Jólaguðspjallið er dulspekileg fræðsla - 3. hluti

... En hátt yfir þessum dimmu völlum vitundarlífsins skín stjarna í eilífðri kyrrð. Hún horfir niður yfir vellina, þótt enginn: gefi henni gaum. Þetta er Atman, hið innsta ljós vitundarinnar, sífelldlega ósnortið og veitir þá birtu sinni út í hið mikla húm, þótt ekki sé eftir því tekið.

 

   Borgin Betlehem, brauðhús, er jarðlíkami mannsins og skynjanaheimur. En gistihúsið er þátttaka hans í ytra lífi með öðrum mönnum. Og þessa nótt er glaumur og gleði í gistihúsinu. Það er skarkali, og venjuleg starfsiða úti í hinum ytra heimi. En það er þó ekkert rúm þar, og nóttin ríkir í sálinni.

 

   Úti á völlunum í sölum vitundarlífsins, eru fjárhirðar með hjarðir sínar. Allir beztu hæfileikar mannsins vaka alltaf. Þeir, fjárhirðarnir, eða hinir göfugustu og beztu kostir mannsins, gæta hjarðanna, sem tákna lægri tilhneigingar og eðlishvatir, sem breytast í starfskrafta sálarlífsins, séu þær ræktaðar undir góðri stjórn. Fjárhirðarnir eru áhyggjufullir. Þeir vaka alla þessa nótt, þessa dimmu nótt sálarinnar. Öllum hinum bestu kostum þarf að beita, því að lífið er vandasamt og dimmt.

 

   Hér höfum við þá skýra mynd af manninum, útskýringu á honum samkvæmt hinni dulspekilegu sálarfræði. Veitið því athygli, að allt, sem er úti í myndinni, er kallað inn í mannlífinu. Úti á völlunum er maður innar í sálarlífinu heldur en í borginni og sjálft mannlífið er aðeins gistihús í borg skynjanna. Þetta er eitt hið allra læardómsríkasta í jólaguðspjallinu.

     Sigvaldi Hjálmarsson – Andi jólanna. Tekið úr hausthefti Ganglera árið 2008.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki enn lesið Sigvalda, nema þá svona brot hér og þar....  alltaf finnur maður góðan samhljóm í orðum hans, eins og þessi orð:

En hátt yfir þessum dimmu völlum vitundarlífsins skín stjarna í eilífðri kyrrð. Hún horfir niður yfir vellina, þótt enginn: gefi henni gaum. Þetta er Atman, hið innsta ljós vitundarinnar, sífelldlega ósnortið og veitir þá birtu sinni út í hið mikla húm, þótt ekki sé eftir því tekið.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 15:16

2 Smámynd:                                           OM

Sigvaldi er alveg ferlega flottur. Hef lesið nokkrar bækur eftir hann og mér finnst þær magnaðar, þó hann sé ansi djúpur á köflum. Ég hef upp á síðkastið verið að lesa bréf (kennslustundir) sem hann lét nemendur í hugræktarskóla sínum fá og er þau ansi skemmtileg lesning. Fólk hittist svo á laugardögum í Guðspekifélaginu og grúskar saman í hverju bréfi fyrir sig, samtals eru þau um 50 að ég held.

Ef einhver vill kynnast yoga þá er gott að lesa Sigvalda; sérstaklega þeir sem halda að yoga sé bara fyrir konur á sokkabuxum

OM , 20.12.2009 kl. 17:18

3 identicon

he he... kannski fílaði hann sokkabuxur í leyni :)... nei en svona í alvöru þá hefur hann væntanlega verið sannur Raja-yogi... maður ætt að dusta rykið af gömlum ganglera ritum sem eru einhverstaðar grafnar í geymslunni og finna greinar eftir karlinn og rifja hann upp :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 18:04

4 Smámynd:                                           OM

Veit ekki með sokkabuxurnar :) en hann var örugglega sannur jógi karlinn.

OM , 20.12.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 96431

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband