyrir reyndar Mahayana búddisma. Í henni er talin felast

samþjöppuð viska Búdda. Hún lýsir þeim skilningi sem næst með ekki-bindingu, kenningunni um tómið. Hjartasútran er

iðulega kyrjuð og víst er að margir búddistar um allan heim kyrja hana á hverjum degi. Hér er birt þýðing Vésteins

Lúðvíkssonar sem er miðuð við það að vera kyrjuð (þar af leiðandi hinar ýmsu úrfellingar).

 

Sjá meira hér: http://www.barnavefur.is/morgunbladid/itarefni/495.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 96745

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband