Lífspekifélagið um helgina - Gunnlaugur stjörnuspekingur og Anna Valdimarsdóttir

 

Föstudagur 28. feb. kl. 20:00. Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur:
Heimur á tímamótum. Hvað þurfum við að gera? Hvað getum við gert?


Laugardagur 29. feb. kl 15:00 Anna Valdimarsdóttir leiðir hugleiðingu og talar um hamingjuna og lífið.


Lífspekifélagið um helgina - Birgir Bjarnason ræðir framtíð og trú

 

 

Föstudagur 14. feb. kl. 20:00 FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Heldur Elfa Ýr Gylfadóttir erindi: Heimsmynd og hugmyndaheimur shamanismans. Náttúrutrúarbrögð hafa alla tíð fylgt mannkyninu.
Þessi hugmyndaheimur lifir enn og fléttast inn í nútíma trúarbrögð.

 

Laugardagur 15. feb. kl 15:00

Birgir Bjarnason með leiðbeiningu í hugleiðingu og fjallar um efni tengt framtíð og trú.


Lífspekifélagið um helgina - Haraldur Erlendsson fjallar um Pýthagóras og skóla hans.

Föstudagurinn 7. febrúar, kl. 20:00: Haraldur Erlendsson fjallar um Pýthagóras og skóla hans.

Gríski heimspekingurinn Pythagoras stofnaði andlegt fræðasetur í bænum Crotona á Ítalíu um 530 fyrir Krist. Þangað sóttu menn allstaðar að úr Gríska heiminum. Hann kenndi meðal annars um endurholdgun, hugleiðingar og mælti með grænmetisfæði. Frá honum kom svo Pýþogórasarhefðin sem hafði mikil áhrif á gríska heimspeki og ýmar andlegar hefðir fram á þennan dag.

Laugardagurinn 8. febrúar, kl. 15: Hugleiðing og helgisiður í anda Pýþagórasar.


HUGRAKKT HJARTA, VITUR HUGUR

HUGRAKKT HJARTA, VITUR HUGUR
Það er ekki nóg að hafa gott viðhorf við þurfum vizku/skilning

Laugardaginn og sunnudaginn þann 15. og 16. febrúar verður haldið námskeið í sal Hugleiðslu- og friðarmiðstöðvarinnar/Félagi Tíbet búddista, Grensásvegi 8, 4. hæð til hægri, sem Robina Courtin leiðir.
Robina mun kenna okkur hvernig við getum þjálfað hugann til að vinna gegn ranghugmyndum /delusions, sem valda okkur sjálfum þjáningu og koma í veg fyrir að við bregðumst við á uppbyggjandi hátt í tengslum okkar við aðra.
Þá mun hún kenna hvernig við getum þjálfað hug og hjarta, unnið á ranghugmyndum/delusions, sem leiðir til að þær veikjast minnka og hverfa. Um leið eykst orka okkar, skýrleiki og geta til að hjálpa okkur sjálfum og öðrum. Námskeiðið er á ensku.

UM ROBINU COURTIN
Robina er frá Ástralíu . Frá 1977 hefur hún verið tíbesk Búddanunna. Kennarar hennar eru Lama Yeshe og Lama Zopa Rinpoche, sem báðir hafa komið til Íslands og verið með kennslu.
Robina hefur frá fyrstu tíð unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu annara. Hún var forstjóri og yfirlesari hjá Wisdom Publication. Þá hefur hún einnig unnið fyrir Lama Yeshi Wisdom Archive.
Stofnaði Prison Project bæði í Bandaríkjunum og Ástralíu sem eru enn í fullum gangi.
Hún skrifaði bókina How to help to enjoy dying.
Hún hefur til margra ára ferðast um heiminn og kennt á sinn einstæða hátt sem er beinskeittur, ögrandi, líflegur og kryddaður miklum húmor .
Það hafa verið gerðar 2 heimilda kvikmyndir um ævi hennar og störf, sem hægt er að nálgast á netinu.
Robina er með vefsíðu robinacourtin.com. Miklar upplýsingar er að finna um hana á netinu og einnig kennsla á youtube.com .

Námskeiðið fer fram í húsnæði Hugleiðslu og Friðarmiðstöðinnar / Félags Tíbet búddista á Grensásveg 8, 4. hæð til hægri laugardaginn 15.2.2020 kl. 10-16 og sunnudaginn 16.2.2020 kl. 10:00 til 15:00

Frjáls framlög fyrir allt námskeiðið (t.d.12000 - 14000). Greiðsla er samt ekki skilyrði fyrir þátttöku.
Hægt að greiða með peningum á námskeiðinu eða inn á reikning:
0322- 26- 003982
Kennitala 4410170570
Skráning á hugleidsla@hugleidsla.is
Matar- og kaffihlé eru báða dagana, góðir matstaðir eru allt í kring, te og kaffi er í boði hússins.
Með friðarkveðju Stjórnin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Feb. 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 94055

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband