Færsluflokkur: Bloggar

20. júní

 

 Það er ákaflega þýðingarmikið að gefa með réttu hugarfari! Gefðu hljóðlega, af einlægni og umfram allt af kærleika og gleði. Allt sem er gefið með eftirsjá, sendir rangar bylgjur og hefur því ekki í sér hið fullkomna. Sjáðu til þess að allt sem þú gerir sé gert í kærleika, jafnvel þó þú getir ekki skilið til hlítar hvers vegna þú gerir það. Þegar venjulegasta, hversdaglegasta verk er unnið í kærleika, getur það haft dásamlegan og undursamlegan árangur í för með sér. Leyfðu kærleikanum að streyma frjálst í öllu sem þú tekur að þér. Gerður þér grein að þörf er fyrir það sem þú gerir og engin vinna eða framkvæmd er of lítil eða ómerkileg. Þegar allir leggja sig fram, fellur ekki þunginn og ábyrgðin á hendur fárra. Byrgðin léttist fyrir heildina, þar til hún verður ekki lengur byrgði heldur einlæg gleði og ánægja. Fylgstu með viðhorfi þínu og leggðu þitt af mörkum til gleðinnar, svo allt gangi ljúflega. 

 

 Eileen Caddy – Ég er innra með þér  


Heyrirðu í fjallalæknum?

zen hringur

 

Zen-meistarinn gekk þegjandi með lærisveini sínum eftir fjallastíg. Þegar þeir komu að gömlu sedruviðartré settust þeir niður til að snæða óbrotna máltíð, hrísgrjón og grænmeti. Að máltíð lokinni rauf lærisveinninn þögnina, ungur munkur sem hafði ekki enn fundið lykilinn að leyndardómi zen, hann spurði meistarann:

,,Meistari, hvernig geng ég inn í zen?”   Hann var að sjálfsögðu að spyrja hvernig hann kæmist í það vitundarástand sem er zen.   

Meistarinn þagði. Næstum fimm mínútur liðu meðan lærisveininn beið óðfús eftir svari. Hann ætlaði að fara að spyrja annarrar spurningar þegar meistarinn tók allt í einu til máls. ,,Heyrirðu í fjallalæknum?”   Lærisveinninn hafði ekki tekið eftir neinum fjallalæk. Hann hafði verið að hugsa um merkingu zen og ekki tekið eftir neinu.

Nú fór hann að hlusta eftir hljóðinu og hávær hugur hans kyrrðist. Í fyrstu heyrði hann ekki neitt. Svo vék hugsun hans fyrir skarpara næmi og skyndilega heyrði hann ofur lágt seytl í litlum fjallalæk langt í burtu. ,,Já nú heyri ég í honum,” sagði hann. Meistarinn hóf fingur á loft og augu hans voru í senn hvöss og blíð þegar hann sagði: ,,Þarna ferð þú inn í zen.”  

Lærisveinninn var orðlaus. Þetta var fyrsta satori hans – leiftursnögg hugljómun. Hann vissi hvað zen var án þess að vita hvað það var sem hann vissi!  

Þeir héldu ferðinni áfram þegjandi. Lærisveinninn undraðist stórum allt lífið í veröldinni í kringum hann. Hann upplifði allt eins og það væri í fyrsta sinn. En smám saman fór hann aftur að hugsa. Vakandi kyrrðin huldist aftur af andlegum hávaða og ekki leið á löngu uns hann þurfti aftur að spyrja. ,,Meistari,” sagði hann, ,,ég hef verið að hugsa. Hvað hefðir þú sagt  ef ég hefði ekki heyrt í fjallalæknum?”

Meistarinn nam staðar, leit á hann, hóf fingur á loft og sagði: ,,Þarna ferð þú inn í zen.”  

Eckhart Tolle – Ný jörð. Áttaðu þig á tilgangi lífs þíns    


Kriya Yoga námskeið um næstu helgi - Mæli með þessu

 Kriya Yoga námskeið 22. - 25. júní 2007

Helgina 22. - 25. júní 2007 kemur Peterananda til landsins til að kenna Kriya Yoga. Dagskráin verður sem hér segir:
  • Föstudagur 22. júní 
    Kynningarfyrirlestur kl 20:00 í sal rósarinnar Bolholti 4, fjórða hæð. Fyrirlesturinn er öllum opinn og endurgjaldslaus.
  • Laugardagur 23. júní
    Innvígsla fer fram um morguninn 
    í Yogastöðinni Heilsubót og tæknin kennd. Síðdegis verður hugleiðsla og farið yfir ýmis atriði í tækninni. 
  • Sunnudagur 24. júní
    Hugleiðsla um morguninn og síðdegis
    í Yogastöðinni Heilsubót .
  • Mánudagur 25. júní
    Hugleiðsla um morguninn
    í Yogastöðinni Heilsubót .

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur S: 6918565

Sjá betur á www.kriyayoga.is


Hin eilífa sál

For the soul there is neither birth nor death.

The soul that is will never cease to be.

It is unborn, eternal, ever-existing, undying and primeval.

It is not slain when the body is slain. 

Bhagavad Gita – 2. Kafli, 20. vers.

 


Að setjast í sætið eina

meditating_children 

 

 

Þegar við setjumst í sætið eina á hugleiðslupúðanum

verðum við okkar eigið musteri. Þar sköpum við það

kærleiksrými sem gerir öllu kleift að birtast; sorg,

einsemd, skömm, þrá, iðrun, örvæntingu, hamingju.

  

Jack Kornfield – Um hjartað liggur leið


My friend the enemy

mahatma-gandhi-indian-hero 

Ég á mér aðeins þrjá óvini. Eftirlætisóvinur minn, sá sem auðveldast er að hafa áhrif á til góðs, er breska heimsveldið. Annar óvinur minn, indverska þjóðin, er miklu erfiðari. En óárennilegasti andstæðingur minn er maður sem heitir M. Gandhi. Á hann virðist ég geta haft mjög lítil áhrif. 

Gandhi


Grundvallaratriði í allri andlegri iðkun

Á meðan við erum að gera upp hug okkar og velja okkar leið munum við ævinlega rekast á folk sem reynir að fá okkur til fylgis við sína trú, til að mynda bókstafstrúaða búddista, kristna menn og súfa. Trúboðar allra trúarbragða standa fast á því að þeir hafi fundið hina einu sönnu leið til Guðs, til að vakna, til kærleikans. Það er mjög mikilvægt að skilja að margar leiðir liggja upp fjallið – og að engin ein leið er réttari en önnur.

Það liggja margar leiðir upp fjallið og hver og einn verður að velja þá iðkun sem hann finnur í hjarta sér að er sönn. Það er enginn nauðsyn fyrir ykkur að leggja mat á þær leiðir sem aðrir velja sér. Munið að sérhver iðkunarleið er aðeins aðferð til að þroska með ykkur gát, góðvilja og samkennd. Það er allt og sumt.   

 

Jack Kornfield – Um hjartað liggur leið


Thich Nhat Hanh

Thich_Nhat_Hanh

When you are a truly happy Christian, you are also a Buddhist. And vice versa.

 

Thich Nhat Hanh - Living Buddha, Living Christ

 

Sjá http://www.plumvillage.org/ til að lesa meira um Thich Nhat Hanh.


Á þetta kannski við um okkur öll?

Jesus_ws

 

Ég og faðirinn erum eitt.  

 

Jesus – Jóhannes 10:30

Hér getið þið nálgast hina frábæru mynd What the bleep do we know?: http://www.whatthebleep.com/  sem var sýnd á RÚV í gær. Vonandi verður hún endursýnd fyrir þá sem misstu af henni.


Auður og ágirnd

Auður sem veldur vanlíðan,

óþægindum, blindni og

andvökum

er ekki auður,

heldur meinsemd

í hjartanu.

Ágirnd verður ekki svalað

með auði fremur en

þorsta með saltvatni.

 

Ksemendra


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 96772

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband