Sigvaldi Hjálmarsson á Facebook

Öll innri gerð mannsins er hljómkviða, víbrasjón sem sannarlega má greina sem óma. Hið týnda orð í ýmissi dulspeki fyrr og síðar er hljómur eða ómur. Þetta týnda orð er máttarpunkturinn þaðan sem mannslíkaminn, innri og ytri, er sunginn. Má ég endurtaka; punkturinn sem mannslíkaminn er sunginn frá. -- Mannslíkaminn, innri og ytri er helst þannig til orðinn eins og hann sé sunginn. Þessi punktur er við neðri enda mænunnar í manninum en það er unnt að færa hann upp í þann punkt sem er á móti miðju brjósti og sá punktur kallast anahata sem þýðir bókstaflega útlagt sjálfvakinn ómur.
Þegar þangað er komið breytist þessi hljómkviða í einstaklega ljúfan óm; sumir skynja þetta sem ljós, eða óskaplega elskulega tilfinningu sem fyllir allt brjóstið. Þar með er persónulegt líf mannsins gerbreytt. Mér er fortalið að þetta sé framtíðarstig í mannsþróuninni. Þá verður maðurinn hættur að vera hálfur maður og hálfur dýr eins og hann er núna ef hann er ekki meira en hálfur dýr núna -- og orðinn maður, þungamiðja sem áður var við neðri enda mænunnar er nú færð upp í brjóstið.
   Hvernig er sálarástandið? Það er hljóður hugur með mystískum glömpum -- í gamla daga útskýrt sem hin fyrsta vígsla -- mystískri reynslu, sem því miður kemur oftast sem glampi og með dálitlu af dularskyni breytist allt umhverfi mannsins í eins konar hljóða sinfóníu. Vetrarnóttin verður sinfónía, sólarlagið verður sinfónía og hin heiða bjarta sumarnótt á Íslandi líka. Og vera má að í þeirri hljómsveit sem þar leikur sé einleikur á hörpu, hörpu hjartans.
   Hvert einasta atriði sem komið hefur fram í þessu erindi er lýsing á reynslu, ekki minni reynslu allt saman því miður; lýsing á reynslu margra. Veruleikinn er vanalega meira ævintýri en ævintýrið.

 

Sigvaldi Hjálmarsson - brot af erindi sem flutt var árið 1980

Nú er hægt að gerast áskrifandi af erindum Sigvalda Hjálmarssonar á Facebook. Smellið hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 96745

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband