Færsluflokkur: Bloggar

Þögull Eckhart Tolle hugleiðsluhópur hófst 26. október

 

 

Í vetur verður áfram starfræktur þögull hugleiðsluhópur sem byggir á DVD myndefni með andlega kennaranum Eckhart Tolle (sjá http://www.eckharttolle.com/groups). Hópurinn kemur saman annað hvert sunnudagskvöld í vetur á annarri hæð í húsi félagsins kl. 20. Húsið opnar kl. 19:30 og lokar kl. 20 og eru allir beðnir um að hafa hljótt um sig við komu og brottför. Byrjað er á þögulli hugleiðslu í uþb. 10 mínútur, síðan er horft á myndefni með Eckhart í uþb 1-1.5 klst og að lokum er þögul hugleiðsla í uþb. 10 mínútur. Í vetur verður byrjað á að sýna frá umfjöllun Eckhart Tolle og Opruh Winfrey á bókinni A NEW EARTH Awakening to Your Life´s Purpose  eftir Eckhart Tolle. Hópurinn, sem er öllum opinn, er í umsjón Elíasar Jóns Sveinssonar.  Hann veitir nánari upplýsingar í síma 897-8915. Einnig er unnt að hafa samband með tölvupósti (eliasj@centrum.is).
Dagskrá 26. október: 1. Kafli  The Flowering of Human Conciousness.
Dagskrá 9. nóvember: 2. Kafli  Ego: The Current State of Humanity.
Dagskrá 23. nóvember: 3. Kafli  The Core of Ego.
Dagskrá 7. desember: 4. Kafli  Role-playing: The Many Faces of the Ego.
Dagskrá 21. desember: 5. Kafli  The Pain-Body.
Dagskrá 4. janúar: 6. Kafli  Breaking Free.
Dagskrá 18. janúar: 7. Kafli  Finding Who You Truly Are.
Dagskrá 1. febrúar: 8. Kafli  The Discovery of Inner Space.
Dagskrá 15. febrúar: 9. Kafli  Your Inner Purpose.
Dagskrá 1. mars: 10. Kafli  A New Earth.



Athugasemd frá Eckhart:
Þegar þú hlustar á þessi erindi, hafðu það vinsamlega hugfast að upplýsingarnar sem fram koma, hversu hjálplegar sem þær kunna að vera, eru aðeins aukaatriði. Á bakvið upplýsingaflæðið á sér eitthvað dýpra stað. Á meðan þú hlustar, rís svið vakandi kyrðar þar sem áður var hávaði hugarstarfsins. Þú kemst inn í Núvitundarástandið.
Þettar verður mögulegt vegna þess að orð sem töluð eru í Núvitundarástandi bera með sér orkutíðni sem getur vakið upp sömu vídd vitundar í hlustandanum. Í þessu liggur máttur allrar sannrar andlegrar kennslu.
Þetta er einnig ástæðan fyrir því að margt fólk hlustar á þessar upptökur aftur og aftur, og finnst orðin alltaf fersk og ný, eins og það væri að hlusta á þau í fyrsta sinn.
Ef mögulegt er, hlustaðu á þessar upptökur á meðan þú verður ekki fyrir truflun af af öðrum hlutum. Vittu að í dýpsta skilningi ert þú að hlusta á sjálfan þig.



~ Eckhart Tolle


Meditate

 

To meditate does not mean to fight with a problem.
To meditate means to observe.
Your smile proves it.
It proves that you are being gentle with yourself,
that the sun of awareness is shining in you,
that you have control of your situation.
You are yourself,
and you have acquired some peace.

Thich Nhat Hanh


Dagskrá Guðspekifélagsins um helgina

 

Föstudaginn 14. nóvember      kl 20:30          Hilmar Örn Hilamrsson: “Hugleiðingar um lífstréð.”  

Laugardaginn 15. nóvember kl 15:30 Haraldur Erlendsson: “Hinn Almáttki Áss vakir enn í Landinu.”  

