Færsluflokkur: Bloggar

Andartakið er sannleikurinn um lífið

 

Hugleiðingu má líkja við að læra á hjóli, hún er í því fólgin að komast uppá lag með ... Fyrst er hún lítið annað en reyna - og mistakast. En í endurteknum mistökum býr sú list að heppnast.

Allt í einu kemur lagið - einsog þegar heppnast að halda jafnvægi á reiðhjóli litla stund.

Lagið er - sama hvaða hugleiðingaraðferð er beitt - það eitt að geta sorterað sundur hugsunarstarfið og hreina varurð, það sem þú býrð til og það sem er, og verið stundarkorn ekkert annað en hið síðara.

Þetta er: að lifa andartakið.

Í andartakinu er kyrrð. Öll ókyrrð er ættuð úr fortíð eða framtíð. Það er alltaf fullkomið í sjálfu sér; að lifa það er alger viðurkenning á því sem er.

Andartakið er sannleikurinn um lífið.

Þegar einstök atriði hugsunarstarfsins draga áhuga þinn með sér hverfur andartakið og hin hreina varurð mengast afstöðum og samanburði. Þegar hugsunarstarfinu sleppir og áherzlan er aftur á því að virða fyrir sér kemur andartakið í ljós á ný.

 

Sigvaldi Hjálmarsson - Eins konar þögn. Ábendingar í hugrækt.

 


Online meditation courses start April 26

 

Sjá: http://www.wildmind.org/blogs/online-meditation-courses-start-april-26 

 

Online meditation courses start April 26

Sunada (April 21, 2010)

Wildmind offers four online courses on meditation.

Starting April 26, 2010:


Einlægni hjartans er mikilvægasta iðkunin fyrir hvern þann sem lifir andlegu lífi

 

Einlægni hjartans er mikilvægasta iðkunin fyrir hvern þann sem lifir andlegu lífi. En að höndla heiminn með samkennd og góðvild er ekki auðvelt. Við höfum tilhneigingu til að lifa með hliðsjón af „ég“. En ef þú hefur áhuga á andlegu lífi, verður þú að hugsa um meira en bara sjálfan þig. Öll trúarbrögð leggja áherslu það hversu mikilvæg hjartans einlægni er. En fæst okkar sýnum við hana í raun og veru í daglegu lífi okkar. Þannig að dag eftir dag, ár eftir ár, öld eftir öld, bendir viturt fólk okkur á þetta. Það veit hversu sjálfselsk við erum. En jafnvel ein manneskja sem sýnir kærleika og samkennd er stórfengleg uppspretta friðar í heiminum.

 

Lesa greinina í heild sinni hér (og nú) 

 

Brot úr bókinni „Þú verður að segja eitthvað“ eftir Dainin Katagiri Roshi.


Guðspekifélagið um helgina

 

Föstudaginn 23. apríl kl. 20:30 ræðir Ásdís Olsen um bók Tel Ben-Shahar, Meiri haminja, og svarar spurningum áheyrenda, í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. í húsi félagsins Ingólfsstræti 22.

Laugardaginn 24. apríl  Kl. 15:00: Opið hús og Kl. 15:30: heldur Anna Valdimarsdóttir erindi: Um gjörhygli.

www.gudspekifelagid.is  


Námskeið í Vipassana-hugleiðslu - A 90 day online course in Buddhist Meditation from the serenity and insight traditions

 

Vipassana Fellowship Meditation Course

A 90 day online course in Buddhist Meditation from the serenity and insight traditions.

Join us in our 14th year of offering online courses:

 

Sjá frekar hér: http://www.vipassana.com 


Hugurinn og eðli hans - ... líf og dauði eru í huganum og hvergi annars staðar

 

Við erum fangelsuð inni í dimmum og þröngum helli sem er okkar eigið verk og við trúum að sé allur heimurinn. Í því ástandi eru aðeins mjög fáir sem geta á ófullkominn hátt ímyndað sér aðra tilveruvídd.




Hin sínýja og byltingarkennda uppgötvun búddhismans er að líf og dauði eru í huganum og hvergi annars staðar. Hugurinn birtist sem grunnur allrar reynslu - uppspretta bæði hamingju og þjáningar, bæði lífs og þess sem við nefnum dauða.



Hugurinn getur birst í mörgum myndum, en tvær eru þó mikilvægastar. Önnur er hversdagshugurinn sem Tíbetar nefna sem. Meistari nokkur útskýrði hann þannig: „Í hversdagshugann er innbyggð aðgreiningarkennd, tilfinning fyrir tvíhyggju - sem reynir að hrifsa sumt til sín en hafna öðru. Frumhvöt hans er að tengjast við „annað“, við „eitthvað“ sem álitið er aðgreint frá þeim sem skynjar.“ Sem er hinn röklegi hugur sem hrærist í tvíhyggju og getur eingöngu starfað með tilliti til eigin frávarpana sem eru ranglega skynjaðar sem ytra viðmið.



Sem er með öðrum orðum hugurinn sem hugsar, gerir áætlanir, finnur til langana, hliðrar aðstæðum sér í hag, fuðrar upp í reiði, skapar sér neikvæðar hugsanir og tilfinningar og veltir sér upp úr þeim. Hann er stöðugt að við að fullyrða, meta og staðfesta „tilvist“ sína með því að búta reynsluna niður, beita við hana hugtökum og hlutgera hana. Hinn hversdagslegi hugur er á sífelldu flökti, ofurseldur áhrifum frá umhverfi, vana og mótun. Meistararnir líkja honum við kertaloga í opnum dyrum sem flöktir fyrir minnsta dragsúgi.



Frá einu sjónarmiði virðist hann flöktandi, óstöðugur, fálmandi og sífellt að skipta sér af málum annarra. Hann eyðir orku sinni í glímu við ytri frávarpanir. Hann minnir mig stundum á apa sem sveiflar sér eirðarlaus á milli greina. En frá öðru sjónarmiði séð býr hversdagshugurinn yfir fölskum og sljóum stöðugleika, sjálfumglaðri og sjálfsverndandi tregðu, steinrunninni rósemi hins áunna vana. Sem er undirförull eins og spilltur stjórnmálamaður, efagjarn, tortrygginn og sérhæfður í vélabrögðum og kænsku, eða eins og Jamyang Khyentse (meistari höfundar) orðaði það: „snillingur í blekkingaleikjum.“ Það er innan reynslumarka sem, í ringulreið hins ruglaða, óagaða og endurtekningarsama hversdagshugar að við hljótum aftur og aftur að þola umbreytingar og dauða.



Hins vegar er svo djúpeðli hugarins. Það er innsti kjarni hans sem er alltaf og algerlega ósnortinn af breytingum og dauða. Í núverandi ástandi dylst hann inni í okkar eigin sem, hversdagshuganum. Hann er umlukinn og kæfður af ys og þys hugsana og tilfinninga. Einhver óvæntur innblástur nær stundum að opna fyrir okkur sýn inn í eðli hugarins rétt eins og sólin og blár himinn koma stundum í ljós þegar sterkur vindur nær að feykja skýjunum burt. Þessir glampar eru misdjúpir og öflugir, en sérhver þeirra kveikir ljós skilnings og flytur með sér nýja merkingu og aukið frelsi. Þetta stafar af því að eðli hugarins er sjálf uppspretta skilningsins. Á tíbetsku er það nefnt rigpa, hin upprunalega, hreina og tæra varurð, sem er allt í senn meðvituð, skynsöm, útgeislandi og stöðugt vakandi. Þetta mætti kalla vitund um sjálfa þekkinguna.

 

Sogyal Rinpoche - Hugurinn og eðli hans

Lesa í heild sinni hér.


It has become my teacher

 

The bamboo—its heart is empty.

It has become my friend.

The water—its heart is pure.

It has become my teacher.

Po Lo-t’ien


Guðspekifélagið um helgina

Föstudaginn 16. apríl kl. 20:30 heldur  Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson: erindi, sem hann nefnir:  Um kristni og búddisma, í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.

Laugardaginn 17. apríl  Kl. 15:00: Opið hús og Kl. 15:30: Segir Málfríður Magnúsdóttir frá ferð sinni til Holy Island.

www.gudspekifelagid.is

 


Neti og iti - Munurinn á virkri og óvirkri andlegri leit og hvernig þetta tvennt getur farið saman.

 

„Það hafði rignt alla nóttina og mestallan morguninn og nú var sólin að hverfa bak við dimm og þungbúin ský. Himinninn var sem litlaus, en ilmur af regnvættri jörðinni fyllti loftið. Froskarnir höfðu kvakað alla nóttina, en með morgninum urðu þeir hljóðir.“
Þannig hefst ein af mörgum náttúrulýsingum J. Krishnamurtis sem gefa okkur nokkra innsýn í þann hug sem býr yfir andlegum tærleika og það hvernig hann sér og upplifir umhverfið eða öllu heldur þegar það á sér stað skoðun, handan skoðanda og hins skoðaða.
Síðan heldur hann áfram: „Trjástofnarnir voru dökkir af regninu og laufblöðin, sem ryk sumarsins hafði skolast af, mundu aftur verða græn og full af lífi eftir fáeina daga. Grasvellirnir mundu líka verða grænni, trjárunnarnir mundu bráðum blómstra og gleðin ríkja. Hve regnið var velkomið eftir allan hitann og rykið! Fjöllin handan hæðarinnar virtust ekki vera of fjarri og golan frá þeim var bæði svöl og hrein. Það mundi verða meira um vinnu, gnægð matar og hungur mundi heyra fortíðinni til. Einn þessara stóru, brúnu arna hnitaði hringa í loftinu, svífandi í andvaranum án þess að blaka vængjunum. Hundruð fólks á reiðhjólum voru á heimleið eftir langan vinnudag á skrifstofunni.“


 
Gesturinn sem beðið hafði um viðtal var fyrrverandi embættismaður hjá stjórninni. Hann hafði hlotið fyrsta flokks menntun bæði heima og erlendis. Hann var kvæntur og átti uppkomin börn. Vel að sér í sanskrít og þekkti helgiritin. Skyndilega fékk hann óstjórnlega löngun til að verja því sem eftir var ævinnar í íhugun, helga lífið andlegri leit. Hann tjáði þetta konu sinni og tveim sonum sem voru við háskólanám. Hann hafði lagt til peninga handa konu sinni og fyrir námi sona sinna. Þetta hafði gerst fyrir 25 árum. Hann beitti sjálfan sig hörðum aga sem var honum erfitt eftir þægilegt líf. Það tók hann langan tíma að ná stjórn á ástríðum sínum. Að lokum tók hann að fá sýnir af Búddha, Kristi og Krishna, töfrandi af fegurð og dögum saman lifði hann í eins konar leiðslu.
„Ég hafði tekið að mér nokkra lærisveina og einn þeirra benti mér á að hlýða á einn af fyrirlestrum yðar. Þar var sagt að án sjálfsþekkingar væri öll íhugun sjálfsdáleiðsla, endurspeglun eigin hugsana og óska.“ Í lok viðtalsins við Krishnamurti segir gesturinn: „Ég hef verið upptekinn af íhugandanum, leitandanum, þeim sem reynsluna hlýtur, sem er ég sjálfur. Ég hef lifað í skemmtilegum garði, búnum til af sjálfum mér og hef verið fangi í honum. Ég sé núna, óljóst að vísu, að allt þetta er falskt - en ég sé það.“

 

 

Brot úr erindi eftir Halldór Haraldsson

 

Lesa erindið í heild hér:

 


 


Zen-hugleiðslunámskeið á mánudaginn

 

Mánudaginn 12. apríl verða leiðbeiningar fyrir byrjendur í zen-hugleiðslu. Áhugasamir hafið samband við Michael. mikhaelaaron@gmail.com

 

 

www.zen.is

 

 

   Zen does not confuse spirituality with thinking about God while one is peeling potatoes. Zen spirituality is just to peel the potatoes.

-Alan Watts-


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband