18.10.2009 | 08:02
Nútíma eðlisfræði og austræn heimssýn
Nútíma eðlisfræði og austræn heimssýn
Undirstöðujafnvægi í náttúrunni er ekki kyrrstaða heldur kvikt jafnvægi
NÚTÍMA eðlisfræði hefur haft mjög mikil áhrif á heimspekilega hugsun vegna þess að hún hefur leitt í ljós óvæntar takmarkanir á viðteknum hugmyndum og valdið því að róttækrar endurskoðunar á grundvallarhugmyndum er þörf. Hugmyndir um efnið í öreindaeðlisfræði eru til dæmis gjörólíkar hinu efniskennda í hefðbundinni eðlisfræði og hið sama gildir gagnvart hugmyndum um rúm, tíma og orsakasamband. Samt skipta þessar hugmyndir grundvallarmáli í sýn okkar á heiminn umhverfis okkur og þegar þær breytast á svo róttækan hátt tekur gjörvöll heimssýn okkar breytingum.
Síðustu áratugi hafa eðlisfræðingar og heimspekingar rætt mjög um þær breytingar á heimssýn okkar sem komið hafa fram með nútíma eðlisfræði en mjög sjaldan hefur því verið veitt athygli að þetta virðist allt stefna í sömu átt, í átt að heimssýn sem líkist því sem haldið er fram í austrænni heimspeki.
Með "austrænni heimspeki" á ég við hinar trúarlegu heimspekikenningar Austurlanda fjær svo sem hindúisma, búddhisma og taóisma. Enda þótt þetta nái yfir gríðarlegan fjölda flókinna andlegra reglna og heimspekikerfa grundvallast heimssýn þeirra á því sama. Þessi sýn er ekki einskorðuð við Austurlönd heldur gætir hennar á einhvern hátt í öllum heimspekikenningum sem byggja á dulspeki. Ég gæti því orðað rök mín á almennari hátt með því að segja að nútíma eðlisfræði leiði okkur að þeirri heimssýn sem líkist því sem dulspeki og siðir allra alda hafa haldið fram.
Finna má áberandi hliðstæðu við nútíma eðlisfræði ekki aðeins í Vedabókum hindúismans, í I Ching eða í búddhískum sútrum heldur einnig í kenningabrotum Heraklítusar, í súfisma og kenningum Gurdijieffs. Munurinn á austrænni og vestrænni dulspeki er sá að dulspekikenningar hafa alltaf verið jaðarfræði á Vesturlöndum en skipt meginmáli í austrænum heimspekilegum og trúarlegum þankagangi.
Til þess að einfalda málið mun ég því tala um "austræna heimssýn" og bera hana saman við þá heimssýn sem sprettur fram af nútíma eðlisfræði.
Austræn heimssýn og vestræn
Áður en ég ber þetta saman ætla ég að drepa stuttlega á aðalþættina í austrænni heimssýn og sýna þannig andstæðuna við venjubundið, vélrænt sjónarhorn hefðbundinnar eðlisfræði sem var ríkjandi í allri vísindahugsun frá seinni hluta sautjándu aldar og fram undir lok þeirrar nítjándu. Það byggðist á tvíhyggjunni milli anda og efnis sem leyfði vísindamönnum að meðhöndla efnið sem dautt og algjörlega aðskilið frá þeim sjálfum og að líta á efnisheiminn sem margfeldi mismunandi hluta sem safnað hefði verið saman í risastóra vél.
Í mótsetningu við þetta vélræna viðhorf er austræn heimssýn lífræn. Austræn dulhyggja lítur á alla hluti og fyrirbæri sem innbyrðis skylda og tengda og að þeir séu aðeins mismunandi myndbirting hins sama algjöra veruleika. Tilhneiging okkar til að skipta hinni skynjuðu veröld í einstaklinga og aðskilda hluti og að finnast við sjálf vera einangraðir einstaklingar í þessari veröld er álitin villusýn sem stafar frá huga okkar sem allt vill mæla og skilgreina. Greining náttúrunnar í aðskilda hluta er auðvitað nytsöm og nauðsynleg í hversdagslegu amstri en hún er ekki grundvallarmælikvarði á raunveruleikann. Austræn sýn lítur á alla hluti sem fljótandi og síbreytilega. Austræn heimssýn er því alltaf tilbreytingarrík og álítur tíma og breytingar aðalatriðið. Hún lítur á alheiminn sem óskiptanlegan veruleika sem er á sífelldri hreyfingu, lifandi, lífrænn, andlegur og efnislegur á sama tíma. Ég ætla nú að reyna að sýna hvernig megindrættir þessarar myndar birtast í nútíma eðlisfræði.
Tilkoma skammtafræðinnar
Í upphafi þessarar aldar, þegar verið var að rannsaka frumeindir í tilraunaskyni, komu fram áhrifamiklar og algjörlega óvæntar niðurstöður. Í ljós kom að í frumeindunum, sem álitnar höfðu verið harðar og gegnheilar allt frá fornöld, voru víðáttumikil tóm svæði þar sem örsmáir hlutir -- rafeindir -- snerust um kjarna. Þegar skammtafræðin -- sem er kenningalegur grundvöllur atómfræðanna -- kom fram eftir 1920, varð ljóst að öreindir, þ.e.a.s. rafeindir og róteindir og nifteindir í kjarna, líktust í engu hinu gegnheila efni hefðbundinnar eðlisfræði. Öreindir efnisins eiga sér mjög óhlutstæða tilveru. Eftir því hvernig við skoðum þær birtast þær stundum sem hlutkenndar og stundum sem bylgjur. Þessi tvískipta ásýnd efnisins kom algjörlega á óvart þar sem ímynd bylgju sem alltaf breiðist um rúmið er algjörlega andstæð hlutkenndri einingu sem krefst fastrar staðsetningar.
Úr mótsögnunum sem virtust vera í þessu leystist á algjörlega óvæntan hátt og það varð visst áfall fyrir undirstöður hinnar vélrænu heimssýnar og hugmynda um raunveruleika efnisins. Á öreindasviðinu virðist efnið ekki vera til með vissu á tilteknum stöðum, heldur sýnir það "tilhneigingu til að vera til". Í skammtafræðinni er talað um þessar tilhneigingar sem líkindi og að samsvarandi stærðfræðilegir skammtar taki á sig bylgjuform. Þess vegna geti fastir hlutir verið bylgjur á sama tíma. Þetta eru ekki "raunverulegar" þrívíðar bylgjur eins og hljóð- eða vatnsbylgjur. Þetta eru "líkindabylgjur", óhlutbundnir stærðfræðilegir skammtar með alla eiginleika sem einkenna bylgjur sem vísa til líkinda á að finna agnirnar á sérstökum stöðum í rúminu á sérstökum tímum.
Þannig að á frumeindasviðinu leysist hið fasta efni hefðbundinnar eðlisfræði upp í líkindalegt bylgjumynstur. En þetta virðist mótsagnakennt. Hvernig getur efnisheimurinn verið fólginn í líkindum? Ja, í ljós kemur að þetta mynstur sýnir á endanum ekki líkindi til hluta heldur fremur líkindi til tengsla. Eftir nákvæma sundurgreiningu og athugun á sviði öreindaeðlisfræði kemur í ljós að öreindirnar hafa enga merkingu sem einangraðar eindir heldur verða aðeins skildar sem samsvörun milli undirbúnings rannsóknar og eftirfarandi mælinga.
Heildarvefur alheims
Skammtafræðin leiðir þannig í ljós grundvallareinleika alheimsins. Hún sýnir að við getum ekki leyst heiminn upp í smæstu einingar með sjálfstæða tilveru. Þegar við þrengjum okkur inn í efnið sýnir náttúran okkur engar einangraðar fastar einingar heldur birtist fremur sem flókinn tengslavefur hinna ýmsu hluta sameinaðrar heildar. Með orðum Werners Heisenbergs:
Heimurinn birtist þannig sem flókinn vefur atvika þar sem hin ýmsu tengsl skiptast á, skarast eða sameinast og ákvarða þar með samsetningu heildarinnar.
Það er samt sem áður á þennan hátt sem austrænir dulspekingar skynja heiminn og þeir tjá oft reynslu sína með svipuðum orðum og frumeindaeðlisfræðingarnir. Sjáið til dæmis eftirfarandi tilvitnun í tíbeska búddhistann Govinda Lama:
Ytri og innri veröld eru því (fyrir búddhistanum) aðeins tvær hliðar á sama vefnaðinum þar sem þræðir allra afla og atvika, öll form meðvitundar og skynjana eru ofin í óskiptanlegt net endalausra innbyrðis tengsla.
Þessi orð Govinda Lama draga fram önnur atriði sem eru afar þýðingarmikil bæði í nútíma eðlisfræði og austrænni heimspeki. Mannlegi skoðandinn og meðvitund hans eru alltaf innan hinna alheimslegu innri tengsla á áhrifaríkan hátt. Í skammtafræðinni er aðeins hægt að skilja frumeinda"agnirnar" með tilliti til samvirkni milli framvindu undirbúnings og mælinga og lok þessarar framvindu verða alltaf í meðvitund hins mannlega rannsakanda. Grundvallareinkenni skammtafræðinnar eru þau að mannlegur skoðandi er ekki aðeins nauðsynlegur til að athuga eiginleika frumeindaragnarinnar heldur einnig til að skýrgreina þá. Í frumeindaeðlisfræðinni getum við ekki talað um náttúruna án þess að tala á sama tíma um okkur sjálf. Með orðum Heisenbergs:
Náttúruvísindin lýsa ekki aðeins náttúrunni og útskýra hana; þau eru hluti samspils náttúrunnar og okkar sjálfra.
Vegna þessa getur vísindamaðurinn ekki leikið hlutverk hins aðskilda hlutlausa rannsakanda í nútíma eðlisfræði, heldur er hann samofinn þeirri veröld sem hann rannsakar.
John Wheeler lítur á það hvernig rannsakandinn samvefst verkefninu sem þýðingarmesta atriðið í skammtafræðinni og stingur þess vegna upp á að setja orðið "þátttakandi" í stað "rannsakandi". Þetta er aftur á móti hugmynd sem er vel kunn öllum dulspekinemum. "Helgri þekkingu", sem svo er kölluð í Upanishödunum, verður ekki aðeins náð með athugunum heldur með fullri þátttöku í allri tilveru manns. Þetta tal um þátttakandann er því sameiginlegt dulspekivenjum Austurlanda fjær.
Hinn hverfuli dans efnisins
(Sú staðreynd að efnið birtist sem agnir og sem bylgjur á frumeindasviðinu gefur ekki aðeins til kynna innbyrðis grundvallartengsl allra fyrirbæra heldur einnig mjög undarlega hegðun öreindanna. Í hvert sinn sem þær takmarkast við eitthvert svið í rúminu bregðast þær við með því að fara að snúast í hringi. Eftir því sem rýmið er minna því hraðar þyrlast þær. Þetta eru dæmigerð "skammtaáhrif", þættir í öreindaveröldinni sem er ómælanleg -- eftir því sem rýmið er minna því hraðar fer ögnin.
Þetta gefur samt sem áður til kynna að frumeinda- og öreindaefnið er í rauninni "eirðarlaust".)
Flestar kjarnaeindir eru bundnar í mynstur sameinda, frumeinda og kjarna og eru alltaf á hreyfingu. Samkvæmt skammtafræðinni er efnið aldrei kyrrt en alltaf á hreyfingu. Því nánar sem við skoðum það því betur kemur hreyfingin í ljós: Sameindirnar sveiflast í hlutfalli við hitastig efnisins. Rafeindir þyrlast um innan í frumeindunum og í kjarnanum snúast róteindir og nifteindir með feikna hraða. Nútíma eðlisfræði lýsir því efninu alls ekki sem aðgerðarlausu heldur sé það í stöðugum dansi og sveiflum og hrynjandi þess ráðist af uppbyggingu sameinda, frumeinda og kjarna. Best sést hvað þetta líkist anda austræns hugsunarháttar með því að vitna í taóískan texta:
Kyrrðin í kyrrðinni er ekki raunveruleg kyrrð.
Aðeins þegar hreyfing kyrrist getur andleg hrynjandi birst, sú sem gegnsýrir himin og jörð.
Í augum taóistanna er raunveruleg kyrrð kyrrð hreyfingar -- eða á óskáldlegra máli -- undirstöðujafnvægi í náttúrunni er ekki kyrrstaða heldur kvikt jafnvægi. Og þetta eru einmitt þau skilaboð sem við fáum frá skammtafræðinni.
Þá er komið að annarri aðalkenningu nútíma eðlisfræðinnar, afstæðiskenningunni.
Áhrif afstæðiskenninga Einsteins
Afstæðiskenning Einsteins hafði í för með sér áhrifamikla breytingu á hugmyndum okkar um tíma og rúm. Hún sýndi að rúmið er ekki þrívítt og tíminn er ekki aðskilin eining. Þetta er mjög tengt og myndar fjórvíða samfellu sem kallast "rúm-tími". Í afstæðiskenningunni getum við þess vegna aldrei talað um rúm án þess að tala um tíma og heldur ekki um tíma án þess að vera einnig að tala um rúm.
Þessi þróun hefur haft mikil áhrif á mynd okkar af efninu og neytt okkur til að breyta verulega hugmyndum okkar um efnisögn. Í lýsingu okkar á öreindaheiminum renna rúm og tími saman samkvæmt afstæðiskenningunni í fjórvíða samfellu og þetta þýðir að við verðum að sjá efnisagnirnar fyrir okkur sem fjórvíðar einingar í rúm-tíma. Form þeirra eru því form í tíma og rúmi. Agnirnar eru kvik mynstur með ásýnd bæði tíma og rúms. Rúmásýnd þeirra verður til þess að þær birtast sem hlutir en tímaásýnd þeirra verður til þess að þær birtast sem framvinda. Afstæðiskenningin verður þannig til að gefa efnasamsetningu sanna lifandi ásýnd. Hún sýnir að hlutir öreindaheimsins eru ekki aðeins virkir með því að hreyfast mjög hratt. Þeir eru framvinda í sjálfu sér. Tilvera efnisins og virkni þess verða ekki aðskilin. Þetta eru aðeins mismunandi ásýndir veruleikans í tímarúmi öreindaheimsins.
Austrænir dulspekingar vissu sannarlega ekkert um afstæðiskenninguna en þeir skynjuðu á einhvern hátt rúm-tíma-eðli raunveruleikans þar sem flestar hugsanir þeirra, ímyndanir og goðsagnir halda því fram að tími og breyting séu frumatriði. Maya -- kenning hindúanna sér til dæmis öll form í heiminum sem fljótandi og síbreytileg og það sama kemur fram í kínverskri heimspeki. Kínverjar álitu flóð og breytingu innsta kjarna alheimsins. Hugtakið algjör kyrrð fannst alls ekki í heimspeki þeirra og þeir litu á alla hluti aðeins sem stig í einni mikilli alheimslegri framvindu sem þeir kölluðu taó. Þetta eru grundvallarhugmyndir í I Ching -- sem er ein undirstaðan í kínverskri hugsun -- og nafnið þýðir í raun "Bók breytinganna". Búddhistum er einnig vel kunnugt hið kvika eðli efnisins. Þannig skrifar D.T. Suzuki í einni af bókum búddhista:
Búddhistar skynja hlut sem atvik, ekki sem hlut eða efni.
Þessar tvær grundvallarkenningar nútíma eðlisfræði leiða þannig í ljós aðalþættina í austrænni heimssýn. Skammtafræðin hefur numið úr gildi hugmyndina um að hlutir séu aðskildir í grundvallaratriðum og komið fram með hugmyndina um þátttakandann í stað skoðandans og fundist nauðsynlegt að fella mannlega meðvitund inn í heimslýsinguna. Hún er farin að sjá alheiminn sem innbyrðis tengdan samskiptavef og að þætti hans sé ekki hægt að skilgreina öðruvísi en með tengslum þeirra við heildina. Segja má að afstæðiskenningin hafi fært líf í alheimsvefinn með því að leiða í ljós hið innra kvika eðli hans með því að sýna að virknin er innsta eðli tilveru hans.
Rannsóknir eðlisfræðinga beinast nú m.a. að því að sameina skammtafræðina og afstæðiskenninguna í fullkomna kenningu um öreindaheiminn. Enn hefur okkur ekki tekist að forma slíka fullkomna kenningu en við eigum nokkur kenningabrot eða "líkön" sem lýsa vissum atriðum öreindafyrirbæra mjög vel. Grunnhugmyndir flestra þessara líkana sýna sláandi líkingar með austrænni heimssýn og ég trúi því að þessi líkindi verði stöðugt augljósari eftir því sem við komumst lengra í rannsóknum okkar á öreindaheiminum.
Fritjof Capra
AMÞ þýddi úr Vedanta. Tekið úr Ganglera. Sjá fleiri greinar: http://www.ismennt.is/not/birgirb/fra90.html#B
Um bloggið
OM - ॐ
Færsluflokkar
Tenglar
Hugleiðslunámskeið á Íslandi
- Námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni
- Sahaja yoga-hugleiðsla
- Hugleiðslunámskeið hjá Brahma Kumaris
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Andartak.is - Kundalini jóga og hugleiðsla
- Zen-hugleiðslunámskeið
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Innhverf íhugun
Frí hugleiðslunámskeið á Netinu
- Free Meditations
- Námskeið í búddískri hugleiðslu
- Námskeið í Kundalini yoga
- Free online meditation course
- Free Sahaja meditation course online
Hugleiðsla
Hér er að finna tengla þar sem þú getur lært og kynnt þér hugleiðslu.
- Listin að hugleiða
- Zen á Íslandi - Zen-hugleiðsla
- Kristbjörg
- Kundalini-hugleiðsla
- Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
- SGI-búddismi á Íslandi
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Skandinavíski yoga- og hugleiðsluskólinn
- Leiðbeiningar fyrir Zen-hugleiðslu
- Sahaja Yoga
- Brahma Kumaris - Raja Yoga hugleiðsla
- Jack Kornfield - Insight Meditation (vipassana)
- Centerpointe
- Ljósmiðlun
- Traditional Yoga and Meditation of the Himalayan Masters
- Innhverf íhugun
- Vipassana meditation course
Helg forn rit
- Veda-ritin
- Bhagavad Gita
- Bhagavad Gita
- Upanishads
- Upanishads
- Shiva sutra
- Brahma Sutra
- Yogasútrur Patanjalis
- Rig Veda
- Sama Veda
- Hatha Yoga Pradipika
- Shiva Samhita
- Gheranda Samhita
- Sacred Texts (Helg indversk rit)
- Biblían
- Dhammapada
- Kóraninn
Tímarit um andleg málefni
- Tímaritið Knowledge of reality
- Bindu - Tímarit Skandinavíska yoga- og hugleiðsluskólans
- Tímaritið Gangleri
- Primary Point - Zen
- Efnisskrá Ganglera frá 1926
- The Sufism Journal online
- The Theosophist
Bækur á íslensku um andleg málefni
- Starfsrækt (Karma yoga) - Swami Vivekananda
- Allar bækur Gunnars Dal
- Bækur eftir Alice Baily
- Martínus - Bækur á íslensku
- Launviska Vedabóka
Bækur um andleg málefni
- The Unknown Life of Jesus Christ
- Bók um Kriya Yoga
- Sjálfsævisaga Jóga
- Whispers from Eternity - Paramahansa Yogananda
- The Path - Swami Kriyananda
- God is for Everyone - Inspired by Yogananda
- My time with the master - Paramahansa Prajnanananda
- The Universe Within - Paramahansa Prajnanananda
- The art and science of Raja Yoga - Swami Kriyananda
- Complete work of Swami Vivekananda
- Gopi Krishna - Bækur, greinar og viðtöl
- Bókin Zen and the brain
- Zen Mind, Beginner´s Mind - Shunryu Suzuki-roshi
- Manual of Zen Buddhisim - D. T. Suzuki
- Stripping the Gurus
- Rödd þagnarinnar á ensku
- Eckhart Tolle - Stillness Speaks - Hljóðbók
- Bækur eftir Ramana Maharshi
- Saundarya Lahiri
- The Meditative Mind - Krishnamurti
- Krishnamurti´s Notebook
- Meditations - Krishnamurti
- The Serpent Power
- C. W. Leadbeater - Chakras: A Monograph
- Kundalini Yoga - Swami Sivananda
- Fríar bækur með Krishnamurti
- The Tibetan Book of Dead
- Karma Yoga - Swami Vivekananda
- Leiðarljós (Light on the Path) á ensku
- The Power of Now - Hljóðbók
- Hljóðbókin Breath sweeps mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
- On Having No Head
Greinar um andleg málefni
- Greinasafn Lífspekifélagsins/Guðspekifélagsins
- Greinar eftir Sigvalda Hjálmarsson
- Greinar og rannskóknir tengdar kundalini
- Krishnamurti - Greinar, viðtöl og tilvitnanir
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - I. Hluti
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - II. hluti
- Greinar úr zen-tímaritinu Primary Point
- Greinar eftir dr. Erlend Haraldsson
- Greinasafn Jóns L. Arnalds
- Yður er í dag frelsari fæddur? - Njörður P. Njarðvík
- Yoga og geðrækt
- Leiðin til hugljómunar - Sigvaldi Hjálmarsson
- Geinar úr tímaritinu Quest
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Íslenskir
- Kærleikssetrið
- Jógakennarafélag Íslands
- Lífspekifélagið/Guðspekifélagið
- AA
- CoDa
- Viska og gleði
- Kærleikssamtökin
- Björg Einarsdóttir
- Trú.is
- LAUSNIN - Baráttusamtök gegn meðvirkni
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Dulheimar - Andleg þróunarheimspeki
- Vetrarbrautin.com
- Listi yfir skráð trú- og lífskoðunarfélög á Íslandi
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Erlendir
- DharmaTalk með Thich Nhat Hanh
- Agni Yoga
- Meditation of the Himalayan Masters
- Vedanta Society
- Vedanta.com
- tantra-kundalini.com
- Ayurveda-próf - Hvaða líkamsgerð ertu?
- Prajnanamission
- Big Mind
- Vedanta Spiritual Library
- Great Integral Awakening
- Sounds True
- Wildmind - Buddhist Meditation
- Institute for Consciousness Research
- Biology of Kundalini
- Kundalini Research Network
- Hindu Tantrik Tradition
- Inner Self
- Spirit Voyage
- Dalai Lama kyrjar möntru úr Rig Veda
- Ýmislegt um Ramakrishna
- The Five Tibetan Rite
- Message from masters
- Bæklingur um sanskrítarframburð
- The Theosophical Society - International Headquarters
- Sri Vidya
- Vedanet
- Eastern tradition - Eastern Tradition Research Archive
- Lífspekifélög/Guðspekifélög um allan heim
Ýmsir andans menn
- Sigvaldi Hjálmarsson
- J. Krishnamurti
- Ken Wilber
- Gopi Krishna
- Swami Sivananda
- Osho
- Deepak Chopra
- Swami Vivekananda
- Sri Ramakrishna
- Yogi Hari
- Eckhart Tolle
- Yogi Shanti Desai
- Yogi Amrit Desai
- Shunryu Suzuki roshi
- Ramana Maharishi
- Sri Aurobindo
- Paramahansa Yogananda
- Paramahamsa Hariharananda
- Jakusho Kwong-roshi
- Jack Kornfield
- Swami Rama
- Grétar Fells
- D. T. Suzuki
- Dalai Lama
- Thich Nhat Hanh
- Eckhart Tolle
- Helena Blavatsky
- Paramahamsa Prajnanananda
- Rupert Spira
- Bodhidharma
- Om Swami
Lífspeki/Guðspeki
- Lífspekifélag Íslands
- Lífspekifélagið í USA
- Helena Blavatzky
- Facebook-síða Lífspekifélags Íslands
- Aðalstöðvar Lífspekifélagsins á Indlandi
Kriya Yoga
Hér er að finna tengla tengda Kriya Yoga
- Kriya Yoga Institute
- Paramahansa Hariharananda
- Paramahamsa Prajnanananda
- Bækur um Kriya Yoga eftir Hariharananda og Prajnananda
- Self-Realization Fellowship
- Ananda: The Teaching of Paramahansa Yogananda
- Cyberspace Ashram for Kriya Yoga
- Bókin Sjálfsævisaga jóga (Autobiography of a Yogi)
- Kriya Yoga - Swami Shankarananda Giri
- Kriya Yoga - Yogi Dhirananda
- Bók um Kriya Yoga á Netinu
- Kriya Yoga in the Lahiri Mahasaya family tradition
- Babaji´s Kriya Yoga
- Myndbönd um kriya yoga
- Prajnanamission
- Babaji Kriya Hatha Yoga - 18 Kriya Postures
- Umsókn - Kennslustundir hjá SRF
Hatha Yoga (Líkamsstöður - Teygjur)
- Yogavin
- Jóga hjá Kristbjörgu
- Jóga Stúdíó
- Jógakennarafélag Íslands
- Jóga Jörð
- Jen Reviews
- Sólir
- Yogashala
- Jógakennarar og jógastöðvar á Íslandi
Zen
- Zen á Íslandi
- Sonoma Mountain Zen Center
- Bókin Zen Mind, Beginners Mind eftir Shunryu Suzuki-roshi
- Bókin No Beginning. No End eftir Jakusho Kwong-roshi kennara Zen á Íslandi
- Hljóðbókin Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- The Teaching of Shunryu Suzuki-roshi
- San Francisco Zen Center
- Myndbönd með Suzuki-roshi
- Plum Village - Thich Nhat Hanh
- Zen of Recovery - Mel Ash
- Zen Road
- Zen sútrur
- Kwan Um School of Zen
- Daily Zen
- Big Mind
- Zen Peacemakers
- Suzuki-roshi 50
- Hljóðbókin Zen mind, beginner´s mind
- The Suzuki Roshi Audio Archive
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
Bloggvinir
-
thesecret
-
gudjonbergmann
-
gyda
-
heringi
-
gudmundurhelgi
-
braxi
-
fruheimsmeistari
-
vilborg-e
-
steina
-
ludvik
-
maggadora
-
baenamaer
-
perlaheim
-
vestfirdir
-
vglilja
-
palmig
-
einherji
-
andreaolafs
-
flinston
-
birnarebekka
-
tilfinningar
-
dizadj
-
gylforce
-
esa-emorea777
-
estersv
-
eydis
-
gudjonelias
-
heildraent-joga
-
heildraent-lif
-
guru
-
tru
-
fun
-
jensgud
-
josira
-
katrinsnaeholm
-
kari-hardarson
-
kiza
-
kjarvald
-
kristinnhalldor
-
kiddirokk
-
krilli
-
laufherm
-
mariaannakristjansdottir
-
manisvans
-
nanna
-
aronsky
-
huldumenn
-
ragjo
-
rose
-
straitjacket
-
vinur
-
nimbus
-
slembra
-
svanurg
-
toshiki
-
hanoi
-
thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.