Fyrstu þrjú hundruð árin eftir komu Búdda, átti búddisminn sér enga mannlega eða fýsíska ímynd af Búdda

 

Fyrstu þrjú hundruð árin eftir komu Búdda, átti Búddisminn sér enga mannlega eða fýsíska ímynd af Búdda. En eftir innrás Alexanders mikla í Austurlönd fjær voru það handverksmenn í Gandhara (sem er nú í Afghanistan) sem voru þeir fyrstu til að gera Búddalíkneski í mannsmynd. Hugmyndin breiddist síðan út.

 

Það gæti sýnst vera auðveldara að útskýra Búddismann án þess að þurfa að útskýra nein forms- eða iðkunaratriði. Dogen (faðir Soto zen-iðkunar í Japan á 13.öld) skrifaði eitt sinn að það að fórna reykelsi væri góð iðkun en ekki endilega nauðsynleg, en að zazen væri nauðsynlegt til að fylgja eftir "Veginum". Suzuki-roshi lærði ensku hjá frú Ransom og ólíkir siðir settu í upphafi lit sinn á samneyti þeirra meðal annars þættir í zeniðkun Suzuki-roshi sem maddaman átti erfitt með að átta sig á. Henni þótti sérstaklega undrunarverð sú lotning sem Suzuki-roshi sýndi búddalíkneski á heimili hennar. Í staðinn fyrir að segja " Þetta er bara einsog hver annar tréhlutur" vildi Suzuki-roshi ekki afneita styttunni, en leit á hana sem hluta af iðkun sinni og sem leið til að ná til frú Ransom.

 

Frú Ransom og vinir héldu áfram að niðurlægja Búddalíkneskið en Shunryu leiddi það stöðugt hjá sér. Einn rigningarsaman morgunn eftir margra vikna kalt stríð kom loks augnablikið sem hann hafði lengi beðið eftir.

 

Hann byrjaði að útskýra fyrir henni hversvegna hann umgengist styttunna með slíkri virðingu og um leið sagði hann henni frá Shakyamuni Búdda og búddaeðlinu. Hann sagði að stytta einsog þessi minnti okkur á að iðkunin (vegurinn) væri allsstaðar og að við værum sjálf búdda. Þannig að þegar við fórnuðum (eða kveiktum) reykelsi fyrir framan styttuna þá værum við að minna okkur á upprunalegt eðli, sem í raun væri upprunalegt eðli alls þess sem er. Eðli tilveru okkar er ekki eitthvað sem við erum meðvituð um eða munum svo auðveldlega. Búdda er hvorki guð né vera sem auðvelt er að lýsa. Þú getur ekki lagt fingur þinn á það sem Búdda er, því búddisminn hefur mismunandi kennsluaðferðir eða leiðir. Til dæmis er útskýringin um hina þrjá líkama Búdda, the sublime, hinn ólýsanlegi Dharmakaya Búdda sem er ofar allri venjulegri reynslu, Sambhogakaya Búdda sem er fyrsti fylgjandi trúarinnar og er ávöxtur iðkunar og að lokum Nirmanakaya Búdda, hin sögulega persóna sem uppljómaðist undir Bodhi- eða lærdómstrénu. Hann var einsog hver önnur venjuleg manneskja sem upplifði eitthvað undursamlegt sem bæði konur og menn geta mögulega öðlast.

 

Kannski að þessir þrír eiginleikar Búdda eigi eitthvað sameiginlegt með kristna hugtakinu Faðir, sonur og heilagur andi, útskýrði hann. En til þess að skilja af dýpt okkar eigið sjálf er ekki gott að hugsa of mikið um það. Þessvegna tileinka Búddistar sér það af heilum hug að upplifa beint innsæi sannleikans í gegnum hugleiðslu og aðrar huglægar æfingar einsog kyrjun eða fórnir á reykelsi eða te fyrir Búddalíkneski.

 

 

Halldór Ásgeirsson tók saman

 

 

Sjá: www.zen.is

 


Nothing can terminate that eternal consciousness ...

 

Our real self, the soul, is immortal. We may sleep for a little while in that change called death, but we can never be destroyed. We exist, and that existence is eternal. The wave comes to the shore, and then goes back to the sea; it is not lost. It becomes one with the ocean, or returns again in the form of another wave. This body has come, and it will vanish; but the soul essence within it will never cease to exist. Nothing can terminate that eternal consciousness.

 

 

Paramahansa Yogananda

 

 

Ef einhver hefur áhuga á að gefa út hina mögnuðu bók, Sjálfsævisaga jóga eftir Paramahansa Yogananda, eða veit um einhvern sem getur það, þá vinsamlega hafið samband við mig. Þið getið sent mér póst satori@visir.is eða skrifað athugasemd.

 


Dagskrá Guðspekifélagsins um helgina

 

Föstudaginn  7.nóvember kl 20:30        

Stefán Ingi Stefánsson Andlegar bækur sem veita mér innblástur  

Laugardaginn 8.nóvember kl 15:30 Þorsteinn Yraola, Sígildar helgar byggingar Indlands og Evrópu  

Hvernig eigum við svo að fara að því að nálgast okkar Dharma og lifa upp til þess í hinu daglega lífi? Hvaða kröfur gerir Dharma til okkar?

 


Við skulum fyrst athuga hvernig Karma virkar í lífi okkar. Orðið Karma merkir tvennt - í fyrsta lagi lögmál orsaka og afleiðinga, það hvernig afleiðingarnar tengjast orsökunum - í öðru lagi er Karma notað yfir karmaskuldir okkar, þ.e.a.s. þær orsakir sem ekki hafa ennþá öðlast afleiðingar. Lögmálið segir svo að allt sem fyrir okkur kemur, andartak fram af andartaki, hverja einustu sekúndu lífs okkar frá vöggu til grafar - séu karmaskuldir í uppfyllingu. Það sem kemur fyrir okkur á þessu andartaki er afleiðing fyrri athafnar eða samspils athafna og sú einstaka afleiðing eða karmaskuld er þarmeð uppfyllt og kemur aldrei aftur. Það mekir ekki að það komi ekki önnur eins eða samsvarandi. Það fer eftir því hvernig við bregðumst við því sem kemur til okkar, eða öllu heldur, hvort við bregðumst við yfir leitt. Við skulum taka mjög einfaldað dæmi. Segjum að ég sé sleginn utanundir, þ.e. löðrungaður af einhverjum. Samkvæmt lögmálinu á ég það skilið vegna þess að ég hef einhverntíma sjálfur gefið viðkomandi á hann. Við erum því kvittir ef... - ef ég bregst ekki við löðrungnum. Ef ég hinsvegar slæ viðkomandi strax aftur á móti, geld líkt með líku, hef ég aftur komið á misræmi, sem vinna verður upp síðar.Í flestum tilfellum er þetta ekki alveg svona einfallt. Karma vinnur nefnilega fyrst og fremst í gegnum tilfinningarnar, því það er í dulvitundinni sem við geymum karmaskuldirnar. Það fer því e.t.v. fyrst og fremst eftir því hvernig eða hvort við bregðumst við tilfinningalega, hvort við skiljum eftir okkur slóð karma eða hvort við göngum um heiminn án spora. Það eru sjaldnast ytri athafnir sem segja til um hvort við gerum rétt, heldur innri afstaða, innri tilfinning eða innri skilningur. Sá sem starfar af fullkomnum skilningi og kærleika gerir aldrei illt, hverjar sem athafnir hans kunna að vera! Í þessu er fólginn leyndardómur þess að vera réttlátur. Líttu á afstöður þínar fremur en verk þín, þegar þú reynir að meta hvort þú ert að gera rétt og farða afar varlega í að dæma athafnir annarra því þær segja ekki alltaf sannleikann um innrætið. Hér erum við farin að nálgast Dharma, en það er þó meira en bara það að gera rétt. Dharma felur nefnilega í sér tilganginn með lífi þínu. Ekki þinn persónulega tilgang, ekki þinn tilgang, heldur miklu æðri og meiri tilgang - tilgang tilverunnar með lífi þínu! Og til að finna út hvert þitt Dharma er þarftu fyrst að finna hver tilgangur tilverunnar í heild er og síðan hvert þitt sérstaka hlutverk er, ekki var, ekki verður í framtíðinni, heldur er núna. Þú skalt ekki leita langt frá þér, hjá vitringum eða í bókum, því þitt Dharma er hvergi að finna nema í þér.



Leyfið mér að leggja á borðið auðskilið dæmi um Dharma. Þegar egg frjófgast hefst ferli sem nefnt er frumuskipting. Það fara að myndast frumur í milljónatali og til að byrja með virðast þær allar vera eins. fljótlega kemur þó að því að þær fara að greinast í hópa, sem síðar verða að limum og líffærum verðandi fósturs. Þótt allar frumur virðist eins í upphafi er eins og stasetningin í líkamanum gefi þeim mismunandi hlutverk eða Dharma. Í heilbrigðum og eðlilegum líkama vinna þessir milljarðar fruma eins og ein órofa heild. Þær sinna allar með tölu skyldum sínum á einhvern undursamlegan hátt. Og yoginn segir að þær mundu gera það miklu lengur en raun ber vitni ef ekki kæmi til tilfinningar og hugsanir íbúandans, þín og mín. Og hvað gerist ef einhver fruman slítur sig út úr hópnum og fer að lifa sínu eigin lífi, taka sitt líf í sínar hendur? Eitt sem við vitum að getur gerst er nefnt krabbamein, stjórnlaus frumuskipting án tillits til umhverfisins.



Þetta gefur okkur e.t.v. eilitla en þó raunhæfa mynd af því hvers eðlis Dharma er. Það segir okkur að þitt Dharma, mitt Dharma og Dharma allra annarra eru samtengd í eina heild og að mínar athafnir, mínar afstöður koma öllum heiminum við. Við erum öll ein órofa heild, frumur í einu stóru lífsblómi. Lifum við í dag samkvæmt samkvæmt því? Hvað ætli séu margar "heilbrigðar" frumur í mannkynslíkamanum?



En það sýnir okkur líka hver leyndardómur rétts lífernis er. Lykilorðið er auðsjáanlega eining, sem í okkar lífi merkir það sama og bræðralag. Alger fjarvist eigingirni, að lifa fyrir og í samræmi við heildina, að rækja sitt hlutverk í stað þess að vera alltaf að skipta sér af hlutverki náungans, en fyrst og fremst að skilja og þykja vænt um tilveruna eins og hún er og vita sinn stað í alheiminum. Þetta er leiðin til Dharmans, leiðin til fullkomnunarinnar.



 

Einar Aðalsteinsson - Erindi á sumarskóla Guðspekifélagsins 1996.



Hvernig get ég vitað hvert mitt dharma er?

 

 

Dharma er mitt eðlilega lífsflæði. Það er hin eðlilega leið á hverju andartaki lífsins og að vissu marki má líta á það sem hluta af mínum örlagaþræði. Dharma setur lífinu ekki skorður, það er aðeins vísbending um leiðina til baka, leiðina heim.

 

Við skulum líta aðeins á hinn frjálsa vilja mannsins, það að geta valið. Hinn frjálsi vilji merkir ekki að við getum valið hvað sem er. Við erum ekki almáttug, en við höfum samt býsna mikið frelsi til að móta líf okkar og tilveruna í kringum okkur. Segja má að flestir valmöguleikar okkar séu út úr samræmi við tilveruna, þ.e. séu ekki sakvæmt Dharma andartaksins. Við megum þó ekki halda að Dharma gefi bara einn réttan möguleika í hverri aðstöðu. Það eru enn óteljandi möguleikar eftir í spilinu þótt við kjósum að gera rétt.

 

Dharma fjallar ekki um að setjast niður og finna hina réttu leið í eitt skipti fyrir öll og lífa síðan í samræmi við þá hugmynd það sem eftir er. Til að nálgast Dharma verðum við að nálgast sjálft lífið andartak fram af andartaki og aðlaga líf okkar á hverju andartaki þeim aðstæðum sem þá ríkja. Dharma fjallar um það að læra af andartakinu, að vera næmur fyrir áhrifum athafnanna og leiðrétta án tafar það sem ekki reynist vera í samræmi. Það er einfaldlega ekki hægt að nálgast Dharma með hugsun, því þegar hugsunin er mótuð er Dharma orðið eitthvað allt annað en hugmyndin sem mótuð var um það.

 

Allar andlegar leiðbeiningar fjalla í raun um það hvernig við getum nálgast Dharma. Hugleiðingin er hin beina leið til að upplifa það hvernig við erum og hvert við stefnum. Hún er hluti þess að skynja Dharma. En skynjun er ekki næg nema til komi samræmd athöfn. Það er einungis í sjálfu lífinu sem við komumst í raunverulega snertingu við Dharma.

 

Við megum ekki ímynda okkur að það þurfi innri átök til að uppfylla Dharma. Allar athafnir sem krefjast áreynslu, afneitunar, sjálfsstjórnar eða innri baráttu eru örugglega í andstöðu við Dharma. Dharma er leið samræmis og getur því ekki verið fólgin í neinskonar misræmi, hvorki hið ytra né hið innra. Leitin að dharma er leitin að innra samræmi, sem síðan leiðir óhjákvæmilega til ytra samræmis. Þegar þú finnur þitt Dharma "veistu" að þú ert að gera rétt. Og farið nú ekki að halda að ég sé að tala um eitthvað merkilegt sem aðeins á við um fáa menn eða kemur aðeins sjaldan fyrir. Við eigum öll okkar stundir þegar við erum í sátt við tilveruna og gerum góðverk með því einu að vera til. Við eigum öll stundir þegar allt er í stakasta lagi, svo fullkomið að við tökum hreinlega ekki eftir því. Gefið gaum að þessum stundum því þá eruð þið næst ykkar Dharma. Þetta þýðir ekki að Dharma þurfi alltaf að fylgja einhver lognmolla í lífinu. Kúnstin er einmitt fólgin í að færa samræmi inn í allar aðstæður lífsins, nokkuð sem fólgið er í orðum Leiðarljóss: "Stand afsíðis í orustunni, sem í vændum er, og vertu ekki bardagamaðurinn þótt þú berjist". Það er einmitt um þetta að ræða að vera ekki alltaf að gera eitthvað heldur að vera það sem tilveran gerir hlutina með. Þetta er fjarvist sjálfsins, en um leið sameiningin við guðdóminn, sameiningin við eigið Dharma.

 

 

Einar Aðalsteinsson - Erindi á sumarskóla Guðspekifélagsins 1996.

Sjá greinasafn Guðspekifélagsins hér: http://www.gudspekifelagid.is/gudspekifelagid_greinasafn.htm 


Að hvíla í leyndardómi

 

Í leyndardóminum mikla sem er

eigum við í rauninni ekki neitt.

Hver er þá þessi samkeppni sem við finnum fyrir

áður en við förum, eitt í einu, gegnum sama hliðið?

 

 

Rumi


The word YOGA, which means "union"

 

The word YOGA, which means "union", is highly suggestive. It reminds us that the goal and purpose of life is to realize that we are Sampoorna - Fullness or Divinity Itself, One with the Supreme Consciousness, Brahman. From ancient times this has been the experience of all the Enlightened Beings. All the Scriptures attempt to awaken us to this Truth. The expression of this experience is called Scriptures and the philosophy and practice that leads to this experience is called Yoga and Vedanta. The purpose of Sampoorna Yoga is to bring this ancient experience into the modern life of people of today.

 

 

Yogi Hari

Sjá: http://www.yogihari.com/



« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband