Arnar Þór Jónsson í Lífspekifélaginu í kvöld - Óttumst við tilhugsunina um eigið frelsi?

Föstudagurinn 16. febrúar kl. 20:00

 

Segja má að mannréttindi snúist um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti hvers einasta manns, þannig að við njótum tjáningarfrelsis, trúfrelsis, fundafrelsis, ferðafrelsis o.s.frv. Á þessum grunni er frelsi lykilorð í pólitískri umræðu.
Frelsið er einnig daglegt umfjöllunarefni dómstóla og stjórnvalda. Samhliða aukinni áherslu á lýðræði urðu miklar samfélagsbreytingar á 20. öld, sem framkölluðu margs konar óróa, upplausn og ófrið. Í stað stöðugleika og kyrrstöðu fannst mörgum eins og verið væri að snúa tilverunni á hvolf.
Afleiðingarnar eru m.a. skert félagstengsl, aukinn einmanaleiki, kvíði og lyfjanotkun. Í erindi AÞJ verður spurt hvar skýringanna sé að leita. Óttumst við okkar eigið frelsi? Getur verið að í flótta frá einmanaleika og firringu leitum við skjóls og öryggis í faðmi ríkisvalds?
Er frelsi okkar vel geymt í höndum ríkis og stofnana eða erum við sjálf bestu gæslumenn eigin frelsis? 

Dagskrá Lífspekifélagsins - Föstudagurinn 9. febrúar - Haraldu Erlendsson talar um landnám Ingólfs

 

Föstudagurinn 9. febrúar kl. 20:00

Haraldur Erlendsson heldur áfram að tala um landnám Ingólfs. Hann mun tala um útisetur, stefnumót við alheiminn, landið sem lifandi táknheim og andlega menningu landnámsmanna.

Erindinu verður streymt.


Lífspekifélagið fimmtudaginn 8. febrúar - Ævintýrið um Rauðhettu og hvernig það talar til sálarinnar

 

Fimmtudaginn 8. februar kl 19:00
fer Helgi Garðar Garðarson geðlæknir fyrir ævintýrahópnum og rætt verður um ævintýrið um Rauðhettu.


Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Feb. 2024
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband