Gleðilegt ár!

 

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og vona að árið 2010 verði ykkur farsælt.

 

 

Gæt Þessa dags
því hann er lífið
lífið sjálft.
Og í honum býr allur veruleikinn
og allur sannleikur tilverunnar
unaður vaxtar og grósku
dýrð hinna skapandi verka
ljómi máttarins.
Því að gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð
en þessi dagur í dag
sé honum vel varið
umbreytir hverjum gærdegi
í verðmæta minningu
og hverjum morgundegi í vonarbjarma.
Gæt þú því vel þessa dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sömuleiðis Leifur, ég óska þér alls hins besta í allri framtíð og vonandi hefur þú nennu til langs tíma að koma með viskubrotin hér á bloggið :)

Hvernig er með gamla skarfa eins og mig sem eru dottnir í sjötta tuginn og hafa aldrei stundað annað en "hot head yoga".. eða "raja Yoga" eins og sumir kalla það... hvernig er fyrir okkar tegund að byrja að stunda "hatha yoga", er það ekki beinbrot og liðamótanauðgun ?...

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 00:38

2 Smámynd:                                           OM

Takk fyrir kveðjuna. Vonandi að árið verði farsælt fyrir þig og ég mun halda áfram að birta viskukorn með reglulegu millibili.

Í sambandi við hatha-yoga þá er aldrei of seint að byrja. Ég var nú nokkuð stirður þegar ég byrjaði að stunda hatha-yoga fyrir nokkrum árum. Það hefur hjálpað mér heilmikið í að ná hugleiðslustöðunni (asana) góðri, þ.e. ég get setið nokkurn tíma í burma-stöðu án þess að finna til óþæginda. Hatha-yoga er bara undirbúningur fyrir hugleiðslu (raja yoga) þó svo það sé nú á flestum stöðum ekki kynnt þannig. Sumir vilja meina að fyrstu þrepin í raja yoga séu hatha yoga, þ.e. yama-niyama-asana (sem er búið að breyta í asanas en er ekki þannig í sútrunum) og að lokum pranayama. Þú ert náttúrulega að iðka hið sanna konunglega yoga og ekkert kemur í staðinn fyrir það. Ég segi oft að gamni að stunda yoga án hugleiðslu er eins og að fara í sturtu án vatns :)

Sjálfur lærði ég hjá Guðjóni Bergmann og myndi ég benda þér á hann ef þú ætlaðir að fara að stunda hatha-yoga. Hann er að kenna í World class og hér er t.d. lýsing á jóga 1 eins og hann kallar það:

Jóga 1 (50 mín)

Lýsing: Fastmótaður tími þar sem farið er í gegnum allar helstu jógaæfingar, þ.m.t. frambeygjur, jafnvægisæfingar, viðsnúnar æfingar, baksveigjur, hryggvindur, öndunaræfingar og slökun. Tíminn er hugsaður fyrir grunnæfingar og tekið er sérstakt tillit til byrjenda.

Gangi þér vel

Kv. LL 

OM , 5.1.2010 kl. 17:04

3 identicon

Takk fyrir þatta Leifur... ég hef lengi ætlað mér að læra að stunda hatha yoga til að liðka líkamann... ég stunda þrekæfingar, göngur, golf og skíði en er ekki duglegu að mýkja og liðka... þetta að teygja í rólegheitunum og róa hugann.... of fljótur upp í sófann að hafa það gott .)

1990 þegar ég var rúml þrítugur, þá var mér boðið að vera fyrirlesari á Reykhólum þar sem var rekið heilsusetur um tíma á sumrin af Þóri Barðdal og Sigrúnu Olsen.... þar var eldri kona um 85 ára gömul sem var jógaleiðbeinandi í hatha yoga... hún kenndi hjá jógastöðinni heilsubót á þeim tíma... það sem kom mér á óvart  þegar ég fór í tíma hjá henni, en ég var mjög grannur og fit... það var að þessi gamla kona gersamlega gekk frá mér með þessum æfingum sem ég hélt þá að væri eitthvað letisport fyrir reykelsisdömur... en eftir þá reynslu skipti ég um skoðun og hef verið á leiðinni að æfa yogaleikfimi :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband