Færsluflokkur: Bloggar

Úr Upanishad-ritunum

gassho

 

Part  5

The soul can be thought as the part of a point of a hair which divided by a hundred were divided by a hundred again; and yet in this living soul there is the seed of Infinity.

The soul is not a man, nor a woman, now what is neither a woman nor a man. When the soul takes the form of a body, by that same body the soul is bound.

The soul is born and unfolds in a body, with dreams and desires and the food of life. And then it is reborn in new bodies, in accordance with its former works.  

 

Maitri Upanishad

 


Hugleiðing um hugleiðslu

kMurti

 

Meditation at that hour was freedom
and it was like entering into an unknown world of beauty and quietness;
it was a world without image, symbol or word, without waves of memory.
Love was the death of every minute,
and each death was the renewing of love.
It was not attachment, it had no roots, it flowered without cause,
and it was a flame that burned away the borders,
the carefully built fences of consciousness.
It was beauty beyond thought and feeling,
it was not put together on canvas, in words or in marble.
Meditation was joy and with it came a benediction.

 

J. Krishnamurti - Meditations

http://www.jkrishnamurti.org/

 


Hin nýja jörð er engin draumsýn

 

Hinir hógværu [,,Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa"] eru hinir églausu. Þeir eru þeir sem hafa vaknað og áttað sig á því að innsta sanna eðli þeirra er vitundin og skynja þann innsta kjarna í öllum ,,öðrum", öllum lífsformum. Þeir lifa í eftirgjöf og finna sig því vera eitt með heildinni og með Uppsprettunni. Þeir hafa að geyma hina vöknuðu vitund sem er að breyta öllu yfirbragði lífsins á plánetu okkar, þar á meðal náttúrunni af því að lífið á jörðinni er óaðskiljanlegt frá hinni mannlegu vitund sem skynjar og skiptir við það. Það er í þessum skilningi sem hinir hógværu munu jörðina erfa.

Ný tegund er að rísa upp á plánetunni. Hún er að rísa nú, og þú ert hún!

 

Eckhart Tolle - Ný jörð. Áttaðu þig á tilgangi lífs þíns.

www.eckharttolle.com 


Tæmdu skál þína

138725_13

 

Háskólakennari nokkur

gerði sér ferð til Nan-in

til að spyrja hann um zen.

Nan-in gaf honum te

og þjónaði sjálfur til borðs.

Hann hellti í skálina svo út úr flóði.

Nan-in hélt áfram að hella.

Loks gat prófessorinn ekki orða bundist:

,,Skálin er full," sagði hann,

,,það er ekki hægt að koma meiru í hana."

,,Það sama gildi um þig,"

sagði Nan-in.

,,Þú ert fullur af þínum eigin humyndum

og vangaveltum. Hvernig get ég komið þér

í skilning um zen

fyrr en þú hefur tæmt skál þína."

 

Litla bókin um zen- Gunnar Dal þýddi

 

 

www.zen.is


Búddismi

suzuki-II
  

Málið er ekki að finnast búddisminn djúpur og stórkostlegur. Við gerum aðeins það sem okkur ber, svona eins og við borðum kvöldmat og förum í háttinn. Það er búddismi.

Shunryu Suzuki – Zen hugur, hugur byrjandans  

Þessi frábæra bók er því miður uppseld fyrir löngu í íslenskri þýðingu en hér getið þið nálgast ensku útgáfuna: http://www.amazon.com/Zen-Mind-Beginners-Shambhala-Library/dp/1590302672/ref=pd_bbs_sr_1/002-7020032-4251263?ie=UTF8&s=books&qid=1185300648&sr=8-1


Eihei Dogen var japanskur zen meistari sem var uppi árið 1200-1253 og kom með Soto Zen iðkun frá Kína til Japan.

9_dogen

Why leave behind the seat that exists in your own home and go off aimlessly to the dusty realms of other lands? Do not be afraid of the true dragon. The dragon is the buddha nature, the essence of existence, which is everywhere. You don't have to go anywhere to find it, it's right here, right now. Once you have that sense of life, it doesn't matter where you are. You're always home. 

 

 Eihei Dogen

 


Hluti af formála bókarinnar Yoga og gildi þess fyrir Evrópu sem kom út árið 1920

aum 

Menn skyldu ekki halda, að kenning Yoga sé hugarburður, að eins meira og minna skynsamlegar hugleiðingar um lífið og tilveruna, álíka og flest vestræn heimspekikerfi hafa verið. Yoga er þvert á móti raunvísindi engu að síður en raunvísindi Vesturlanda. Það er reist á órækri þekkingu á lögum hins yfirskilvitlega viðhorfs tilverunnar. Það er skynjun og þekking hins yfirskilvitlega á hinu yfirskilvitlega, þekking, sem stenzt alla reynslu og gagnrýni og hver meðalmaður er fær um að ávinna sér að einhverju leyti, ef hann vill að eins losa sjálfan sig úr neti blekkingarinnar og fylgja leiðum Yoga. Þessar leiðir hafa verið farnar af fjölda manna og leitt þá alla að sömu niðurstöðunni. - En Yoga á í raun réttri að eins erindi til þeirra, sem vilja hafa lífi sínu að meira og minna leyti eftir kenningum þess. Annars verður það einungis þur fræðikenning, að vísu gáfulegasta fræðikenningin, sem mannkyninu hefir hlotnast, en skiftir þó í raun og veru litlu máli, ef hún er ekki notuð sem hjálparmeðal í daglegu lífi. 

   Við vonum, að rit þetta veki margan hugsandi mann til vitundar um það vanþekkingarástand, sem vér erum sokknir niður í. Við vonum, að það hjálpi ofurlítið í áttina til réttara skilnings og dragi úr eigingirninni og illindunum, sem einkenna að mörgu leyti hugsunarhátt þessarar kynslóðar, kenni mönnum, að þeim er alls enginn hagur í að gera þessum velings meðbræðrum sínum mein. Eða hví skyldum vér eiga í sífeldu aggi og illdeilum, úr því að vér erum allir geislar sama ljóssins?

Þýðendur (Þórbergur Þórðarson og Ingimar Jónsson)

Johannes E. Hohlenberg - Yoga og gildi þess fyrir Evrópu


Vitur maður

6. Vitur maður

 

Að hitta fyrir vitran mann

sem getur bent þér á galla þína

er eins og að finna fjársjóð.

Þú skalt sækjast eftir samvistum við hann

og það mun gera þér gott.

 

Dhammapada. Vegur sannleikans. Þýð.: Njörður P. Njarðvík

 


Yoginn

shiva

15. Og yoginn finnur friðinn og öðlast hina æðstu sælu, sem er að finna í mér, er hann hefir samkent sig frumvitund sinni og haft stöðugt vald á huga sínum. 

16. En yoga hentar vissulega ekki þeim. Er etur of mikið, Arjúna! eða þeim, er sveltir sig, og ekki heldur þeim, er sefur of mikið eða heldur sér vakandi helzt til lengi. 

17. Yoga eyðir allri kvöl hjá hverjum þeim manni, sem etur í hófi, skemtir sér í hófi, vinnur í hófi, vakir í hófi og sefur hófsamlega.  

18. Sagt er, að maður sá sé hugrór, er hefir vald á huga sínum, festir hann á frumvitund sinni og girnist ekki girnilega hluti. 

19. Yoginn, er hefir vald á huga sínum og iðkar yoga í frumvitund sinni, er sem lampi, er logar stilt, þar sem ekki gustar um hann.  

20. Fumvitund eygir frumvitund og finnur fullnægju í henni, þegar hugurinn verður kyr og hljóður sakir yoga.  

21. Hann öðlast þá hina æðstu sælu, er mannvit hans fær notið. Er hún hátt yfir skynjanir hafin. Hann lætur aldrei þokast burt frá veruleikanum, er hann hefir þannig samkent sig frumvitund sinni. 

22. Hann hyggur, að ekkert hnoss sé þessu ástandi æðra, er hann hefir einu sinni reynt það. Og hann lætur hvergi bugast, þegar hann er orðinn vanur því, þótt hinn þyngsti harmur sé að honum kveðinn.  

23. Þessi lausn frá kvölum kallast yoga. Haltu þér fast við það með ótrauðum hug of bjargfastri sannfæringu. 

Hávamál Indíalanda (Bhagavad Gita) – Sjötta kviða. Þýð.: Sig. Kristófer Pétursson


S(s)jálfið

Þegar við fylgjum þróuninni til yfirpersónulegra sviða sjáum við að þau stefna öll að einu lokamarki sem er innsæi um hið guðlega, Sjálfið sem er sameiginlegt öllum mönnum og öllum vitundarverum. Þessi leið að hinu mikla takmarki einkennist af minnkandi sjálfhverfu, litla sjálfið losar tökin og opnar sig fyrir hinu mikla Sjálfi. Þannig leysast smám saman upp sjónarmið litla sjálfsins, t.d. eigingirni, flokkadrættir og þjóðremba. Sjálfið hefur misst sjálfhverfu sína, miðpunkturinn er horfinn og það felur allt í sér.

 

Ken Wilber - Sex, Ecology and Spirituality

(Lausleg þýðing úr bókinni Sex, Ecology and Spirituality. Sjá: http://www.gudspekifelagid.is/Ken%20Wilber_ego_1.ht) 

www.kenwilber.com


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 96770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband