Færsluflokkur: Bloggar

... accept the consequences

 


Wherever you are, be there totally.  If you find you’re here and now intolerable and it makes you unhappy, you have three options:  remove yourself from the situation, change it, or accept it totally.  If you want to take responsibility for your life, you must choose one of those three options, and you must choose now.  Then accept the consequences.

 

Eckharte Tolle


Dagskrá Guðspekifélagsins um næstu helgi

 

Föstudaginn 9. apríl kl. 20:30 heldur Ragnheiður Erla Bjarnadóttir: erindi, sem hún nefnir : Altaristöflur, í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.

 

 

Laugardaginn 10. apríl. Opið hús og Kl. 15:30:
verður sýndur þáttur af DVD-mynddiski frá National Geographic um Júdasar-guðsjallið.

Á fimmtudögum kl. 16.30 - 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta.

 

 

www.gudspekifelagid.is

 

 


The nature of the one Reality ...

 

The nature of the one Reality must be known by one's own clear spiritual perception; it cannot be known through a learned person. Similarly, the form of the moon can only be known through one's own eyes. How can it be known through others?

Shankara


Karma-kenningin

 

Deila má um hvort kenning skapar hugsunarhátt eða hugsunarháttur kenningu. En mig grunar að karma-kenningin sé tilraun til að gefa nokkra mynd af lífsviðhorfi sem í rauninni kemst ekki fyrir í kenningu, lífsviðhorfi sem rækt hefur verið á Indlandi að líkindum í 4000-5000 ár meðal nokkurs hluta fólks og þó aðallega yogum. Fyrirþví er engin skýring tæmandi á karma-viðhorfinu fremuren lífinu sjálfu.

En það á að vera nýtilegt í daglegu lífi:

Þú ert það sem þú hugsar og starfar, þú umskapar sjálfan þig dag frá degi með því sem þú hugsar og starfar.

Úrþví þú ert þarna að verki sjálfur geturðu ef þú vilt tekið þér fyrir hendur að ráð hvernig þessi umsköpun verður.

Það gerðir þú með yogaiðkun, en ekki síður í daglegu lífi - með því að fylgjast með sjálfum þér andartak framaf andartaki, reyna að vera óháður, særa engan og stara án hugsunar um laun.

 

Sigvaldi Hjálmarsson - Haf í dropa. (Lokaorð kaflans Spurning um örlög manna)


Meditation may protect your brain

 

For thousands of years, Buddhist meditators have claimed that the simple act of sitting down and following their breath while letting go of intrusive thoughts can free one from the entanglements of neurotic suffering.

 

Now, scientists are using cutting-edge scanning technology to watch the meditating mind at work. They are finding that regular meditation has a measurable effect on a variety of brain structures related to attention — an example of what is known as neuroplasticity, where the brain physically changes in response to an intentional exercise.

 

 

Lesa greinina, sem birtist á Wildmind,  í heild sinni hér.


Óvissan

 

Þegar hugurinn hættir að lokum að flokka í gott eða slæmt, verður allt handan við skiptinguna, hvorki gott né slæmt, ekki hvorugt né bæði, alveg utan við hugsun okkar um þetta. Þannig öðlast maðurinn, með því að losna við, vera óháður. Ef hann þarfnast ekki hamingju, getur hann gefið hana frá sér og þannig sameinast henni. Ef maðurinn þarfnast ekki öryggis, leitar þess ekki, flýr það hann ekki. Með því að láta frá okkur og með því að viðurkenna, öðlumst við. Þannig er það í sálarlífinu. Hér er ekki sagt að svo sé einnig í hinum ytra heimi, það getur verið, en þarf ekki að vera.



Getum við hafnað öryggi og hamingju? Getum við upphafið allar andstæður? Á því er enginn vafi - en við þorum það ekki, við reynum frekar að fanga það sem er - þótt það sé ekki hægt. Þannig lifum við stöðugt í heimi blekkinga. Okkur finnst að við getum eða höfum höndlað það sem ekki er hægt að ráða yfir. Við höldum að við skiljum - en sjáum veruleikann ekki fyrir mynd okkar af honum. Það er ekki hægt að halda því sem er, aðeins blekkingunni. Hugurinn getur ekki fangað það sem er, þess vegna býr hann til blekkinguna til þess að hafa eitthvert öryggi. Það sem er, er líf, tilheyrir okkur og þó ekki, er við og þó ekki. Það er, en er þó eitthvað meira, sífelld umbreyting í eitthvað annað í óvissunni.



Við getum hrokkið inn í takt lífsins og lifað með honum - eins og stendur lifum við eiginlega þvers og kruss um lífsstrauminn. Að hnykkjast inn í taktinn er örlítið átak líkt og að vaða eld eða stökkva úr flugvél í fallhlíf, að öðru leyti en því að það er laust við sýningarþörf eða sýndartilþrif. Til þess að leggja út í lífsstrauminn þarf vilja ákvörðun sem er ekki hugans og beitingu athyglinnar, ákvörðun sem skilur milli vakandi vitundar og sljórrar, milli lífs í samræmi við heildina og lífs í vítahring andstæðna sem er sköpun hugans.



Leyfum huganum að hvílast öðru hvoru í sköpunarleik sínum. Hann þarf ekki stöðugt að búa til andstæður og baráttu. Hann getur hvílst í veruleika andartaksins, dvalið andspænis hverju sem er, eins og það er.

Þegar hugurinn er laus við baráttuna flokkar hann ekkert, ekki einu sinni sjálfan sig. Mín vitund, minn hugur, þín vitund, þinn hugur - er ekki fyrir hendi. Ekkert mitt óöryggi né óhamingja, ekkert mitt öryggi né hamingja. Eitthvað allt annað og óskilgreint getur tekið við, eins konar vissa í óvissunni, hamingja í óhamingjunni. Því eina raunverulega vissan felst í óvissunni og eina raunverulega hamingjan er að finna fyrir óhamingju mannlífsins. Sú hamingja fellst í samkennd með mannlífinu og mannlífið er á stigi óhamingju.

 

Lesa greinina í heild sinni hér.

 

Birgir Bjarnason

 


The mind for truth

 

The mind for truth
Begins, like a stream, shallow
At first, but then
Adds more and more depth
While gaining greater clarity.



Saigyo (1118-1190)


Vakinn til nýrrar vitundar

 

Að forðast allt illt

að rækta réttsýni og góðsemi

að hreinsa hugann.

Þetta er kenning þeirra

sem vaknað hafa til nýrrar vitundar. ...

 

Að tala ekki af skeytingarleysi

skaða ekki aðra

laga sig með ögun að lögmálinu

hófsemi í mat

hæfileg einvera

ástundun innri leitar

þetta er kenning þeirra

sem vaknað hafa til nýrrar vitundar. ...

 

Í ótta sínum leita menn hælis

á hæðum í skógum,

í helgum lundum og musterum.

En hvergi fá þeir falið sig fyrir þjáningu sinni.

 

Dhammapada. Vegur sannleikans. Orðskviðir Búdda. Njörður P. Njarðvík íslenskaði.

 


LXXXI. Einkenni einfeldninnar

 

LXXXI. Einkenni einfeldninnar

 

1. Sönn orð eru ekki fögur; fögur orð eru ekki sönn. Góður maður er ekki þrætugjarn; hinn þrætugjarni er ekki góður. Þeir, sem þekkja Alvaldið, eru ekki hálærðir. Hinir hálærðu þekkja það ekki.

 

2. Hinn vitri safnar ekki auði. Því meiru sem hann ver öðrum til gagns, því meira á hann sjálfur. Því meira sem hann gefur öðrum, því ríkari er hann sjálfur.

 

3. Alvaldið himneska er heillaríkt í starfi sínu og veldur ekki skaða. Hinn vitri starfar, en forðast deilur.

 

 

Bókin um veginn - Lao-Tse


Hvað felst í því að vera guðspekisinni?

... hvað felist í því að vera guðspekisinni. Hver eru einkenni hans? Minnt skal á, að þetta eru aðeins mínar persónulegu hugleiðingar. Hann kemur mér fyrst og fremst fyrir sjónir sem leitandi og fordómalaus maður. Hann er óháður kreddum, hvers konar einstefnuhugsunarháttur er honum ekki að skapi og hann reynir að temja sér umburðarlyndi. Hann leggur fremur áherslu á það það sem sameinar en það sem sundrar. Um leið og hann leiðir hugann að langtímaþróun, er hann sér einnig meðvitandi um  augnablikið sem er að líða. Þá skulum við vona að hann sé hleypi-dómalaus, íhugull og kyrrlátur. Og þó hann reyni að vera í jafnvægi og temji sér yfirvegun ræktar hann jafnframt með sé snerpu og viðbragðsflýti.

 

Allt sem hér er upp talið er andstætt bókstafstrú, hvaða nafni sem hún nefnist, að ekki sé minnst á  ofsatrú hvers konar, sem við höfum verðum óþægilega vör við í heiminum nú á dögum. Hann gerir sér far um að reyna að skilja grundvallaratriði í hegðun mannsins, þess sem liggur að baki hugsjónum hans og hugsunarhætti í stað þess að fylgja blint einhverjum sérstökum stjórnmálaskoðunum eða trúarbrögðum. Einnig því hvers vegna maðurinn þurfi að festa sig í einhverjum slíkum skoðunum, tilheyra einni fylkingu eða annarri. Hann reynir að sjá málin í heild, frá fleiri hliðum.

 

Auk langtímasjónarmiða gerir hann sér grein fyrir því, að þegar allt kemur til alls er eini raunveruleikinn sem við höfum stundin sem er að líða. Þetta hafa margir hér í félaginu hugleitt, reynt að lifa í núinu.  Nýlega heyrði ég skemmtilega hlið á hugleiðingum um núið:  “Núið er snúið því það er aldrei búið!”

 

Halldór Haraldsson

 

Lesa greinina í heild sinni hér.

 

 

Dagskrá Guðspekifélagsins um helgina

 

Föstudaginn 26. mars Jón L. Arnalds: Um sálarfræði.

 

Laugardaginn kl. 14:00 e hugleiðing, kl. 14:30 fræðsluefni Sigvalda Hjálmarssonar í umsjón Birgis Bjarnasonar



Laugardaginn 27. mars Anna S. Bjarnadóttir: “Söngur í hjartanu.”


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband