4.10.2009 | 11:46
HIN ALHEIMSLEGA YOGAHEFÐ
MEÐ FRAMÞRÓUN vísinda og tækni hefur trúarsannfæring misst tök sín á hugum fólks. Kynslóð sú sem alin hefur verið á vísindum finnur lítinn tilgang í formrænum trúarbrögðum með kirkjuathöfnum, gagnrýnislausri sannfæringarafstöðu, viðtekinni valdastöðu prestastéttarinnar og afskiptum hennar af persónulegu lífi manna. Hins vegar fylla afþreying og spenna velferðarþjóðfélagsins ekki það tóm sem glötuð trú skilur eftir í hjörtum manna, né eru þær farvegur fyrir djúpa þrá í hið yfirskilvitlega sem gerði trúarbrögðin að alheimslegri hreyfingu. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir að innri hamingja og raunveruleg lífsfylling verður ekki fengin með því að hagræða ytri aðstæðum, þær verða að spretta upp úr djúpi sjálfrar vitundarinnar.
Hefðbundnum trúarbrögðum með kennisetningar sínar og helgisiði, boð og bönn, hefur ekki aðeins mistekist að koma til móts við djúpstæða þörf mannsins fyrir andlega uppljómun, heldur hafa þau gert illt eitt. Trúarbrögðin hafa aðgreint mannkynið og gert kirkju og klerkaveldi kleift að misnota fólk bæði efnalega og siðferðilega. Sú barátta og spenna sem rekja má til trúarlegs ágreinings hefur átt drjúgan þátt í mannlegri þjáningu.
En sérhverjum tíma og menningu hefur fylgt fámennur hópur manna sem leitað hafa hið innra, að uppsprettu ljóss og góðleika, óblindaðir af innantómum formum trúarbragðanna eða líflausum guðfræðikenningum. Leit þeirra, sem ekkert á skylt við venjulega siðfræði eða trúarkreddur, birtist á ljósastan hátt í iðkun sem nefnd er yoga. Yogahefðin er ekki bundin við Indland, gagnstætt því sem almennt er haldið og yoga er ekki einhver dulin starfsemi, sem aðeins fáir eiga aðgang að. Yoga er tengt alheimslegri hreyfingu leitar og skilnings, sem streymt hefur gegn um aldirnar um mismunandi skóla sem fengist hafa við ummyndun mannsins: Í Egyptalandi og Grikklandi, hefð súfa, fræðslu búddhista og taóista, í kristinni hefð, Tantra og Vedanta; inn við hjarta ytri kennisetninga liggur lífsmáti og þjálfun, sem hentar hinni innri leit, og sem táknuð er með orðinu yoga.
Yoga er orð sem hefur fengið margar merkingar því það er of innihaldsríkt hugtak til að auðvelt sé að þýða það. Í kjarna sínum er það tengt endalokum hins einstaklingsbundna sjálfs, þess sjálfs sem talar mörgum tungum hugsana og langana. Þegar það misræmi sem hinar aðgreinandi athafnir sjálfsins framkalla, hætta með öllu, uppgötvast hið innsta eðli vitundarinnar. Hápunktur yoga er sagður vera ástand aðgreiningarleysis og eðlilegs samræmis.
Mikill fræðari hefur sagt:Til er sá vegur, brattur og þyrnum stráður, þar sem hættur leynast við hvert fótmál, vegur samt, sem leiðir til hjarta alheimsins. Ég get sagt þér hvernig finna má þá sem geta sýnt þér hið dulda hlið, sem einungis liggur inn á við og lokast að eilífu á hæla leitandans. Eigi er til sú hætta að óbugað þor geti ekki sigrað, engin þolraun sem óflekkaður hreinleiki kemst ei framhjá, engir þeir erfiðleikar sem styrk hugsun getur ekki yfirstigið. Eftir þeim sem halda ótrauðir áfram bíða laun sem ekki verður lýst - máttur til að blessa og bjarga mannkyninu. Fyrir þá sem mistekst eru önnur líf, þar sem sigur getur leynst.
Meðal þeirra sem velja þennan veg, sem sagður er sem rakhnífsegg, hafa aðeins fáir þor og óbilandi kjark til að ganga hann á enda. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir er sagt. Bhagavad-Gita (Hávamál Indíalands) staðfestir þetta:
Meðal þúsunda er vart einn sem leitar fullkomnunar. Af þeim sem ótrauðir feta veginn er varla nokkur sem þekkir mig [Guðdóminn] til hlítar.Flestir vilja skjótan árangur. Þeir eru óþolinmóðir eftir að öðlast gæði andlegs eðlis, en neita um leið að afsala sér veraldarláni sem þeir kunna að hafa. Þá er stutt í vonbrigðin því ekki verður farið í tvær áttir í senn.
Eins og stendur í Rödd þagnarinnar.Tær vötn eilífðarinnar, glitrandi skær, fá eigi blandast skolugum lækjum monsúnregnsins. Daggardropar himinsins sem sindra í lótusblóminu í fyrstu geislum morgunsólarinnar breytast í leir þegar þeir falla á jörðina. Gef því gaum að perlan er nú korn af mold.
Með því að leitast við að gera hlutina örugga og þægilega fyrir hið líkamlega sjálf, jafnvel þótt ómeðvitað sé, tryggja fávísir nemar sér áreynsluleysi. Tilfinningin um stöðnun leiðir til efa um að andleg framför sé möguleg, og viðleitnin er gefin upp á bátinn. Það verður því að vera ljóst frá upphafi að ögun í yoga má ekki vera síður hnitmiðuð en í þeirri þjálfun sem nauðsynleg er til að verða fær tónlistarmaður eða framúrskarandi stærðfræðingur. Í raun er yoga enn strangara með kröfur um að setja til hliðar venjuleg áhugamál, þægindi og gildi. Yoga felur í sér róttæka ummyndun hugans, sem byggð er á grunni viljans til að breyta algerlega lífsháttum sínum. "Hegðið yður eigi eftir öld þessari; heldur takið háttaskipti með endurnýjungu hugarfarsins." ráðleggur Páll postuli í Rómverjabréfinu (Róm.12,2).
H.P.B. ráðleggur einnig:Hugleiðsla, bindindi, siðferðileg aðgát, fínleg hugsun, góðar gjörðir og hlý orð, ásamt góðum vilja og alger fjarvera sjálfsins, eru áhrifamestu aðferðir til að öðlast þekkingu og við undirbúning þess að meðtaka æðri visku. (Hagnýt dulfræði.)
Ummyndun hugans, sem náð er með yoga er lýst í hinum ýmsu hefðum sem nýrri fæðingu sem verður eftir dauða hins gamla sjálfs. Kathopanishad ritin segja að yoga sé fæðing og dauði. Hinn þjóðsagnakenndi fönix, sem endurfæðist eftir að hafa brunnið til ösku, hinn táknfulli dans sem fram fer á eldvellinum, rósin sem sprettur úr krossi fórnarinnar, og önnur táknform vísa til endaloka hins gamla, þannig að ný vitund geti komið í ljós. Í hinum sígilda texta Patanjalis, er yoga það að þagga niður í hinum veraldlega huga og hin nýja fæðing er að vakna til hins sanna eðlis vitundarinnar.
H.P.B. skrifar um að nemar Menanders hafi eftir skírn (þ.e. vígslu) verið sagðir rísa frá dauðum. Hún bætir við að upprisan hafi einfaldlega verið "ferð úr myrkri fávísinnar í ljós sannleikans, vöknun hins ódauðlega anda mannsins til eilífs innra lífs. Þetta eru vísindi Rajayoganna."
Bæði dauði og endurfæðing geta í þessum skilningi gerst á meðan líkaminn heldur áfram að vera til. J. Krishnamurti útskýrir þetta:
Dauðinn er ekki endalok lífsins. Dauðinn er nokkuð sem þú lifir með dag hvern, af því að þú deyrð alla daga til alls sem þú þekkir. Dauðinn merkir endurnýjun, alger samskipti, þar sem hugsun starfar alls ekki, því hugsunin er hið gamla. En þegar dauðinn kemur, er fyrir hendi eitthvað sem er algerlega nýtt.
Radha Burnier
Geinina í heild sinni hér
Um bloggið
OM - ॐ
Færsluflokkar
Tenglar
Hugleiðslunámskeið á Íslandi
- Námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni
- Sahaja yoga-hugleiðsla
- Hugleiðslunámskeið hjá Brahma Kumaris
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Andartak.is - Kundalini jóga og hugleiðsla
- Zen-hugleiðslunámskeið
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Innhverf íhugun
Frí hugleiðslunámskeið á Netinu
- Free Meditations
- Námskeið í búddískri hugleiðslu
- Námskeið í Kundalini yoga
- Free online meditation course
- Free Sahaja meditation course online
Hugleiðsla
Hér er að finna tengla þar sem þú getur lært og kynnt þér hugleiðslu.
- Listin að hugleiða
- Zen á Íslandi - Zen-hugleiðsla
- Kristbjörg
- Kundalini-hugleiðsla
- Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
- SGI-búddismi á Íslandi
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Skandinavíski yoga- og hugleiðsluskólinn
- Leiðbeiningar fyrir Zen-hugleiðslu
- Sahaja Yoga
- Brahma Kumaris - Raja Yoga hugleiðsla
- Jack Kornfield - Insight Meditation (vipassana)
- Centerpointe
- Ljósmiðlun
- Traditional Yoga and Meditation of the Himalayan Masters
- Innhverf íhugun
- Vipassana meditation course
Helg forn rit
- Veda-ritin
- Bhagavad Gita
- Bhagavad Gita
- Upanishads
- Upanishads
- Shiva sutra
- Brahma Sutra
- Yogasútrur Patanjalis
- Rig Veda
- Sama Veda
- Hatha Yoga Pradipika
- Shiva Samhita
- Gheranda Samhita
- Sacred Texts (Helg indversk rit)
- Biblían
- Dhammapada
- Kóraninn
Tímarit um andleg málefni
- Tímaritið Knowledge of reality
- Bindu - Tímarit Skandinavíska yoga- og hugleiðsluskólans
- Tímaritið Gangleri
- Primary Point - Zen
- Efnisskrá Ganglera frá 1926
- The Sufism Journal online
- The Theosophist
Bækur á íslensku um andleg málefni
- Starfsrækt (Karma yoga) - Swami Vivekananda
- Allar bækur Gunnars Dal
- Bækur eftir Alice Baily
- Martínus - Bækur á íslensku
- Launviska Vedabóka
Bækur um andleg málefni
- The Unknown Life of Jesus Christ
- Bók um Kriya Yoga
- Sjálfsævisaga Jóga
- Whispers from Eternity - Paramahansa Yogananda
- The Path - Swami Kriyananda
- God is for Everyone - Inspired by Yogananda
- My time with the master - Paramahansa Prajnanananda
- The Universe Within - Paramahansa Prajnanananda
- The art and science of Raja Yoga - Swami Kriyananda
- Complete work of Swami Vivekananda
- Gopi Krishna - Bækur, greinar og viðtöl
- Bókin Zen and the brain
- Zen Mind, Beginner´s Mind - Shunryu Suzuki-roshi
- Manual of Zen Buddhisim - D. T. Suzuki
- Stripping the Gurus
- Rödd þagnarinnar á ensku
- Eckhart Tolle - Stillness Speaks - Hljóðbók
- Bækur eftir Ramana Maharshi
- Saundarya Lahiri
- The Meditative Mind - Krishnamurti
- Krishnamurti´s Notebook
- Meditations - Krishnamurti
- The Serpent Power
- C. W. Leadbeater - Chakras: A Monograph
- Kundalini Yoga - Swami Sivananda
- Fríar bækur með Krishnamurti
- The Tibetan Book of Dead
- Karma Yoga - Swami Vivekananda
- Leiðarljós (Light on the Path) á ensku
- The Power of Now - Hljóðbók
- Hljóðbókin Breath sweeps mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
- On Having No Head
Greinar um andleg málefni
- Greinasafn Lífspekifélagsins/Guðspekifélagsins
- Greinar eftir Sigvalda Hjálmarsson
- Greinar og rannskóknir tengdar kundalini
- Krishnamurti - Greinar, viðtöl og tilvitnanir
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - I. Hluti
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - II. hluti
- Greinar úr zen-tímaritinu Primary Point
- Greinar eftir dr. Erlend Haraldsson
- Greinasafn Jóns L. Arnalds
- Yður er í dag frelsari fæddur? - Njörður P. Njarðvík
- Yoga og geðrækt
- Leiðin til hugljómunar - Sigvaldi Hjálmarsson
- Geinar úr tímaritinu Quest
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Íslenskir
- Kærleikssetrið
- Jógakennarafélag Íslands
- Lífspekifélagið/Guðspekifélagið
- AA
- CoDa
- Viska og gleði
- Kærleikssamtökin
- Björg Einarsdóttir
- Trú.is
- LAUSNIN - Baráttusamtök gegn meðvirkni
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Dulheimar - Andleg þróunarheimspeki
- Vetrarbrautin.com
- Listi yfir skráð trú- og lífskoðunarfélög á Íslandi
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Erlendir
- DharmaTalk með Thich Nhat Hanh
- Agni Yoga
- Meditation of the Himalayan Masters
- Vedanta Society
- Vedanta.com
- tantra-kundalini.com
- Ayurveda-próf - Hvaða líkamsgerð ertu?
- Prajnanamission
- Big Mind
- Vedanta Spiritual Library
- Great Integral Awakening
- Sounds True
- Wildmind - Buddhist Meditation
- Institute for Consciousness Research
- Biology of Kundalini
- Kundalini Research Network
- Hindu Tantrik Tradition
- Inner Self
- Spirit Voyage
- Dalai Lama kyrjar möntru úr Rig Veda
- Ýmislegt um Ramakrishna
- The Five Tibetan Rite
- Message from masters
- Bæklingur um sanskrítarframburð
- The Theosophical Society - International Headquarters
- Sri Vidya
- Vedanet
- Eastern tradition - Eastern Tradition Research Archive
- Lífspekifélög/Guðspekifélög um allan heim
Ýmsir andans menn
- Sigvaldi Hjálmarsson
- J. Krishnamurti
- Ken Wilber
- Gopi Krishna
- Swami Sivananda
- Osho
- Deepak Chopra
- Swami Vivekananda
- Sri Ramakrishna
- Yogi Hari
- Eckhart Tolle
- Yogi Shanti Desai
- Yogi Amrit Desai
- Shunryu Suzuki roshi
- Ramana Maharishi
- Sri Aurobindo
- Paramahansa Yogananda
- Paramahamsa Hariharananda
- Jakusho Kwong-roshi
- Jack Kornfield
- Swami Rama
- Grétar Fells
- D. T. Suzuki
- Dalai Lama
- Thich Nhat Hanh
- Eckhart Tolle
- Helena Blavatsky
- Paramahamsa Prajnanananda
- Rupert Spira
- Bodhidharma
- Om Swami
Lífspeki/Guðspeki
- Lífspekifélag Íslands
- Lífspekifélagið í USA
- Helena Blavatzky
- Facebook-síða Lífspekifélags Íslands
- Aðalstöðvar Lífspekifélagsins á Indlandi
Kriya Yoga
Hér er að finna tengla tengda Kriya Yoga
- Kriya Yoga Institute
- Paramahansa Hariharananda
- Paramahamsa Prajnanananda
- Bækur um Kriya Yoga eftir Hariharananda og Prajnananda
- Self-Realization Fellowship
- Ananda: The Teaching of Paramahansa Yogananda
- Cyberspace Ashram for Kriya Yoga
- Bókin Sjálfsævisaga jóga (Autobiography of a Yogi)
- Kriya Yoga - Swami Shankarananda Giri
- Kriya Yoga - Yogi Dhirananda
- Bók um Kriya Yoga á Netinu
- Kriya Yoga in the Lahiri Mahasaya family tradition
- Babaji´s Kriya Yoga
- Myndbönd um kriya yoga
- Prajnanamission
- Babaji Kriya Hatha Yoga - 18 Kriya Postures
- Umsókn - Kennslustundir hjá SRF
Hatha Yoga (Líkamsstöður - Teygjur)
- Yogavin
- Jóga hjá Kristbjörgu
- Jóga Stúdíó
- Jógakennarafélag Íslands
- Jóga Jörð
- Jen Reviews
- Sólir
- Yogashala
- Jógakennarar og jógastöðvar á Íslandi
Zen
- Zen á Íslandi
- Sonoma Mountain Zen Center
- Bókin Zen Mind, Beginners Mind eftir Shunryu Suzuki-roshi
- Bókin No Beginning. No End eftir Jakusho Kwong-roshi kennara Zen á Íslandi
- Hljóðbókin Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- The Teaching of Shunryu Suzuki-roshi
- San Francisco Zen Center
- Myndbönd með Suzuki-roshi
- Plum Village - Thich Nhat Hanh
- Zen of Recovery - Mel Ash
- Zen Road
- Zen sútrur
- Kwan Um School of Zen
- Daily Zen
- Big Mind
- Zen Peacemakers
- Suzuki-roshi 50
- Hljóðbókin Zen mind, beginner´s mind
- The Suzuki Roshi Audio Archive
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
Bloggvinir
-
thesecret
-
gudjonbergmann
-
gyda
-
heringi
-
gudmundurhelgi
-
braxi
-
fruheimsmeistari
-
vilborg-e
-
steina
-
ludvik
-
maggadora
-
baenamaer
-
perlaheim
-
vestfirdir
-
vglilja
-
palmig
-
einherji
-
andreaolafs
-
flinston
-
birnarebekka
-
tilfinningar
-
dizadj
-
gylforce
-
esa-emorea777
-
estersv
-
eydis
-
gudjonelias
-
heildraent-joga
-
heildraent-lif
-
guru
-
tru
-
fun
-
jensgud
-
josira
-
katrinsnaeholm
-
kari-hardarson
-
kiza
-
kjarvald
-
kristinnhalldor
-
kiddirokk
-
krilli
-
laufherm
-
mariaannakristjansdottir
-
manisvans
-
nanna
-
aronsky
-
huldumenn
-
ragjo
-
rose
-
straitjacket
-
vinur
-
nimbus
-
slembra
-
svanurg
-
toshiki
-
hanoi
-
thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 96742
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að koma með þessa grein, góð og fræðandi lesning...
josira, 16.10.2009 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.