Rödd þagnarinnar

 

Samadhi is the state in which the ascetic loses the consciousness of every individuality including his own. He becomes -- the ALL.

 

Hér getið þið lesið Rödd þagnarinnar á ensku. Bókin fæst á íslensku í Guðspekifélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég las þetta litla kver hér á yngri árum... ágætis hugleiðingar.  Einnig the Secret Doctrine... töluvert þunglamaleg lesning en athyglisverð heimsmynd Blavatski kemur þar fram... nú er ég mæli með Yoga Sutra eftir Patanjali... þar er hreint konfekt fyrir afstæða hugsun.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 18:15

2 Smámynd:                                           OM

Yoga sútrurnar eru frábærar og mættu nú margir þeirra sem eru að splæsa yoga saman við allt mögulegt lesa þær vandlega. Svona að gamni þá eru hér 85 10 mín. þættir þar sem Swami Rama útskýrir þær: http://www.youtube.com/swamiramahimalayas#p/u/1/7RiT7IJ617g 

Kveðja, Leifur

OM , 9.12.2009 kl. 20:04

3 identicon

Sæll Leifur,

sútrurnar eru kannski ekki efni til að vaða í svona beint af götunni, menn gætu lent í ástandi sem ein kona lýsti ágætlega þegar hún var að lesa frá mér tormeltan texta, svona Ketils Mána ástand ( Ketill Máni úr fangavaktinni ) þegar menn horfa á textann og fá störu og hugurinn kominn á afstæðan stað í tilverunni ;) en hver veit. 

Þó mæli ég með fyrir þá sem þora að láta vaða að byrja á því að lesa sútrurnar beint áður en maður hlustar á túlkun annarra, til að fá milliliðalaus hughrif.

Persónulega upplifði ég ástand fyrst þegar ég las þær og íhugaði þar til heilinn var á suðumarki, ástand sem ég færi ekki í prent :)... en ákaflega jákvætt og frjótt.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 10:34

4 identicon

Yoga sútrurnar eru frábærar og mættu nú margir þeirra sem eru að splæsa yoga saman við allt mögulegt lesa þær vandlega. 

Þú hittir naglann á höfuðið þarna.... finna rótina áður en maður lofsyngur greinina og laufblöðin :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 10:36

5 Smámynd:                                           OM

Nei, það er satt að það er kannski ekki gott að byrja á yoga sútrunum ef maður er að byrja að kynna sér yoga. Ég held að það sé einmitt fínt, eins og þú segir, að prófa að lesa þær án skýringa frá öðrum. Gunnar Dal þýddi þær á sínum tíma án skýringa.

Kv. LL 

OM , 11.12.2009 kl. 14:56

6 identicon

Nú af því að þú birtir hér allskyns pælingar beint af beljunni eins og maður segir og geir það án persónulgra útlistana... þá ætla ég að gerast svo frekur að upplýsa fyrir forvitna hvað orðið Samadhi, eða Samadi þýðir í einfaldleika sínum.

"Adi" þýðir "Eind"  ( singularity )

"Sam-Adi" þýðir að "sam-einast

Einskonar vitundarlegt meltdown... og frábært hvað hægt er að finna mörg orð í sanskrít sem eru í ætt við íslensku, gömul rót eða menningaráhrif frá tímum Aría við norður Indland ? :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 18:08

7 Smámynd:                                           OM

Eins og t.d. orðið veda sem er samstofna orðinu vit eða viska í íslensku.

OM , 11.12.2009 kl. 19:00

8 identicon

Veda, vita, viska... já, nokkuð gott... því ég heyrði einu sinni frá því að indverskur fræðimaðir vildi meina að "edda" og "veda" væru skild orð og frá sömu rót, hvort að eddu kvæði væru undir áhrifum frá  vedaritum.

Einnig orðin :  sat=satt og asat=ósatt

Lítill heimur :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 19:19

9 Smámynd:                                           OM

Já, þetta er magnað og einhvern veginn minnir mig að hafa heyrt þetta sama með Eddukvæðin. Já, og takk fyrir að útskýra samadhi, ég hef stundum sett útskýringar og set þá oftast hlekk sem vísar á skýringu og ég hef örugglega gert það einhvern tíma með samadhi. Annars reyni ég að blanda sjálfum mér sem minnst í þetta nema þegar einhver kemur með athugasemdir og þá er sjálfsagt að spjalla.

Kv. LL

OM , 12.12.2009 kl. 09:51

10 identicon

Já, það er einmitt það sem ég kunni best við þessa síðu hjá þér að koma með viskubrot úr hinum margbreytilegu víddum hugmyndafræðinnar, án þess að fara í útlistanir, að þú leyfir upprunanum að tala fyrir sig sjálfur fyrir þá sem eru í innöndun.

Held að ég persónulega eftir að maður náði fimmtugsaldri sé kominn í útöndun ;)... farinn að blása frá mér allskyns rugli eftir innöndun áranna... verð örugglega fullkomlega óþolandi eftir nokkur ár þegar ég hlusta á engan og segi öllum mína skoðun :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 17:26

11 Smámynd:                                           OM

En verður maður ekki að reyna að ,,tæma bollann" alveg á útönduninni? :)
Nan-in, a Japanese master, (1868-1912), received a university professor who came to inquire about Zen.
Nan-in served tea. He poured his visitor's cup full, and then kept on pouring.
The professor watched the overflow until he no longer could restrain himself. "It is overfull. No more will go in!"
"Like this cup," Nan-in said, "you are full of your own opinions and speculations. How can I show you Zen unless you first empty your cup?"

:)

OM , 12.12.2009 kl. 22:41

12 identicon

Úfff.... jú ég kannast við þessa samlíkingu og nota hana töluvert :)....  þá gerist það loksins um nírætt að maður er búinn að tæma tebolla sinn og fær loksins fylltan stóra bikarinn... en þá verður maður orðinn svo ruglaður að maður fattar ekkert hvað er að gerast ...

Þá kemur rödd og segir, "You have been rewarded the golden spirit of the Holy Grail"

Þá segi ég, "Holy who ?" 

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 01:45

13 Smámynd:                                           OM

OM , 13.12.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 96744

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband